Öldin - 02.12.1891, Blaðsíða 2

Öldin - 02.12.1891, Blaðsíða 2
ÖLDIN gefin út hvern Miðvikudag að 17 McMicken Str. (12th Str. 8.] af OLAFSSON & CO- (H. Olafsson. M. Pbtbkson.) Kitstjóri og ráðsmaðr (EDITOR 4 BUSIN'ESS MANAQBB) ! Jón Ólafsson ÖLDIN kostar: 1 ár $ 1,50; 6 mán $0,80; 3 mán. $0,50. Borgist fyrirfram. Á íslandi kostar árg. 4 kr. Auglýsinga-verð: 1 þuml. dálks- lengdar eitt sinn $0,25; 1 þmml. 1 mán $1,00; 3 mán. $2,50; 6 mán. $4,50; 13 mánmði $8,00. Sendið peninga í registreruðm bréfi, póstávísun (P. O. Money Order) eða Express Co. ávísmn eða ávísun á banka í Winnipeg (ekki á utanbæjarbanka). Öll bréf og borganir sendist til: Olafsson <$■ Co.--P. O. Box 535. Winnipeg, Man. Svikamylna. Þegar menn greinir á um mál, eru jafnan nokkrir þeir menn, sem ekki nenna eða hafa tæki á, að setja sig sjálfir inn í mál það sem um er rætt, en slá sér á að halda fram öðrum hvorum málstaðnum, án þess að ómaka sig með sjálfstæða skoðun. Þessir menn fara eftir ýmsu : stundum eftir því, hver segir þetta eða hitt, en ekki eftir því, hvað það er, sem fram er haldið; stund- um líta menn á það, hve margir haldi fram þessum eða hinum mál- stað. , Ef maðr er að hei'ja fram mál, og er svo óheppinn að vera aleinn á bandi, án þess að nokkur einn einasti hugsandi og skynherandi maðr só manni samdóma, þá liggr auð- vitað ekki í því í sjálfu sér nein óræk sönnun þess, að maðrinn hafi rangt. Það er hugsanlegt, að hann einn sé með fullu viti og þekkingu svo langt á undan samtíð sinni, að enginn skilji hann. Þetta er hugs- anlegt, ef um ákaflega nýstárlegt og torskilið, lítt rannsakað efni er að ræða. Sé um auðskilið og alment mál að gera, sem ekki þarf nema heilbrigða skynsemi til að skilja, þá eru líkurnar einmitt fyrir því, að sá sem er alveg einn á handi og fær upp á móti sér alla, sem málið rannsaka,— hann hafi rangt fyrir sér. Ef nú slíkr maðr fer að rita greinar undir annara nafni, þar sem hann er að lýsa yfir, að þessir menn sé sér samdóma, og gefi hann þetta út í dularbúningi, þá er þetta fals við almenning; það er tilraun til að blekkja menn með því, að láta líta svo út, sem hér só ýmsir menn á sama máii, svo almenningr fari að hugsa, að hér sé þó ef til vill dálítið í, af því að ýmsum sýnist hér eins. En allir þessir ýmsu eru í rauninni einn niaði' að eins, sem skrifar undii' ýmsum nöfnum. Hr. Eiríkr Magnússon er einmitt að leika þennan skollaleik við les- endr Heimskringlu. Hann skrifar (11. Nóv.) undir nafni ritstjórnar Heimskringlu, og lýsir yfir því, að hún ,,viti ekki betr, en að allir in- ir vitrari menn, að minsta kosti hér vestra“, hafi alla tíð álitið að hr. E. M. hefði rétt að mæla. Þetta eru nú svo hraparleg ósannindi, að þvert á móti hefir hingað til ekki einn einasti maðr, sem skyn hefir bqrið á málið og kynt sér það, kom- ið fram og verið samdóma hr. E. M. En aðferðin, þessi, að reyna að styðja vonlausan málstað með því að „bera falskan vitn-sburð“ undir fölsku nafni, hún er þess eðlis, að hún mætti opna augun á jafnvel blindum mönnum. Hvaða málstaðr getr það verið, sem svona þarf að fram fylgja ] Vér tókum ,,ritstjórn“ (?!) Heims- ki'inglu alvarlega í það sinn, og svör- uðum í litlu auðskildu dæmi í næst- síðasta blaði (Öldin I, 7, 10. dálk), og skoruðum á ritstj. Hkr. að sýna fram á tjón landssjóðs í því dæmi. Ef ritstjórnin hefði sjálf skrifað það sem hún hafði látið koma út undir sínu nafni, þá var hún siðferðislega skyldug að svara. En hún skildi 'auðvitað ekkert 1 því, sem hún hafði látið koma út undir sínu nafni, og svo gat hún engu svarað, og mun til dómadags aldrei geta svarað neinu, sem vit er í, nema hún játi að hún hafi farið með bull. Nú er hr. E. M. að skrifa í Hkr. og undir nafni ritstjórnarinnar um háskóla á Islandi. Og undir þeim umræðum kemst hann aftr og aftr út í bankamálið. Hr. E. M. sér ekki mikla þörf á hæverskunni þegar hann getr ski'ifað undir ann- ara nafni; hann hikar því ekki við að tala um sjálfan sig sem vel kjör- inn háskólakennara; honum hefir að eins gleymzt að benda á, í hvaða fræðigrein, en hann er máske jafn- tækr á þær flestar. En það furðar líkl. engan, þótt hr. E. M. telji sjálfan sig full-boðlegan háskóla- kennara, úr því hann er ekki vand- ari að vali en svo að telja Bened. Gröndal. Og þá er heldr ekki kyn, þótt hann telji Bened. Sveinsson háskólakennara-efni. En þetta er ekki nema auka-atriði; aðalatriðið er það, að hr. E. M. er að sigla und- ir fölsku flaggi. Það er liann, en enginn maðr hér vestra, sem ritar þessar greinir í nafni ritstj. Heimskr. Og Heimskr. er svo vita saklaus af að skilja eitt orð af því sem hr. E. M. tyllir á klakkana hjá skepn- unni, að „i'itstjórnin“ (?!) geti' ekki einu sinni lesið handrit meistarans. — „Á þessum tíma varð löggjöfin það sem sumir kalla egstematiska löggjöf", segir skynlaus skepnan síð- ast. Hvaðamáler ,,egstematiskr“ (!!!) og hvað á það að þýðaí Meistar- inn hefir visaskuld skrifað „syste- matiski'“, en ritstjórn Hkr. hefir ekk- ert hugboð um, hver ræfillinn það sé, og les svo „egstematisk“ og heldr að þetta hljóti að vera helvíti lært og sláandi, fyrst hún skilr ekkert 1 því. Og þá er ekki von hún geti svar- að spurningum viðvíkjandi sínum eigin ritstjórnargreinum, þegar hún getr ekki einu sinni lesið þær. Um HÁ SKÓLA STOFN UN Á ÍSLANDI. Síðan ráðgefandi Alþingi var stofn- að á Islandi fyrir miðju þessarar ald- ar, hefir sífelt komið fram af hendi íslendinga ósk um, að koma á kenslu í landinu sjálfu fyrir embættismanna- efni sín, og þessari ósk hefir aldrei lint síðan, og mun, eftir hlutarans eðli, ekki linna fyr en hún verðr upp fylt. Pétr heitinn Pétrsson, síöar byskup, átti einna beztan þátt í að koma á fót prestaskólanum; síðar barðist Jón heitinn Hjaltalín landlæknir fyrir læknaskóla-stofhun, unz hún komst á fót. En sú kenslan, sem langbrýnust var þörfin á, lagakenslan, hefir átt örðugast uppdráttar. Orsök þessa mun fyrst framan af hafa verið eittlivert óljóst hugboð stjórnarinnar um, að innlend mentun fyrir lagamenn ís- lands mundi verða til þess að efla sjálfstseðisþrá landsmanna meir en stjórninni var um gefið. En eftir að ísland hefir með stjórnarskrá sinni fengið sjálfstætt löggjafarvald og lög- gjöf þess með hverju ári verðr æ sjálfotæðari og ólíkari löggjöf annara hluta ins danska rílcis, þá verðr nauð- synin æ brýnni. og mótspyrna stjórn- arinnar æ veikari. Það er all-títt, að það gengr milli tveggja flokka í stjórnmálum, eins og milli kaupanda og seljanda, að selj- andi fær ekki sanngjarnt verð, ef hann stingr upp á því; en ef hann fer fram á meira, og slær svo af aftr, þá fær hann sitt verð á endanum. Þetta er svo títt í samningamálnm, að það reynist oft bezti búhnykkr, að byrja á að heimta meira, en maðr vill fá. Hinum málsaðilanum blöskr- ar oft í svip, það sem fram á er farið, og þegar svo slegið er af, þá þykir honum það sanngjarnt, er honum áðr þótti fjarstætt. Lagaskólamálið er einn vottr þessa. Fyrst var ekki nærri því komandi við stjórnina: alt átti að vera til fyr- irstöðu; það átti að veikja réttar- einingu ríkisins. Með stjórnarskránni og löggjafarvaldi Alþingis fór réttar- einingin veg allrar veraldar. Hún sálaðist. Svo átti að vera oiuigsandi að gera lögfræðinga mentaða á ís- landi. En kennendr háskólans í Höfn í lögum lýstu sjálfir yfir því að ís- lenzka lagamentun gætu þeir eigi veitt. Svo fór mentunar-ástæðan. Nú var ekki eftir önnur mótbára en íjár- skortr. Hún dugði í harðærinu; en lengr ekki heldr. Nú hefir því jafnan verið svo varið, að stjórnin hefir haft stuðning meðal sinna konungkjörnu fulltrúa í flestu því sem hefir verið henni veru- legt kappsmál. Þó hafði hún aldrei eindregið fylgi þeirra móti lagaskól- anum. Pétr byskup gat ekki barizt móti lagaskóla eflir að liann hafði barizt fyrir prestaskóla. Sama var um Jón Hjaltalín landlækni. Barátta hans fyrir innlendri læknakennslu hlaut að knýja hann til fylgis við lagaskólann. 1881 kom Benedikt Sveinsson, gam- all flutuingsmaðr lagaskólamálsins, fram með frumvarp um stofnun há- skóla a íslandi. Sá sem þetta ritar var í nefndinni með honum það ár og fylgdi honum að máli. Keyndar var ekki snefill af háskóla í frum- varpinu nema lagakenslan, og nafn- ið háskóli. Annars var það bara lagaskóli með tveim kennurum, sem átti að stofna, og svo átti að nefna þennan skóla ásamt presta og lækna skólunum háskóla. Ekkert háskóla- ráð, engin sameiginleg mál milli deild- anna, önnur en nafnið. Og þetta gekk gegn um neðri deild, og var ó- útrætt í efri deild, en ekki felt. Næsta þing 1883 gekk frumvarpið í gegn um báðar þingdeildir, skólinn var bara nefndr landsskóli þa. Og það var eftirtektavert, að íif þeim þingmönnum, sem þetta ár mæltu a móti málinu, hafði varla neinn á móti lagakennslunni lengr. Það var bara nafnið, sem menn höíðu lielzt á móti. Þá vildu sumir láta sér nægja stofn- un lagaskóla. Stjórnin synjaði þessu frv. staðfestingar. Árið 1885 kemr svo lagaskóla- málið fram í efri deild. Menn kom- ast fljótt niðr á því að sleppa lands- skóla-nafninu og halda sér við laga- skólann — og af hverju? Af því að mönnum var umhugað um að koma á lagaskóla, og vildu ekki láta þá átyllu vera í vegi, sem draga kynni mega af nafninu. Enda sáu allir fullvel, að kæmist lagaskólinn á, þá var ávalt hægrinn hjá, að sam- eina presta, lækna og lagaskúlana í eina kennslustofnun með sameigin- legu nafni. Þetta var hyggilega ráð- ið. Menn eiga aldrei að slást um keisarans skegg, þegar menn geta á annan hátt auðveldlega fengið fram- gengt áhugamáluin sínum. Þetta viðrkendi Benedikt Sveinsson í verk- inu með því að fylgja málinu fram og berjast fyrir því í neðri deild. Og í þetta sinn var það núver- andi dómstjóri yfirréttarins, L. E. Sveinbjörnsson, sem var framsögu- maðr málsins, og allir þáverandi dóm- endr yfirréttarins, þar á meðal nú- verandi landshöfðingi, greiddu atkvæði með málinu. Þetta var í fyrsta sinn, síðan laga- skóla-málið var fyrst vakið, sem það haíði fengið fylgi allra dómenda yfir- réttarins. Og þetta er ákafiega þýðingarmik- ið í þessu máli: bæði það, að allir æðstu dómendr landsins, og því að vonum beztu lagamenn þess, játa, bæði með atkvæði sínu og auk þess með berum orðum í ræðum sínum þörf- ina á innlendri lagakenslu; og svo hitt, að fulltrúar stjórnarinnar á þingi (því að það eru inir konungkjörnu þing- menn) skuli snúast á móti stjórninni í málinu. Það er nefnilega óhugsandi að stjórnin haldi til lengdar fram skoð- un, sem engan stuðningsmann á lengr á þingi. Hver þingmaðr er auðvitað þingmaðr íslands, en sérstaklega þó fulltrúi sinna kjósenda, og stjórnin er kjósandi inna konungkjörnu manna. Og það er það siðferðislegt hryggbrot, sem engin stjórn fær lengi af borið, ef hún er svo einangruð í stórmáli, að hún getr ekki einu sinni fengið þá til að vera sér sammála, sem hún játar þó hæfasta til að vera fulltrúa sína. Þetta var líka orð og að sönun : liún að vísu synjar lögunum staðfest- ingar í þetta sinn, en hefir nú ekk- ert annað fyrir sig að bera en fjárskort. 1887 bar Jón Ólafeson málið fram á ný í efri deild; þá var nú ekki borginmannlegra hljóðið jafhvel i sum-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.