Öldin - 02.12.1891, Blaðsíða 3

Öldin - 02.12.1891, Blaðsíða 3
um þjóðkjörnum þingmönnum (Sigkv. Árn.) en svo, að til þess að fleyta mál- inu gegn um þingið, várð að setja þá ákvörðun í frv., að lögin kœmu þá fyrst til framkvæmdar, er alþingi veitti fé til þess á íjárlögunum. Þetta var samþykt í báðum deild- um, og nú liafði stjornin eigi aðra synj- unarátyllu, en að það væri óviðkunn- anlegt, að gefa út lögin áðr en féð væri veitt. P>að er enginn efi á því, að ef þingið lieldr áfram að samþykkja lög um lógaskóla og tímir að veitu féð undir eins, þá mun stjórnin tæplega synja þeim lögum staðfestingar framar. Hún á ósköp bágt með það úr þessu. Og eftir því sem landshöfð. hafa far- ið orð, t-. d. sérstakl. 1885, þá er það vafalaust, að hann mun ekki leggja móti slíku frv., heldr þvert á móti. En ef farið er að vekja liáskólann upp á ný, þá er stjórninni þar með gefin ný átvlla til synjunar, og málið sett í nýtt og óvænlegra horf. Og til hvers ? Alt fyrir nafn, tómt orð. Getr nokkrum blandazt hugr um það, að fáist lagaskóli nú, þá sé það tnun auðveldara að fá síðan þær þrjár kenslustofnanir í Rvík sameinaðar í eina heild með einhverju sameigin- legu nafni ? t>að er enginn skaði að ná því smáa fyrst, meðan örðugra er að ná því stærra. í öllum bænum: Drepi menn nú ekki lagaskólann með háskólanum! Hitt er vegr, að vita hvort ekki getr síðar lifnað háskóli út af laga- skólanum. Það var sú tíð, að það þurfti að vera að verja þörf á íslenzkri laga- kenslu, nauðsyn á íslenzkum laga- skóla. — Sú tíð er liðin. Enginn neit- ar lengr þörfinni. Menningar-félagið. Eins og getið var um í síðasta bl. hafa fáeinir íslendingar stofn- að hér félag, sem þeir hafa nefnt ,,Menningarfélag“. Ritstj. þessa hl. vrakti máls á því ofni í suniar einu sinni á opinberri samkomu, og tóku sig þá saman nokkrir menn um, að stofna félag eftir áskorun hans, til þess að efla fróðleik og þekking meðlimanna, og gefa þeim færi á að kynnast að nokkru þeim aðal- hugsunarstraumum, sem uppi eru í samtíð vorri. Þessum tilgangi vill félagið reyna að ná með því að kaupa dálítið af heztu tímaritum og öðrum mentandi ritum, sem félagsmenn geti átt kost á að lesa og kynna sér, og jafnframt með því að koma saman einu sinni í mánuði, til þess að eiga þar viðræður og skiftast á skoðunum, um það sem merkilegt hefir út komið og lesið venð. Auðvitað verða það að líkindum að meiri hluta ensk rit, sem koyjrt verða, einkum tímaritin, því að onsk tímarit eru einhver in beztu í heimi. * Þó er einnig heimilt að kaupa ment- andi og fræðandi rit á íslenzku og dansk-norsku. Og af því að sumir félagsmenn skilja eigi ensku enn til hlítar, en vilja þó gjarnan nota íslenzku bækrnar og eiga aðgang að málfundunum, þá er ger kostr á því þeim sem vilja, fyrir 25 cts. inngangseyri og 15 cts. ársfjórð- ungstillag; annars greiða félagsmenn 25 cts. í inngangséyri og 25 cts. í ársfjórðungstillög. Að þörf sé á slíkum félagsskap, getr naumlega mörgum blandazt hpgr um. Það er óhugsandi að nofkur maðr geti fylgt samtíð sinni í mentun, án þess að kynna sér það helzta, sem vitrustu menn heims- ins hugsa; og til þess er enginn vegr eins beinn, eins og sá að lesa beztu tímarit mentandi efnis, sem út koma. En slíkt er að efnum til ofvaxið flestum einstaklingum, en í félagsskap verðr það létt verk að afla sér þeirra. Og svo er ekki á- valt öllum auðvelt að hafa full not af lestri sínum ; en ef þeir þroska- meiri mennirnir^ sem mesta ment- unina hafa, leggja sitt fram á við- ræðufundum að skýra merkismál, sem á dagskrá eru, og leysa úr spurningum þeirra, sem eitthvað er óljóst í því sem þeir hafa lesið, þá má slíkt verða að inu mesta liði. Það nafn, sem félagið tók sér, er valið af því, að það lýsir sjálft tihjangi félagsins, og meðfram af því, að annað samnefnt félag er til meðal landa vorra í Dakota, sem hefir sama tilgang og líkt fyrirkomu- lag; og árangrinn af starfa þess er sá, að þeir menn, sem í því hafa staðið og unnið, eru yfir höfuð meira frjálshugsandi menn og með meiri sönnum menningarblæ á sér, en al- ment gerist meðal landa vorra, og því þótti skylt og rétt að heiðra það félag með því að láta heita í höfuð þess. Það virðist ekki ólíklegt, að víð- ar þar sem landar vorir nokkrir lifa þéttbýlt hór vestra, einkum í bæjum sumurn og þéttbýlli nýlend- um, gæti verið þörf á slíkum fé- lagsskap, og að víða mætti koma lionum við. Væri það æskilegt að slík ,,monningarfélög‘- kærnust sem víðast á fót. Það munu til vera í sumum bygðum og bæjum dálítil lestrarfélög. Vér leyfum oss að stinga upp á því, að slík félög reyndu að gera tilraun til að eiga stöku sinn- um málfundi, til að ræða mál, sem þeir hafa lesið um og vakið hafa ofdrtekt þeirra. Það er ótrúlegt, hvað lýsist margt fyi'ir mönnum á því og lestrinn verðr margfalt notameiri. En varast ættu menn það, sem alt of títt er, að gera kappræðuefni úr öllu, þannig, að hver haldi fram mót- mælum gegn öllu sem annar segir, án þess að líta á sanngjörn rök. Til- g.mgr ræðnanna ætti ekki að vera sá, að sína leikni sína í því að halda fram með yfirskynsástæðum því sem ræðumaðr er ekki sannfærðr um, heldr að leita sannleikans. Það gæti í ýmsu verið hagkvæmt að slík félög stæ,ðu í sambandi sín á meðal, og gætu þau að líkindum oft gefið hvert öðru gagnlegar bendingar. Landar hór eru oft furðu-gjarnir á að mynda „söfnuði“, þóttekki sóu nema svo sem tvö kúgildi sálna sam- an, og er það ekki tilgangr vor að lasta það, þegar það sprettr af nokk- urri innri þörf eðr sannfæringar- áhuga, en ekki af tómri prestlambs- fordild. En ekki skiljum vér annað en að einhverstaðar gæti vaknað hór og þar þörf hjá þeim til að sjá sálu sinni lífta fyrir dálitlum veraldlegum menningarforða. Mannleg kjör í þessum heimi get- um vór þekt, og við þ iu verðum vór hér að búa; það er einn hlutr viss. Um það getr því varla neinum bland- azt hugr, að því hæfari verðum vór til að lifa lífi voru hér, sem vór mentum anda vorn betr. Og því er líklegt, að fólk þyrfti að hugsa og vildi hugsa fyrir að gefa sálu sinni svolítið af veraldlegri fæðu. Himnabrauð kann að vera ágætt til frálags undir annað líf, en það þarf eitthvað við því til að veita þrótt til baráttunnar fyrir tilvcrunni fyrir þessu lífi. Þegar ' Menningarfélagið syðra myndaðist, þá bannsöng Sameiningin það undir eins sem guðloysis-félag, og Lögberg og Sam. kváðu það niðr og sögðu lát þess ; dauðameinið kváðu þau hafa verið guðleysi og einurðar- leysi. En líklega hafa þau ekki ver- ið krafta-skáld, því að Menningarfó- lagið lifði, eftir sem áðr, og lifii' enn og og á nú enda að nokkru leyti sitt eigið samkomuhús. Undir eins og heyrðíst getið um tilhugsun til stofnunar þessa litla íé- lags-vísis hér í sumar, skírði einhver af smærri spámönnunum lútersku það „glæjiafélagið hans Jöns Ólafssonar". Vitaskuld! það er í sumra augum glæpr, og það einn af inum verstu, að hvetja fólk til að hugsa sjáift og sía ekki teiga sína af lindum þekk- ingarinnar gegn um hársáld kyrkj- unnar. Vér Menningarfélagsmenn í Winni- peg búumst ekki við betri titlum úr kyrkjublaða-áttinni en fyrirrennarar vorir fengu. En svo enginn segi að vér siglum undir folsku flaggi, þá segjum vér við allar þær sálir, sem álíta það eina veginn til að varðveita „harnatrúna“ og assúrera sáluhjálp sína, að loka bæði augum og evrum fyrir andlegum hreyfingum samtíðar sinnar: Farið yðr ekki að voða; stofn- ið yðr ekki í þann sálarliáska að ganga í menningarfélagið eða koma á fundi þess; stingið heldr sem strúts- fuglinn höfðinu í sandinn. En við hina, sem annaðhvort eru þegar „vantrúarinnar" og „sp'llingar- innar“ hörn, eða þá svo sterkir á svellinu, að jafnvel slíkir drísildjöfl- ar, sem vér Menningarfélagsmenn, get- um ekki leitt þá í freistni, segjum vér: Verið þið velkomnir í ftlag vort, konur sem karlar. Ef þið viljið koma inn, þá er hara að snúa sér til einhverra af sjálfum erki-íjöndunum (svo kváðu stjórnendr- nir heita á rétt-trúuðu kyrkju-máli). Lang-magnaðastir eru vafalaust for- maðrinn (Jón Ólafsson) og féhirðirinn (Kristmundr Sæmundsson, 588, 6th Avenue North). FRÁ LÖNDUM VORUM. — Mouxtain, N. D., U. S. 22. Nov.: Flestir hættir að þreskja vegna kuld- ans; enn þó mikið óþreskt hér austr á sléttunum hjá innlendum og eigi allfáum löndum hér nyrðst í bygðinni. Elevatorar oftast fullir; eimlestirnar hafa ekki við að draga hveitið frá. Hveitið að falla í verði sem stendr. — Melita, Man., 18. Nóv.: Innilega þökk fyrir „Öldina“. Það gladdi mig, og mun gleðja fleiri, að sjá nú loks- ins vestr-íslenzkt blað, sem er bæði frjálslynt, óháð, liræsnis og hálfvelgju- laust, og er þar að auki stjórnað með vitsmunum og þekkingu, svo það getr „borið höfuð hátt“ gagnvart ölhim keppinautum. WINNIPEG. — Ver leyfum oss að minna á ný á dráttinn um Organ 19. þ. m. fyrirMrs. Walter. Vér heyrum að enn hafi lítið selzt af tickets. Hún er hláfátæk ekkja með munaðarlaus unghörn; látum á sjást, landar, að nú hafi látið vel í ári. Gleymið e k k i drættinum. Viljann vitum vér að ekki vantar. — 27. þ. m. varð kuldinnhér—33,4 stig á Fahrenheit (=30 st. Réaumur). — Umtalsefni Mr. Björns Pétrsson- ar á sunnud. kemr verðr: „t r ú i n o g lífernið". — Hveiti lieflr heldr fallið næstl. viku. Verðlag hér í fylki hefirverið: Nr. 1 h a r d 65—69 cts.; Nr. 2 h a r d og Nr. 1 northern 61—65 cts.; Nr. 3 hard og Nr. 2 northern 55—63 cts.; Nr. 1 regular 45—53 cts.; Nr. 2 regular 35—13 cts.; Nr. 3 regu- 1 a r 30—33 cts. — Bygð hafa verið á þessu ári fleiri íbúðarhús í Wpg., heldr en nokkurt ár annað síðan 1882; 225 íbúðarhús reist síðan 1. .Tan. þ. á. 350 íbúðarhús, er vóru í eign lánsfélaga, hafa verið keypt í ár af einstökum mönnum, mest járn- hrautavinnumönnum. Verð nýhygðra húsa í ár er yflr $1,000,000. — Stjórn akryrkju og innflutninga- mála fylkisins heflr gefið út 31. skýrslu sína um uppskeru og gripahöld hér í fylkinu. Samkvæmt skýrslum þeim, sem stjórnin hefir fengið, sem bví miðr eru eigi svo fullkomnar sem skyldi, er það áætlun hennar, að hveiti- uppskeran í Manitoba þ. á. muni nema yfii 23 miljónum bushels. Þö er eigi ólíklegt, eftir því sem reyndin hefir orðið á til þessa í haust, að það komi fram við þreskinguna, að áætluninsé heldr of lág en of há. — Talsvert af hveitinu er meir og minna skemt af frosti, stjórnin gizkar á alt að 40 pr. Ct. En eftir því sem reynzt hefir í haust, má gera ráð fyrir að það komi í ljós við þreskinguna, að öllu meira en þetta sé, skemt. Skemdirnar eru mjög. mismunandi, sumt er að eins „snortið", og gengr sem Nr. 1 „regular"; sumt er ekki til annars en gripafóðrs; en mjög mikið hér á milli. — Meðal- afrasktr um alt fylkið er áætlað muni hafa verið 25,3 hushel af ekrunni (í fyrra 21,1); en miklu meira land und- ir hveiti í ár en nokkru sinni áðr. — Hafra-uppskeran er áætlað hafi orðið að meðaltali 48,3 hush. af ekru (í fyrra 41,3); hankahygg 35,6 hush. af ekru (í fyrra 32,1); kartöfiur 180,4 hush. af ekru (í fyrra 235,0). Alls nam uppskeran í fyrra og (eftir áætlun) í ár þessu: 1890: 1891: hveiti, hushel 14,665,769 23,191,599 liafrar, — 9,513,433 14,762,605 hankab. — 2,069,415 3,197,875 kartöflur, — 2,540,820 2,191,982 HITT OG ÞETTA. — Rússakeisari rakar sig aldrei. — I Róm eru 25 mótmælenda- kyrkjur. — Victoria drottning á 50 niðjaá lífi. — Hertoginn af Nassau á $ 25,000,000. — Prinsinn af Wales er í lífeábyrgð fyrir $800,000. — Það er sagt að Hehreskan sé að verða lifandi mál á ný í Palestina. — Rothscildarnir í Frankfurt am Main horga árlega $83.000 í bæjargjöld. — Ferdinant af Bulgariu hefir ný- lega pantað fallhyssur hjá Ivrupp fyrir $1,000,000. — Nýlega kom yngismær frá Jap- an til San Francisco, á leið til Chicago; þar ætlar hún að nema tannlækningar. — Kaldasta pláss á hnettinum, sem menn hafa sögur af, er Werkhogansk í Síberíu; þar heflr kuldinn orðið 80 stig á Fahrenheit (= 50 st. Réaum). Þá er Manitoba skárri. — Frá Odessa í Rússlandi kemr sú fregn að í f. m. hafi seldar verið 374 fasteignir þar, er vóru eign aðals- manna; hafði Ijarnám verið gert i eignunum.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.