Öldin - 18.11.1891, Blaðsíða 2

Öldin - 18.11.1891, Blaðsíða 2
ÖLDIN gefin -át hvern Miðvikudag að 17 McMicken Str. (12th Str. 8.] af OLAFSSON & CO- (H. Olafsson. M. Peterson.) Kitstjóri og ráðemaðr (BDITOB A BU8INE88 MANAGEH): Jón Olafsson ÖLDIN kostar: 1 ár $1,50; 6 mán $0,80; 3 mán. $0,50. Borgist fýrirfram. Á íslandi kostar árg. 4 kr. Auglýsinga-verð: 1 þuml. dálks- lengdar eitt sinn $0,25; 1 þaml. 1 mán $1,00; 3 mán. $2,50; 6 mán. $4,50; 13 mánuði $8,00. __X-__,_________________ - , Scndið peninga í registreruðu bréfi þóstávísun (P. O. Money Order) eða ExprCss Co. ávísun eða ávísun á banka í Winnipeg (ekki á utanbæjarbanka). Öll bré'f og borganir sendist til: Olafsson <ý Co. - - - P. O. Box 535. Winnipeg, Man. r Islenzk mentastofnun i Vestrheimi. VI. Hvað mundi það kosta? Það er auðvitað, að lóð og skóla- hús er eitt það fyrsta, sem slík stofnun þarf að eignast. Og það er lítið í lagt, að segja að þetta mundi kosta minnst $8000. Hús- búnaðr og kenslu-áhöld ásamt byrj- unarbókasafni 82000. Skattar, við- hald og vátrygging gegn eldi, yrði .árlega, segjum $350. Fjórir fastir kennarar $4000 um árið (hver $1000 til jafuaðar). Og eitthvað þarf til ljósa, eldiviðar, húsumsjónar, árlegra bóka og áhalda-kaupa. Er of-lagt í að gera það $050 ? Hór höfum vér þá $10000 í stofn- fé og $5000 í árleg útgjöld. Ef vér viljum snúa þessu öllu upp í höfuðstól, þá mun það ekki láta fjarri að segja, að vér þyrftum $100,000 höfuðstól til þess, að koma þessari stofnun á fót og tryggja árs- útgjöld hennar með vöxtunum. Þetta eru að minnsta kosti $7 á hvert íslenzkt nef vestan hafs. Og nú bætist þar við, að uin lúterskan skóla er að ræða, sem kyrkjufélagið vill endilega haga svo, að enginn ólúterskr maðr mundi vilja nota hann og þá væntanlega ekki styrkja hann, og því verðr þessurn kostnaði að deila einungis á lútersk nef. Og hvað eru þau jnörg í allri þessari álfu ? Eru þau í raun og veru 3000? Lútersku íslendingarnir hór í Winnipeg eru ekki menn til að standa í skilum við einn prest. Þeir eru að burðast við að skildinga sam- an til kyrkju-húss síns árlega, og er svo á þeim að heyra, kyrkju- mönnunum sumum, að árlega standi kyrkjuskuldin í stað eða vaxi, þrátt fyrir samskotin. Vér erum því ekki kunnugir, hvort svo er, en þetta klingir við. Allir lúterskir' Islendingar hér í álfu (og á íslandi ofan í kaupið) geta ekki haldið uppi einu mánað- arriti (,,Sameiningunni“), svo að guðsbörnin verða að ganga betlandi og sníkjandi milli heiðingja og van- trúar-manna til að biðja þá að kaupa „Sam.“ í gustuka-skyni. Því pen- ingar vantrúarbarnanna eru góðir og gjaldgengir í guðskistuna. Og svo ciga þessar veslings hræð- ur að bæta því ofan á, að snara út $100,000. Hvað ætli verði úr því? Þótt stofnaðr yrði lúterskr ferða- kostnaðarsjóðr handa Wilhelm og hann væri hafðr ,,á rólinu“ ár út og ár inn, þá erum vór hræddir um að honum entist aldrei aldr til að sjá marka fyrir fyrstu tíu-þúsund- unum. ■ Vitaskuld mætti setja þaðávöxtu, sem inn kæmi, og láta það ávaxt- ast, þar til nóg væri komið. Það er ekkert á móti því, nema ef það skyldi vera það, að mm það leyti sem sjóðrinn nær $100,000 upphæðinni, þá verðr sjálfsagt orð- ið svo framorðið í heiminum, að öll lúterska verðr þá undir lok liðin, svo að fornfræðingunum mun veita nógu örðugt að grafa upp, til hver3 þessi óskiljanlegi lúterski sjóðr muni eiginlega hafa verið ætlaðr í fornöld. Það væri nú samt sök sér þótt menn vildu leggja hart að sér og reyna það ókleyfa, ef nokkur stór nytsemd eða nauðsyn væri á. En því fer svo fjarri. Hvað er unnið með stofnun ís- lenzkrar skóla-ómyndar eða skóla, sem eigi vinnst alveg eins vel og enda betr, með því að koma á kenslu í íslenzku og íslenzkum bókment- um við einhvern hérlendan æðri skóla, sem íslenzkir námsmenn gætu sótt ? Ekki nokkur skapaðr hlutr. Oss virðist það vera rangt að vera að narra peninga út úr mönn- um í þessu skyni. Og vér viljum ráðleggja öllum að vei'ja centum sínum til einhvers þarfara og skyn- samlegra. VII. Skaðvæni innar fybibhuguðu SKÓLASTOFNUNAII. Það er marg-viðrkent, að það er jafnan sannri mentun til hnekkis, að veraldleg fræðsla standi undir umsjón kyrkju og klerkalýðs. Við skóla þá, sem kyrkjan hefir yíirráð yfir, er jafnan meira litið á rétt- trúnað kennendanna, heldr en hitt, hvernig þeir eru að sér að öðru leyti. Hví eru kyrkjufélög að streitast við að koma á fót æðri skólum ? Auðvitað til þess að geta lagað ment- un unglinganna í hendi sér í á- kveðnum tilgangi, dulið þá þess sem þeim er álitið óholt að vita, og kent þeim hálf-sannindi og ó- sannindi, sem þeim eru álitin holl. Ef ekki væri þessi tilgangrinn, þá mundu menn ekki kasta peninguhi út fyrir kyrkjuskóla, þar sem aðrir og betri skólar væru nægir til. Norski sýnódu-skólinn í Decorah var gott sýnishorn af kyrkjulegum ,,lærða“-skóla. Stjörnufræði mátti ekki kenna þar; það var „djöfuls- ins vísindagi-ein“, sem leiddi menn af sannri biblíu-trú. Nemendrnir máttu ekki lesa almenn vikublöð, önnur en þau sem kyrkjunni vóru þóknanleg. Að setja unglinga í slíka skóla, það er sama sem að limlesta þá andlega. Og það er það sem kyrkj- an gerir : liún limlestir menn and- lega, setr sálirnar í pyndinga-skrúfur og spennitreyju. En slíkt er ein- mitt það gagnstæða við tilgang mentunarinnar. Þess vegna eru öll kyrkju-yfirráð yfir sérhverri almennri mentastofnun banvæn. TTmdæmi trúarinnar fer jafnan ^ smá-mínkandi í heiminum, al- veg að sama skapi sem umdæmi þekkingarinnar stækkar. Það er ó- mögulegt fyrir nokkurn mann með heilbrigðri skynsemi að hafa bæði vitund og trú um alveg sama at- riði. Ef ég veit að snjórinn er hvítr, þá get ég ómögulega trúað, að hann sé svartr. Og of ég veit að jörðin, sem vér mennirnir byggj- um, er hnöttr, þá get ég ekki trú- að því, að hún sé flöt eins og pönnukaka. Forfeðf vorir trúðu miklu meiru en vér, af því að þoir vissu miklu minna. Forfeðr vorir trúðu því, að jörðin væri „flöt eins og pönnu- kaka“, og fyrst er vísindamennirn- ir héldu því fram, að hún væri hnöttótt, þá kom þeirra tíða rétt- trúaða kyrkja og klerkavald fram, og neitaði slíkum kenningum, og kallaði þær guðleysi. Það var ein aðal-ástæða til þess, hve örðugt Columbus átti með að fá stjórn- irnar til að greiða landnámsför sína, að kyrkjan hélt því fram, að það væri guðleysi að halda að jörðin væri „ hnöttótt. Þá t r ú ð u menn því að hún væri flöt. Nú hafa menn siglt umhverfis hana svo oft, að menn vita hún er ekki flöt. Enn lengr trúðu menn því, að jörðin stæði kyr, en sólin og allar stjörnurnai' gengju kring um hana. Kyrkjan vildi lífláta þá, sem héldu þeirri guðlausu villu fram, að jörð- in snerist um sjálfa sig og gengi kring um sólina. Nú vita menn það sanna í þessu efni. Og kyrkj- an er þögnuð. Lengi liélt kyrkjan þó fast við aldr heimsins eftir biblíu-reikningi, og eftir honum átti, eigi jörðin ein, heldr öll veröldin, að vera að eins um 6000 ára gömul, og „him- inn“ og jörð sköpuð á 6 dögum. Nú vita menn, að jörðin er mörg hundruð þúsund ára gömul, og ýms- ir aðrir hnettir þó vafalaust miklu eldri. Nú vitum vér, að ljósið er ekki skapað á undan sólunni, og engurn mentuðum kyrkjumanni dettr lengr í hug að trúa sköpunarsögu fyrstu Mósis-bókar sem sögulegum sannleik. Þannig sí-þrengist verksvið trú- arinnar, og það er enginn efi á því, að svo lengi sem mannkynið líðr ekki undir lok, mun þekking þess aukast á heiminum og því sem í honum cr. En það er líka óhætt að fullyrða það, að þótt mannleg þekking haldi sífelt á- fram að aukast, verðr hún þó á- valt ófullkomin, og því er ekki hætt við að ekki verði jafnan stórt ríki eða verksvið eftir fyrir trúna. Það er hverju orði sannara, að því meira sem maðrinn eykr þekk- ingu sína, því ljósara verðr honum, hvar takmörk mannlegrai' þokking- ar liggja nú, og hve skamt hún reyndar nær enn þá. En þetta er síðr en ekki nein ástæða fyrir hann til þess, að kasta frá sér þeirri litlu þekkingu, sem mann- kynið hefir, til þess að gleypa neitt það með trúnni, sem kemr í þveran bága við mannlega þekking. að hefir stundum verið minzt á það, en er reyndar aldrei of oft gert, hver lýti það eru að fara illa með móðurmálið. Látum vera að tala og rita íslenzku, ef oss sýnist, og töl- um ensku, eða önnur mál, ef svo á stendr; en meðan vér erum að mynd- ast við að mæla á móðurmálinu, þá reynum að gera það lireint og rétt. Það er engin fordild í því að afbaka íslenzkuna eða hlanda hana orðum úr öðrum málum. Það álítr oss enginn lærðari né vitrari fyrir það. Þvert á móti. Það er vottr um vankunnáttu vora, ef vér getum ekki talað hreint og óhjagað íivert það mál, sem vér erum að reyna að tala. Stundum eru nú orðskrípin vottr um jafnmikla van- kunnáttu í enskunni eins og í íslenzk- unni; t. d. þegar menn eru að tala um „perlara“, eins og vér sáum nýl. gert í ritstjórnargrein í ísl. hlaði. ,,Perlari“ er ekki enska, ekki íslenzka, ekkert mál—hara vitleysa. „Pedlar“ eða „pedler“ er enska, og þýðir föru-mang- ari eða flökku-prangari. Stundum taka menn útlend orðtæki og þýða þau orð- rétt á íslenzku, og vérða þá orðin ís- lenzk að vísu, en orðtakið útlent. Þannig hafa blöðin „Sameiningin“ og „Lögherg" leitt inn í Yestr-íslenzkuna orðtakið „leiðandi menn“. Englend- ingar tala um „leaders" (sem orðrétt þýðir: leiðarar), og á dönsku og norsku er sagt „ledende Mænd“ (orðrétt: leið- andi menn). En íslendingr, sem hugs- ar á íslenzku, og ekki hefir vanið sig á að hugsa á útlendu máli, nefnir for- sprakka, leiðtoga, eða því um líkt. Mál vort á nóg orð til yfir þetta. _____ „Og það má ganga út frá því sem vísu“ og „vér göngum út frá því sem vísu, að“ o. s. frv. (á dönsku: „vi gaar ud fra det som sikkert“). Slík- ar setningar liittast enda oftar en einu sinni á sömu bls. í „Sam.“. Hver maðr, sem liugsar á íslenzku, segir: það má ganga að því vísu; vér göng» um að því vísu o. s. frv. Það eru einniitt (dönsku-)lærðu mennirnir, sem hættast er við þessum syndum gegn móðurmálinu. Menn, sem vita hetr, eins og ritstj. „Sam.“, ættu að liirða betr um, að skrifa ekki ver en þeir vita. Vér erum vafalaust eitt- livað sekir í þessu efni, eins og aðrir, en viðleitni höfum vér yfir liöfuð til að gæta vor við stórsyndum gegn móður- málinu. Smekkleysur í málinu eru líka leið- inlegar, þótt af öðru sauðahúsi sé en málleysurnar. Smekkleysa er það þeg- ar búningrinn verðr liatramlega ó- samhoðinn efninu, t. d. ef mjög lúa- leg orð eru notuð til að klæða há- leita hugsun, eða annað því um líkt. —Vér sáum nýlega (í Löghergi): „hjart- að í mér lamdist um af von“. Heldr þykir oss það smekklauslega að orði komist um hjartað, að það „lemjist um“. Þó kastar helzt tólfunum, þegar mönn- um tekst eins meistaralega að sam- eina útlenzku, orðskrípi 0g smekk- leysi, alt í einu orði, eins 0g gert er í Lögb. 4. þ. m., neðanmáls (bls. 133): „það væru einhverjar h u n d a-k ú n s t i r gerðar með þetta eitr“. Sagan mun

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.