Öldin - 02.12.1891, Qupperneq 1

Öldin - 02.12.1891, Qupperneq 1
ÖLDIK, an Ieelandic Weekly Record of Current Events md Contemporary Thought. Suhscr. Price $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. O L.D I N Advertising Rates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 535, Winnipeg, Man. |t 9. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 2. DESEMBER. |89|. A tlm <T1 ð 1 Vér f)iöiuni alla-sem jCI. Lil ■ senda oss p^stávís- anir (Money Orders), að stýla þær til ,,Olafsscm <ý Co.“ — ekki J. Ólafsson & Co., né Jón Ólafsson né Magnús Pétrsson,—því að þá getr svo farið að vér fáum þær ekki útborgaðar og verð- um að endrsenda þær. Póstávísanir fást- nl. ekki útborgaðar nema kvittað sé með s a m a nafni, sem þær eru stýlaðar á, en vér kvittum alt af und- ir nafninu „Olafsson & Co.“, því að vér getuni ekki vitað, ef ávísunin skyldi vera stýluð á annað nafn; mót- takandi sér nl. aldrei frumávísunina. OLAFSSON CO. 8ÖT Að öllu forfallalausu hefir ritstj. Jón Olafsson í huga að skreppa suðr til Dakota um 15. þ. m. og halda þar „Fyrirlestr“ á nokkrum stöðum. N ánari auglýsing i næsta blaði. 8®" 'Séra M. Skaftason er ekki útsölumaðrað „Únítara Katekismus“. TVÖ KVÆÐI. Eftir Steplian G. Stephanson. FYRSTI SNJÓR. l>ú skrera, lireina, mjúka mjöll, sem málar samlitt dali’ og fjöll; og leiðin dauðra’ og líflð ivlýtt þú litar allt eins — hvítt. Þú hjúpar brattra hjarga skaut og bevgist o’ní minnstu laut og hleðst á veikan viðar-tein og vefst um skógar-grein. Þvi felur haustsins fallna ná og fellur vetrar laukinn á og breiðir kalda klæðið þitt á kofa-þakið mitt. Eins langt og augna-sjón mín sér þinn saumlaus hjúpur þaninu er, uns flóka-loftið fellir af þitt fanna hvíta traf. Þú komst að ofan ógnar hátt, og yfir dílótt hauðrið lágt þú hvelfir helgum hreinleiks-skjöld, svo lieið, en grimmdar köld. Þú móður jörðu flúðir frá í frosti’ um rnorgun, gufa blá; þú snérir heirn eitt 'hríðar-kvöld, svo lirein, en grimmdar-köld. IIVÍTA S UNNA. Hann yflr lionum ensku les og alltaf segir landinn „yes“. Hans kona’ um skrá-grat skrækir inn: ,,Æ, skilurðu nokkuð, gói minn ?“ F R É T T I lt. ÓTLÖND. — England. Gladstone hélt ræðu a laugardaginn, og komst meðal ann- ars svo að orði, að nú væri það mik- ill léttir fyrir frjálslynda flokkinn, að þeir ættu nú eftirleiðis að eins við einn mótstöðuflokk að berjast, aftrhalds- flokkinn (Troy-fl.); ríkisheildar-flokkr- inn (Unionists) væri nvi horflnn úr sög- unni og runninn saman við aftrhalds- flokkinn. Það mætti þakka lireinskilni Hartingtons, að á þessu væri nvi ekki lengr neinn vafi. — Alls einu þingmannsefni hafa aftrhaldsmenn komið að nýlega við auka-kosningar í Englandi; en það var í kjördæmi, sem heyrði þeim til áðr. — Gladstones-liðar-fullyrða nú, að við almennu kosningarnar, sem í hönd fara nú bráðum, muni Parnells-flokkr- inn ekki koma að þingmönnum í meira en 4 kjördæmum á Irlandi. — Bismarck hnignar nú mjög að heilsu. Ekki segist hann framar taka að sér ráðgjafa-störf, þótt á sig yrði skorað. Til þess hafi hann enga heilsu framar. Hann kveðst, meir að segja, ekki ætla að mæta á þingi í vetr, nema því meira á liggi. — í Sínlandi hefir um tíma verið uppreisn eðr óeirðir og hefir tilefni þeirra verið trúar-ofstæki og ofsókna- fýsn gegn trúboðunum kristnu og þeim Sínverjum, er hafa snúast látið. Stjórn- in liefir reynt að bæla óeirðirnar niðr, og sendi 4000 lvermenn gegn uppreisn- armönnum, en stjórnarliðið beið ósigr. Grimd og villidýraháttr uppreistar- manna hefir keyrt vvr hófi fram. Hafa þeir pyndað menn til dauða, skorið tungu vvr prestum lifandi, opnað svo búkinn og dregið vvt innyflin. Er það engu líkara en aðíerð kristinnar kyrkju á miðöldunum við „villumenn". Börn liafa þeir brytjað í spað og steikt við eld. Nunnur drógu þeir úr klaustrum, nauðguðu þeim fyrst og lömdu þær svo í hel. — Frá Tien-stin (hafnarbæn- um austr af Peking) hefir verið sent hjálparlið, 0000 manns, til höfuðborg- arinnar, því að gegn henni kváðu upp- reistarmenn nú halda. Inn mesti voði þykir búinn norðrálfumönnum í Sín- landi, því að stjórnin virðist magu- laus, ef eigi viljalítil, til að vernda þá. BANDARÍKIN. — Jarnbkautab-ran eru að tíðkast í meira lagi í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu var vagnlest rænd milli Chic- ago og Milwaukee, og í gær var ákaf- lega djarft rán framið á vagnlest skammt frá St. Louis. — Bandaríkin hafa gert verzlunar- samning við Hawaii, þannig, að'full- komin verzlunareining verðr með þeim. Tekjur Hawaii af tollum af vörum að- fluttum frá Bandar., liafa undanfarin ár nuinið um $40,000. Þessar tekjur missa eyjarnar, en þeim bætist það upp við það, að þær sleppa við allan toll af sykri því, sem þær selja til Bandar. Apache-Indíanabnir í Arizona eru i vígamóði; hafa drepið nokkra livíta menn. Herflokkr lítill hefir verið sendr gegn þeim. CANADA. — Sir Alex. Campell, fylkisstjóri í Ontario, hefir fengið niðrfallssýki, er alveg máttvana orðinn í öllum niðr- kroppnum. Hálft í hvoru viðbúið að hann megi til að segja bráðum af sér. En ráðgjafar hans hafa beðið liann að gera það eigi að svo stöddu, því að hann er mjög vel látinn. Ef hans missir við bráðlega, er búizt við að Carling, sem nú er sam- bands-ráðherra akryrkju og innflutn- ingamála, muni verða fylkisstjóri í Ontario, og láta báðir flokkar hér í Canada sem þeir fagni því, með því að hann þykir vita-ónýtr ráðgjafi og flokkr hans mundi verða feginn að losna við hann. . — Rannsóknar-nefndin í máli Mer- cier-stjórnarinnar hefir tilkynt fvlkis- stjóra Angers, að hún muni geta sent honum skýrslu sína 10. þ. m. Það er fullyrt nú fastlega af ýmsum, er þykj- ast vita, livað þeir eru að fara með, að nefndin hafi komizt að þeirri niðrstöðu að stjórnin sé sýkn saka, Orð leikr og á því, að Angers muni ætla að leggja niðr véldin, af því að nefndin vilji sýkna ráðgjafa hans; en flokksmenn hans (con- servatives) neita því. — Royal, fylkisstjöri í K-V.-fylkj- unum, hefir stefnt saman þingi fylkj- anna 10. þ. m. ÖLDIN. Oldin á nú ekki nema mánuð eftir af fyrsta ársfjórðungi sínurn. Hvern- ig hefir lienni byrjað þessa stund> sem af er? Vér trúum ekki á laun- kofa-pukr, og leggjum því ekki minnstu dulur á að lofa öllum að vita, nákvæm- lega eins og er, hvernig oss gengr. Vér mundum fyrirverða oss fyrir, að lýsa hátíðlega yfir því, að vér hefð- um „yfir þúsund bona fide áskrif- endr“, og verða svo sjálfir að sýna svart á livítu eftir árið, að ekki nema svo sem 4—500 heíðu borgað blaðið. Vér köllurn ekki þá menn „b o n a fide áskrifendr", sem aldrei borga blað- ið. Vitaskuld sendum vér vikulega út svo hundruðum skiftir númer af blað- inu til sýnis, en ekki langa hríð sömu mönnum, nema þeir k a u p i blað- ið. Og vér teljum ekki slík útsend nr. með, er vér skýrum frá kaupenda- tölu blaðs vort. Eti vitaskuld teljum vér þau með, er vér gefum auglýsend- um nákvæmaskýrsluum útbreiðslu blaðsins, enda fá þeir, er þeir óska, staðfest vottorð frá þeim, sem Öldin er prentuð lijá, um ujipiag hvers einasta tölublaðs hennar. Virkileg kaupendatala blaðs vors er nú í dag 1. Þec. þannig: í Winnipeg ,...98 - West Selkirk ...12 - Kýja íslandi ...35 - Argyle-nýlendu ...25 - Annarsst. í Manitoba 19 Alls í Manitoba 189 í Assiniboia - Alberta - British Columbia... ,...10 Alls í K. W. fyikj. 44 1 Ontario . 3 Alls í Canada í North Dakota .. 93 - Minnesota - Utah - Washington .. 14 Annarsst. í Bandar. . .. 15 Alls í Bandaríkjunum.... 106 A íslandi..................... 21 Annarstaðar í Korðrálfu ........ 4 Alls í Bandaríkjunum.... 106 A íslandi..................... 21 Annarstaðar í Korðrálfu ........ 4 Kaupendr alls... 427 I þessari títlu eru moðtalin skifti- j blöð (til annara blaða—alls 20), en ek ki fríblöð til auglýsenda né heldr blöð, sem send eru út frítt til sýnis. Þetta er, eftir 8 vikur, meiri tala borgandi kaupenda, en nokkurt annað ísl. blað hér hefir náð á öllu fyrsta ári sínu. Að því leyti er þetta svo efnilegt og gleðilegt, sem vér getum frekast eftir vænzt, og líf og áframhald blaðs- ins ætti að vera trvgt nú að öllu skap- legu. En hins vegar liefir fjöldi kaupenda vorra að eins borgað blaðið um einn ársQóröung, sjálfsagt meðfram fyrir það, að þeir hafa lagt trúnað á það sem nokkrir Öldinni miðr velviljaðir menn liafa skrifað út um allar nýlendur og prédikað rækilega á bak við oss, að það kæmi aldrei út nema fáein nr. af Öldinni, og því væri ekki leggjandi á hættu að borga lieilan árgang af henni. Vitaskuld nægir þetta, sem inn kemr fyrir blaðið, til að borga pappír og prentkostnað þess, og það verðr að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. En eins og hver getr reiknað út, er það sem af- gangs verðr, lítið til að fæða og klæða þá sem vinna aðblaðinu. Auglýsinga- tekjur blaðsins eru litlar enn, sem nærri má geta. Vér teljum víst að þeir sem unna „Öldinni", vilji gjarnan vita, að þeir sem að lienni vinna þurfi hvorki að svelta né frjósa. Og því vonumst vér svo góðs til kaupenda vorra, að þeir liðsinni „Öldinni" með þrennu móti: 1. að þeir, sem eigi hafa borgað nema fyrir 3 eða 6 mánuði, borgi fyrir nýjárið fyrir allan árganginn; blaðið verðr þeim líka sjálfum ódýrara með því móti. 2. að þeir reyni að fá aðra, sem enn liafa eigi keypt blaðið, til að kaupa það. 3. að þeir, sem eiga hægt með, út- vegi „Öldinni" auglýsingar. Vér skul- um senda hverjum, sem hjálpar oss í því efni, eyðublöð undir auglýsinga- samninga, og gefa þeim prósentur af auglýsinga-borguninni. Og það skal ekkert mínka lesmálið í blaðinu fyrir það; því að vér getum bætt það upp með aukablöðum, ef oss bætast auglýs- ingar að mun. Ef kaupendr vorir hlynna vel að blaðinu með þessu móti, vonum vér að oss takist að geta stækkað blaðið. Það hafa ýmsir talað um, að „Öld- in væri smávaxin, en letrmergðin á henni er miklu meiri en pappírsstærð- in bendir á. En löngun höfum vér til að stækka hana, og ef kaupendr vorir að eins verða oss hjálplegir með að | auka útbreiðslu hennar, ætti það að geta tekizt jafnvel á þessu ári. Vér skulum geta þess, aðvérgetum látið alla fá blaðið frá uxophafi; en ann- ars getr hver fengið þaðfráþeim tíma, sem hann vill. Allir kaupendr vorir, sem nu eru eða verða orðnir fyrir nýjár, og hafa borgað oss h e i 1 a n árgang, skulu fá ó- keypis frá „Öldinni" dálitla hátíðagjöf, sem nokkurt verð er í. Utijefendrnir. EFTIRSKRIFT. Rétt í því vér lokum blaðinu sja- um vér tilnefningarnar til bæjarstjórn- ar, sem fóru fram í dag. — Til bæjar- stjóra (Mayor) vóru þeir tilnefpdir: Taylor og Macdonald. — Til bæjarfull- trúa í 3. kjördæmi: Dr. Dalgleish, G. H. West, J. Fletcher og Josuah Call- way. Sá síðastnefndi ætti ekkertatkv. að fa. — í 4. kjörd.: James Penrose og R. AV. Jamesson. Arni Friðriksson var ekki tilnefndr! — 1 4. kjördæmi leit- ar J. Callaway kosningar sem skóla- nefndarmaðr á móti P. C. Mclntyre I Vonandi Mr. McJntyre fái hvert ein- ; asta íslenzkt atkv. þar. Sé það land- I hreinsun að losna við Mr. Callaway úr bæjarsijórn, væri það ósvinna að fá h a n n í skólanefnd. «

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.