Öldin - 25.11.1891, Qupperneq 1

Öldin - 25.11.1891, Qupperneq 1
ÖJ-DIN, an Icelandic Weekly Record of Current Events ind Contemporary Thought. Subscr. Price $ 1,50 a year. Oi.afsson & Co. Publishers. O L.D I N. Advertising Rates: 1 incli single column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 yeax $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 535, Winnipeg, Man. I. 8. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 25. NÓVEMBER. 1891. Fyrir $ 1 getr liver maðr fengið Öldina senda í lieilt ár til einhvers vinar síns á Islandi. einhverjir af kaupendum hlaðsms skyldu ekki fá það með skilum, þá gera þeir oss greiða með að láta oss vita það. A fU ,, . Vér r5iðj'ini alla>sem il LiII LlgjIU ■ senda oss póstávís- anir (Money Orders), að stýla þær til „Olafsson Cu.“ — ekki J. Ólafsson & Co., né Jón Ólafsson né Magmis Pétrsson,—því að þá getr svo farið að vér fáum þær ekki úthorgaðar og verð- um að endrsenda þíer. Póstávísanir fást nl. ekki útborgaðar nema kvittað sé með s a m a nafni, sem þær eru stýlaðar á, en vér kvitrum alt af und- ir nafninu „Olafeson & Co.“, því að vér getum ekki vitað, ef ávísunin skyldi vera stýluð á annað nafn ; mót- takandi sér nl. aldrei frumávísunina. OLAFSSON cý CO. Allt breytist. Ekkert gerir standa’ í stað, stoðugt breyting drottnar. Þegar sækir ellin að, ungdöms-fjörið þrotnar. Svipur þyngist, síklrar brún, sölnar æsku-blómi. Skapanornir rista rún að refsilaga dómi. Örlaganna sárbeitt sverð sífelt reitt til nauða rekur oss á tiótta-ferð fram að gröf og dauða. Huggað vort þó getur geð gegn um skýin harma, fái trúuð sálin séð sælu vonar bjarma. S. </. Jóhannesson. FRÉTTIR. ÚTLÖND. Hekbbbt Bismarck (sonr gamla Bismarcks) heflr vakið hneyksli af sér meö því að sýna sig drukkinn á manna- mótum. Hann kvað vera drykkfeldari en vel fer á. — Brazilía. Af uppreisninni þar er það að segja, að Fonseca sendi skipalið á hendr uppreisnarmönnunum og skyldu skipin lialda upp elfarmynni að Rio Grande eða S. Pedro do Sul. En lið lians var hrakið frá og biðu skip hans skemdir. Höfðu uppreistarmenn búizt vel við árásinni. Sagt er að hermenn hans sé mjög ótryggir og gangi hópum saman í lið með uppreisnarmönnum. En er honum gerðist liðfátt, tók hann að bjóða út alls konarskríl og óþjóða- lýð, útlendum mestmegnis, sem nóg er af iðjulausum í Rio de Janero, liöfuð- borg Brazilíu. Kváðu það vera ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar, og inn versti glæpalýðr, er einskis svíflst, en þykir þétta góð atvinna, að ganga í lið al- ræðismannsins, onda býðr hann þeirn háan máía. Mjög liefir Fonseca óþokk- azt af þessu, og hafa fleiri fyrir það snúizt í lið uppreisnarmanna; þykir þeim það meira en meðal-illræðisverk, að leigja útlenda spillvirkja til að kúga frelsi þjóðarinnar. Daglega virðist auk- ast tala þeirra víðsvegar um ríkin, er snúast gegn Fonseca, og það fólk af beztu ættum landsins. Engin blöð fá að koma út í Rio de Janero, nema þau sem mæla að vild hans. — Alla þing- menn frá Rio Grande dol Sul, þá er eigi fiýðu frá Rio de Janero í tíma, tók Fonseca fasta og hneppti þá í varð- hald. Uppreistarménn segjast munu ið bráðasta halda með her á liendr Fons- eca til að reyna aö láta skríða sem fyrst til skarar. Þeir iiafa látið í ljósi, að þaðséekki aðskilnaðr ríkjanna, sem þeir berjist fyrir, heldr frelsi og lögmæt stjórn. Þeir hafa og lýst yfir því til eips af ráðgjöfum Fonseca, að þeirtaki engum samningum við stjórnina, nema Fonseca leggi fyrst niðr völdin. — Mánud. 23. þ. m. varð uppreisn í höfuðborginni Rio de Janeiro, gegn Fonseca. Hann sagði þáafsér völdum í liendr Floriano Puxotto. BANDARÍKIN. — í Pennsylvaníu hafa árið sem leið verið að smá-komast upp fjár- giæfra-klækir, um Quay þingmann, formann stjórnarnefndar repúblík- anska fiokksins, og hans kumpána. Yarð það uppvíst, að hæði fjár- málaráðgjafi og endrskoðandi ríkis- ins vóru ásamt Quay riðnir við svik og pretti Keystone-bankans, sem fór á höfuðið, en stjórnendr þess banka eru nú komnir undir manna hendr. Efri málstofa þings- ins setti rannsóknarnefnd yfir fjár- málaráðherranum og endrskoðanda í haust á undan kosningunum, og var það notað til að halda saman fiokknum við kosningarnar, að það væri auðsóð, hve ráðvandr flokkr- inn væri, þar sem haun iiefði haf- ið þessa rannsókn og ætlaði auð- sjáanlega að hegna illræðismönnun- um, þótt þeir væri af sama fiokki. En er kosningar vóru afstaðnar og fiokkrinn hafði unnið sigr yfir demókrötum þar í ríkinu, þá fann efri málstofan upp á því úrræði, or rannsókninni var lokið og bóf- arnir sannaðir að sök, að skilja lögin svo, sem málstofan hefði ekk- ert vald yfir málinu. Húu hefði ekki iiaft lagaheimild til að rann- saka það, ’og gæti nú því eigi dæmt í því. — I Boston, Mass., v«u- 17. þ. m. haldin veizla mikil fyrir Daurier, fyr- irliða frjálslynda fiokksins í Canada. Mr. L. hélt þar ræðu, og hélt mjög fram verzlunarsambandi fullkomnu milli Canada og Bandar., en eigi póli- tískri sameining. Kvað hann Ganada eiga að verða sjálfstætt þjoðveldi, onda væri sá tími nú nær, en menn al- ment varði, að liún mundi verða það. — O. E. Muriúiy, sem var aðalmaðr- inn einn, sem mútur liafði borið á Dominion-stjórnina og var aðalvitni gegn Langevin og McGrevy, hafði, eins og menn muna, áðr strokið frá New York, af því aö liann hafði þar stol- ið $50,000 úr sjálfe síns liendi. Nu er hann kominn til New York aftr, og hafði fyrst sæzt við þá er hann stal áðr frá þar, og borgað þeim að fullu þessa $50,000. Hann liaföi matað svo vel krókinn í Canada, að hann gat þetta vel; en heitt þótti honum orðið hér megin línunnar. CANADA. — Blaðið „Edmonton Bulletin" seg- ir í vikunni sem leið: „Edmonton- héraðið verðr að leita markaðar í British Columbia fyrir afurðir sínar. Farm- gjaldið með járnbrautunum er of liátt til þess að það borgi sig, að senda þær austr til útflutnings". — MERciER-málunum er enn eigi lok- ið. Rannsóknarnefndin í málinu gegn lionum hefir enn eigi látið álit sitt uppi. En sagt er hún muni klofna: Davidson og Baby muni vilja áfella Mercier, en Jette sýkna hann; en Jette er talinn einn lærðasti og mest metni dómari í fylkinu. ÍIVAÐ GENGll Á í BRAZILÍUl Það er engin ný bóla þó að stjórn- arbylting verði í þjóðveldum í Suðr- Ameríku. Það verða ævinnlega fleiri eða færri stjórnarbyltingar þar á hverju ári. Að eins höfðu margir annað álit á Brazilíu en öðrum ríkjum þar; því að þar hafði svo lengi verið kyrlátt og góð og frjálsleg stjórn í því landi meðan Don Pedro keisari satvið völdin. Það vóru margir þjóðveldisvinir, sem glöddust, er keisaradæminu var steypt í Brazilíu. En liyggnari frelsisvinum þótti það engin gleði-tíðindi. Þeim leizt ekki á, að í landi, þar sem ekki nema 5. hvert barn lærði að lesa, og þjóðkvrkjan var kaþólsk, þar mundi frelsinu borgnara undir þjóðveldi, lieldr en undir inni frjálslvndu og einkar- liyggilegu stjórn keisaradæmisins. Þeir þóttust sjá fram á, að þjóðina vantaði fyrsta frumskilyrði fyrir því, að vera því vaxin, að stjórna sér sjálf. Það var auðsætt á allri stjórn Don Pedro’s, að hann hafði þann meðvitanlega til- gang fyrir augum, að uppala þjóðina til frelsis og sjálfetjórnar, því að hann var sjálfr á undan sinni þjóð. Reynslan heflr nú staðfest aö fullu hugboð þetta. Veslings Brazilía er nú horfin inn í óstjórnarhvirfing inna annara þjóðvelda í Suðr-Ameríku. Blaðið N. Y. Nation skýrir í grein einni 12. þ. m. frá tildrögum bylting- arinnar, sem nú er fram að fara í Brazilíu. Og með því að liávaða los- enda vorra munu málavextir eigi full- kunnir, en atburðir þessir hinsvegar mjög þýðingarmiklir, þá viljum vér reyna að gefa þeim hugmynd um málið. Fyrst eftir að keisaradæmið var af- numið með byltingu, stjórnaði Fonseca hershöfðingi einn án stjórnarskrár og laga „méðan verið var aö koma á friði og reglu í landinu". Loks lét haim þó kjósa til þjóðfuudar, er samþykti stjórnarakrá. Samkvæmt henni liefir hvert ríki landstjóra og þing fyrir sig með sjálfeforræði í sínum sérstöku mál- um, alveg eins og ríkin í Bandaríkj- um norðr; en svo var forseti og banda- þing, er réð sameiginlegum málum Bandaríkja Braziliu. Fonseca var kos- inn forseti; en honum gazt ekki að þvi að verða að fylgja lögum og vilja löggjafarþingsins. Hann hafði ætlazt. til, að fá kosið þing, sem fylgdi hon- um blint; en þingið ætlaðist til að | stjórnin fylgdi þinginu. Fonseca tók ! að neita lögum þingsins staðfestingar, t. d. lögum, sem þingið setti um það, að enginn gæti samtímis haft á hendi embætti eða sýslun í þjónustu einstaks ríkis og sambandsveldisins jafnframt. Þetta vóru in þörfustu lög og alveg samkvæin því sem á sér stað t. d. í Bandaríkjunum norðr og Canada. Venja sú, sem á komst fyrst undir stjórn Fonseca, var afkáraleg og sið- spillandi. Þannig var einn afráðgjöf- um hans jafnframt ríkisstjóri í einu ríkinu; ríkisstjórar í öðrum ríkjum vóru þingmenn á bandaþinginu; einn ríkisstjóri var ríkisþingmaðr á þingi annars ríkis en þess, sem hann var ríki'sstjúri í. Það vóru enda til dóm- arar, sem jafnframt hÖfðu umboðsleg embætti á hendi, en slíkt er in versta óhæfa og þolist nú ekki í neinu frjálsu landi. Einn bandaþingmaðr var jafn- framt sendiherra Bandaríkja Brazilíu hjá erlendri þjóð. Fonseea hafði lag á að gefa gæðingum sínum bitlinga, eugu siðr en stjórnin á íslandi. Það var því eigi að kynja að Fon- seca væri illa við, að bandaþingið skyldi samþykkja lög, sem bönnuðu þetta, og því neitaði hann að stað- festa lögin, og kvað þau koma í bága við stjórnarskrána. — Ámóta fór hon- um gagnvart ríkjunum í sambandinu. Hann skipaði og afeetti þar ríkisstjóra eftir vild sinni, þvert ofan í rétt rík- isbúa. Kvað svo ramt að þessu við ríkið Sao Paulo, að einn þingmaðr þess á bandaþingi sagði svo í ræðu: „Ef stjórnin vill ekki láta undan heil- brigðri skynsemi, þá verðr hún að láta undan vopna-valdi. Ef hún liætt- ir ekki að brjóta lög og rétt a Sao Paulo, þá getr það ríki á 5—6 mán- uðum boðið út 50,000 hermönnum til að verja frelsi sitt“. — Hvergi bar þó eins mjög á milli þinginu og foreeta, sem í fjármálum; gerðist Fonseca svo djarftækr til íjárins, að þingið fór að búa til mál á hendr honum. Þá sá Fonseea það alt í einu, að hann var eini maðrinn, sem var trúr sönnum þjóðveldishugmyndum, en að þingmenn vóru allir einvaldssinnar og landráða- menn; rauf hann þá þingið og lýsti sjálfan sig alræðismann einvaldan, „þar til tækist að kjósa þing, sem trútt væri frjálslegum þjóðvaldshug- inyndum". Rikið Riö Grande do Sul varð fyrst til að reisa þá uppreisnar- fánann og segja sig undan yfirráðum alræðismannsins. Fonseca lietir hald- ið með her á hendr uppreisnarmönn- um, og er óséð, hversu þar lýkr. En allir vinir saniiarlegs þjóðfrelsis rnega óska, að hann beri þar lægri hlut og fari fór slíka sem Balmaceda fór í Chili. Hann er uppreisnarmaðrinn mót lögum og rétti; „uppreisnar- mennirnir" eru forvígismenn frelsis og fóstrjarðar. ALÞÝÐUDÓMAR um blaðið „Öldin“. Og þar er nú út komin Öldin — það óinar um laufgræna storð: „Mér líkar að lesa’ hana á kvöldin, og læra’ hana gjörvalla orö fyrir orö“. En hvað segir ágætis Öldin? Þar eru mörg litfógur blóm; hún hyggur þeir helzt missi völdin, sem liáuga við kyrkjunnar páfadóm. En heyrðu nú, ágætis Öldin, ef öndvegi hugsarðu’ að ná, þitt líf er, þér liðsinni fjöldinn, } hinn lang-mesti kraftur er fólkinu hjá. j Og það vonar ágætis Öldin, um ókomna, lagvinna tíð hún skemt geti skötnum á kvöldin og skýrt margt, svo leiðbeini vest* frónskum lýð. J. K.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.