Öldin - 25.11.1891, Blaðsíða 3

Öldin - 25.11.1891, Blaðsíða 3
verið talinn einna bezt heima í bæj- armálum af öllum bæjarfulltrúunum, einkar-samvizkusamr og vandaðr maðr, jafnt í þeirri stöðu sem hvervetna í öllum viðskiftum. Og eftir hverju ætti frekar að dæma hæfileika manns til að vera bæjarstjóri, heldr en eftir framkomu hans áðr sein bæjarfulltrúa 1 Og um það munu flestir ljúka upp einuin munni, að Mr. Taylor só einna nýtasti, samvizkusamasti og vandaðasti bæjarfulltrúi, sem Winni- peg hefir haft. Næst bæjarstjóra-kosningunni varð- ar oss landa hér í bæ einna mest um kosning bæjarfulltrúa í 3. og 4. kjör- dæmi, því að þar búa fiestir af oss. — í 3. kjördæmi mælurn vér á öðrum stað í blaðinu með Dr. Dalgleish, af ástæðum, sem þar eru teknar fram. í 4. kjördæmi hafa enskir menn til- nefnt Mr. Árna Friðriksson kaupmann. Hann er sá Islendingr hér í bæ, sem einna bezt hefir látið að komast upp af engum efnum til sjálfstæðrar stöðu og ná áliti meðal hérlendra manna jafnt sem landa sinna; hann er þekktr að dugnaði og hagsýni fyrir sjálfan sig, og má vænta inna sömu kosta af honum ef hann tekr að sér starf fyr- ir aðra; alkunnr er liann að ráðvendni í viðskiftum sem kaupmaðr og mundi eins verða það með bæjarins fjárhag. Loks er hann landi vor, og það er í fyrsta sinni sem íslendingr er í kjöri ’í nokkra trúnaðarstöðu í þessum bæ, þar sem meira en 10. hver maðr er 'íslenzkr, og væri meira en meðal- skömm að veita honum eigi alt það fylgi, sem vér erum um megnugir. Bæði Mr. Dalgleish og Mr. Friðrik- son eru líberalir í pólitík, en Mr. Taylor konservatív. Vér álítum það þessu máli óviðkomandi um þá alla. Öldin álítr að þeir ættu allir að ná kosningu. Mr. Friðriksson er Lögbergingr; en það kemr ekkert bæjarstjórn við. Hér er eitt af þeim málum, þar sem vér „Öldungar", „Kringhmgar" og „Lögbergingar'1 eigum að geta tekið saman höndum um, og komið fram í sem Winnipegingar og íslendingar að eins. FRÁ LESBORÐINU. Ríkja-löggjöf í Bandaríhjunum 1891. Mr. Wm. B. Shaw, bókvörðr ríkis- bókasafnsins í Albany, N. Y., hefir í Nóvember-heftinu af Reviev op Reviews gefið yfirlit yfir nokkur lielztu atriði af því sem leitt heíir verið í lög í einstökum ríkjum Bandaríkjanna þ. á. Á þessu ári hafa löggjafarþingin komið saman í öllum ríkjum og fylkj- urn (territories) Bandaríkjanna, nema í ríkinu Iowa og fylkinu Utah. í þeim kemr þing að eins saman ann- aðhvort ár og það á þeim árum, er ártalið endar á jafna tölu. Uppfbæðsla. Þetta ár hafa ýmis þau ríki, sem heldr stóðu öðrum á baki í þessu efni, reynt að bæta og auka barnakenslu sína og alþýðukenslu, einluim með því að hækka kröfurnar til kennar- anna, eins í fámennum og afskektum héruðum. Missouri og West Virginia hafit bætt og aukið kennaraskóla sína. Arkansas og North Carolina hafa nú með lögum gert svörtum mönnum og hvítum jafnt undir höfði með aðgang og öll þægindi .við kennaraskóla sína. Delaware hefir lögieitt að leggja öll- um skólabðrnum til ókeypis kenslu- bækr. Missouri, Texas og West Virg- inia láta skólastjórn ríkisins og Nebr- aska og New Mexico láta skólastjórn- ir héraðanna sjá um ódýr kaup á skólabókum. Idaho og Suðr-Dakota skylda börn á skólaaldri til að sækja sltóla; en gallar þykja talsverðir á á- kvörðun þessara laga um framkvæmd- ina. New Mexico (fylki) skyldar börn til skólasóknar, en þau lög hljóta að verða dauðr bókstafr, af því að það liefir gleymzt að ákveða aldrstakmark barnanna. í Wisconsin hafa Bennett- lögin, sem lögðu prívat-skóla undir ríkisumsjón, verið numin úr lögum, en önnur lög samþykt áþekk því sem á sér stað í fiestum öðrum ríkjum. Skólaaldrirm er þar ákveðinn frá 7 til 13 ára. Massachusetts hefir hækkað skólaaldrinn til lö ára í borgum þar sem iðnaðarkenslu er kostr. Yngstu ríkin hafa öll samþykt góð skólalög. — Auk þess hefir æðri kenslu verið sint æ meir og meir in síðari árin nálega í öllum ríkjunum. Þ. á. liafa flest miðríkin og vestrríkin eflt og aukið hjá sérríkisháskólana. Californía hefir stofnað héraðsskóla fyrir alþýðu til æðri menntunar. Ný-Englands-rík- in hafa veitt ríkulega fé ýmsum aka- demíum. Akryrkju- og náma-skólar eru nú kostaðir af almannafé í flestum ríkjum. Massachusetts og New Hamp- shire ganga á undan öðruin ríkjum í að styðja almenn bókasöfn. Fatækbamal og iijúkbunastofnanib. í Colorado, Wyoming og Oregon eru stofnaðar ríkis-nefndir til að hafa yfirstjórn og eftirlit fátækramála. Wis- consin hefir í ár sett nýja nefnd í stað innar eldri, er eftirlit hafði með fátækra og fangelsis-málum. Michigan hefir skipað skólanefnd til að líta eftir fræðslu munaðarlausra barna og fræðslu blindra og daufdumbra. Maine, Tenn- essee, AVisconsin og Wyoming hafa komið á fót munaðarleysingja-stofnun- um. Alabama hefir stofnað frískóla, þar sem börnum og afkomendum her- manna, er þátt tóku í þrælastríðinu á suðrríkja hlið, skuIí kendar þarfar atvinnugreinir. Alabama hefir og í ár stofnað skóla fyrir daufdumba sverfc- ingja. Norðr-Dakóta lögleiddi skyldu- kennslu fyrir alla heyrnarlausa frá 7 til 20 ára aldrs. Pennsylvanía hefir komið upp nýjum spítala fyrir vitfirr- inga. New York hefir létt framfæris- skyldu fátækra vitfirringa af sveitun- um og lagt hana á ríkið. Nebraska leggr og allan slíkan kostnað á ríkið. North Carolina sendir drykkfelda menVi, sem eigi geta séð fyrir sér sjálfir, á geðveikra-spítala. Glæpa-löggjöf. Arkansas og Texas hafa lagt þung- ar sektir við nauta-ati og þvílíkum „skemtunum". Albama lögbannar hana- at; Missouri bannar veð-slagsmál á veitingahúsum og N. Carolina og Cali- fornia gáfu út lög gegn fiárhættuspil- um (gambling). Minnesota, Oregon og Suðr-Dakota hafa hert skírlífis-lög sín. Colorado hefir færtj aldrstakmark það upp til 16 ára, er glæplaust sé að eiga samræði við stúlku með sjálfrar henn- ar samþykki, en í AVyoming er aldrs- takmark þetta flutt upp til 18 ára,— Pennsylvanía hefír gert það rétta skilnaðarsök hjóna, ef annað verðr sekt um fólsun eðr annan svívirðilegan glæp. V í nsölu-löggjöf. Maine hefir árið sem leið enn liert á vínsölubannslögum sínum á ýmsan hátt. Meðal annars eru drykkjumenn og menn, sem fást við ólöglega vín- sölu, réttrækir úr kviðdómi.—Georgía hefir lögbannað allá vínsölu í ríkinu nær en 3 mílur frá nokkru skólahúsi, og verðr það, eftir því sem til hagar í ríkinu, sama sem algert vínsölu- bann í öllum sveilum. Arkansas hefir lögleit.t, að hvert e.\'press-félag, sem flytr vínsending „C. 0. D.“ (o: og inn- kallar borgun við afhendingu) skuli á- lítast umboðssali á víni. Pennsylvanía hefir hækkað árgjald fyrir leyfisbréf til vínveitinga í stórborgunum úr $500 upp í $1000,—California, Illinois, Miss- ouri, Tennessee og AVyoming hafa lagt hegning við að selja ófulltíða ung- lingum vínföng. Alabama, California og N. Carolina hafa, að dæmi svo margra annara af Bandaríkjunum, gert það að skyldu, að veita í öllum skólum, sem kostaðir eru af almanna-fé, fræðslu um eðli áfengra drykkja og deyfi-lyfja og áhrif þeirra á líkama manns. — Massachusetts hefir breytt lögum sín- um um fyrirbygging drykkjuskapar þannig, að öllum sektum, eftir þeim lögum, er breytt í fangelsi, og liggr því nú fangelsishegning undantekn- ingarlaust við öllum brotum gegn þeim lögum. Verkmannalöggjöf. I Illinois og Rhode Island er það nú lögskylda að borga verkmönnum kaup sitt vikulega, og járnbrautafé- lög ekki undantekin eins og í New York. I California má borga vikulega eða mánaðarlega; í Indiana og Oliio liálfsmánaðarlega að minsta kosti; í Missouri og AVyoming var sama í lög leitt, en nær að eins til námamanna. í New Jersey er bannað að halda nokkru eftir af launum verkmanna sem tillagi til hjálparsjóða fyrir sjálfa þá. Illinois, AVashington og Pennsyl- vania gera kaup-grelðslu í vörum eða vöru-ávísunum, eða nokkru öðru en peningum, ógilda að lögum. — I Nebr- aska er vinuutími lögbnndinn 8 klst. við alla vinnu, nema fyrir heimilis- hjú og kaupafólk í sveit. California liefir sett á stofn gjörðarnefndir, til að skera úr ágreiningsmálum verkmanna og verkveitenda. Jarnbiiautir. Alabama. Arkansas, Tennessea og Texas hafa samþykt áþekk lög því sem Louisiana samþykti í fyrra, um „sér- staka vagna“. Er þar járnbr.félögum gert að skyldu að hafa „sérstaka, en jafngóðá“ vagna til handa hvítum og svörtum farþegum. Kosningalög. Það hefir in síðari ár verið mik- ill áhugi á því víða í Bandaríkjun- um, að lögleiða heimullegar kosningar („áströlsku" aðférðina, sem svo er nefnd) í stað þess að hver kjósandi greiði atkvæði annaðhvort upphátt eða á annan þann hátt, sem auðið var að hafa eftirlit með. Þykir það lögbót mikil, með því að nú sé eigi auðið að komast að atkvæðagreiðslu neins manns, og því hæpið mjög fyrir inenn að kaupa atkvæði eðr hræða menn til atkvæða, þegar eigi er auðið að hafa eftirlit með kjósandanum. 30 ríki hafa nú lögleitt þessa aðferð, og 3 ríki að auki gert ófullkomna tilraun í þá átt. FRÁ LÖNDUM VORUM. — Seattle, Wahs., Nóv. 15.: Ekki er það rétt, sem Öldin segir, að þeir Elis Thorvaldsson og Bergvin Jónsson sé að „selja út“ og fara úr bænum. Bergvin hefir keypt E. Th. út og heldr áfram verzluninni. Ekki heldr „flýja“ nú margir ísl. héðan. Það fer maðr og maðr á stangli, sumir vestr og aðrir út á járnbrautir eða í smábæi hér í kring, en margir af þeim koma aftr. Ég sé lieldr ekki neina ástæðu til fyrir íslendinga að fiýja héðan sérstaklega. Atvinna hér er víst fullt eins mikil og vel borguð, eins og á þeim stöðum, sem þeir eru að flýja til. Og þótt atvinna sé auð- ; vitað ekki eins mikil eins og 2 und- anfarin ár, þá er húu þó mikil, og | allir, sem nokkuð þekkja til, segja að hér muni verða góðir tímar eflir eitt ár. Sumir landar hér hafa keypt land- spildur, frá 10 til 25 ekrur, og ætla að flytja á þær og ryðja skóginn þegar þeir hafa ekki vinnu í bænum. Og það þarf peninga til að kaupa land hér, $10 til $15 ekruna. Skyldu þeir hafa komið með þá að austan*? Y fir höfuð hygg ég ísl. daglauna- mönnum hér á Kyrrahafs-ströndinni líði fult eins vel og ísl. daglauna- mönnum eystra. [Það mun gleðja marga hér að heyra um vellíðun daglaunamannanna í Seattle. Þeir sem hingað hafa kom- ið að vestan, ekki landar fremr en aðrir, bæði Skandínafar og enskir menn, hafa látið illa af atvinnubresti þar eft- ir að „boomið" hætti. Og Knights of Labour hafa einmitt nýlega verið að aðvara verkamenn í blöðunum um, að flytja ekki til Seattle. Það var því von að menn legðu trúnað á þetta. Ritsíj. ]. WINNIPEG. — f 18. þ. m. andaðist liér í bæn- um Mrs. Margrét Jóhannesdóttir, kona Mr. Björns Klemenssonar, 27 ára göm- ul. Hún var sullaveik og liafði verið skorið eða stungið á henni fyrir 1—2 dögum. — Umtalsefni fí. Pétrssonar verðr á sunnudaginn : ið ávaxtarlausa fíkju- tré (samkoman fórst fyrir síðast). — E. Öiilen, er fyr var hér á inn- flutningahúsi Dominion stjórnarinnar, kom hingað um helgina frá Svíþjóð. Mun vera að leita sér atvinnu. — Jón Ólafsson, ritstj. þessa blaðs, hætti að vinnafyrir Calgary-Edmonton og Qu’Appelle, Long Lake & Saskat- chewan járnbrautirnar 1. þ. m. Inn- flutningar orðnir svo litlir nú undir vetrinn, að þar var ekkert meira að gera í vetr. — Tímatöflu N. P. járnbr. milli AVinnipeg og Portage-la-Prairie er breytt síðan í fyrra dag. Lestin fer nú kl. 7.45 árd. frá AATpg., kemr til P.l.Pr. kl. 11 árd.; fer þaðan aftr kl. 11.55 árd., og kemr aftr til AVpg. kl. 2.55 síðd. — Póstflutringb með N. P. braut- inni byrjar þriðjud. í næstu viku (1. Dec.) daglega milli VV’pg. og Bandaríkjanna, enSdagaíviku milli Wpg. og Brandon (og stöðvanna þar á milli). — Hveiti heldr fallandi hér í fylki, 69—71 cts. fyrir Nr. 2 hard; 50 og 40 cts. fyrir Nr. 1 og Nr. 2 „regular" (þ. e. frosið). Lækkunin stafar af því, að flutningskaup hækkar er vötnin leggr, og hefði orðið meiri, efeigi hefðihækk- að heldr verð í Englandi. — Gefin í hjónaband: 17. þ. m. (af sr. Jönasi Jóhannssyni): Þorleifr Jónsson og Sezelja Jónsdóttir, — 22. þ. m. (af sr. Jóni Bjarnas.): Jón Skanderbeg (frá Dakota) og Sigríðr Bjarnadóttir. — „Menningaefjelagið" í Winnipeg samþykti lög sín og kaus sér stjórn20, þ. m. Inngangseyrir 25 cts.; ársfjórð- ungsgjald 15 cts. og 25 cts., (eftir því hvort félagsm. vill hafa aðgang að ísb bókum fél. að eins eða öllum bókum þess). — Guðrún Evjólfsdóttir (fyr á 157 Jemima Str. ?) á bréf hjá ritstj. þ. bl. — 19. Dec. kl. 8 síðd. verðr á fél.- húsinu rafflað um Organ, til inntektar Mrs. AVTalter. Bílæti á 50 cts. í ísl. búð- unum. Vér leggjum beztu meðmæli vor með. — Dr. Dalgleish er kunnr sem greindr, mentaðr og lieiðarlegr maðr* Hann hefir mikinn áhuga á bæjar- *) Eru þá löndin borguð upp í topp, eða keypt að nokkru eða miklu leyti „upp á krít?“ Ritstj.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.