Öldin - 09.12.1891, Síða 1

Öldin - 09.12.1891, Síða 1
ÖLDTN, an Icelandic WeekJy Record of Current Events vnd Conteraporary Tliouplit. öubscr. Price 01.50 a year. Olafssos & Co. Publisliers. LD I N 0 Advertising Rates: 1 inch sinple column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box535, TYinnipeg, M.an. I. 10. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 9. DKSEMBER. MT FRETTIR. UTLÖND. — Carlsberg-sjóðkimn í Kaupm.höfn, er vísindafci. danska ræðr yfir, ætlar að leygja íram fó til að gefa út ið nýja Obðsafn Jóns rektors Þorkels- soxar. — B. Steincxe kaupmaðr andaðr í Kaupmannahöfn. — Dr. Jón Stefánsson orðinn aðstoð- arbókavörðr við kgl. bókasafnið í Kaup- mannahöfn. • (Sunnanfari).- — Barnamorðmálið í Kaupmanna- höfn. Fyrir rúmu ári fanst hálfrotið barrslík í Eibagade Nr. 9 í Kaup- mannahöfn. Þar bjó þí maddama Rasmussen nokkur, sem tók börn til fóstrs, og var lögregluþiónn se ídr til að taka hana fasta, Hún kvaðst sak- laus vera, en sagði 1 ögregltiþjóninum, að Fransisca Madsen, yfirsetukona í Ravnsborggade væri sú sem sek væri í þessu, og narraði hún með þessu lögregluþjóninn til að fara þangað til að taka hana (Fr. M.) fasta, en á með- an hengdi hún (Mad. R.) sig. Síðan komst það upp, að þetta var stærra mál en út leit fyrir í fyrstu; hafði mad. Rasmussen drep ð nálega öll b'jrn, sem hún hafði tekið t.il fóstrs og feng- ið meðlag með einu sinni fyrir alt. Ilaíði svstir hennar hjálpað henni. Þær drápu börnin á ópíum, sem þær bæði gáfu þeim í mat og heltu ofan í þau í svefni. Opíum fengu þær eft- ir forskriftum írá Móritz Halldórssyni Friðrikssonar, er var praktíserandi læknir í Höfn. Hann hafði og gefið út læknisvottorð um dauðlaga og dauðaorsök barnanna. Móritz þessi er íslenzkr í íöðurætt, sonr Halldórs Friðrikssonar yfirkennara við latínu- skolann. Undirréttardómr f,11 í máli þessu 7. f. m. og var Maren Rasmus- sen (systir þeirrar sem hengdi sigj dæmd í 16 ára liegningarhússvinnu, en Móritz læknir Halldórsson Friðriks- sonar í 3 ára betrunarhússvinnu, — Ekkert af blöðunum, sem út koma a íslandi, befir enn í dag nefnt þetta glæpamál á nafn, af því að sonr embættismanns í Reykjavík á í hlut, og sjáit'sagt munu þau þegja um það enn, er dómr er fallým. — Vilhiálmr ferð.ilangr Þjóðverja- keisari hefir nú gefið út postillu. í henni eru prédikanir, sem keisarinn hélt sjálfr fyrir skipshötn sinni á her- skipinu „Hohenzollern", er liann fór til Noregs. Postillan heitir: ,;Drottins raust á vötnunum“. Hann verðr nú líklera næst um hríð kallaðr Vilhjálmr postillu-keisari. — Brazilía. 41. gr. stjórnarskrár- innar kveðr svo að orði: „Varaforseti þjóðveldisins skal kosinn um leið og forsetinn; í forföllum forseta gegnir hann störfum hans, og verði forseta- embættið laust, tekr va-aforseti við völdunum“. E11 svo segir 42. gr.: „Verði forseta-embættið eða varafor- seta embættið laust af einhvrri ástæðu áðr en tvö ár eru liðin af embættis- tímanum, skal ný kosning fram fara“. Nú var ekki liðið fult ár uf þessu kjörtímabili Fonseca, og samkvæmt þvi verðr það skvlda Peixoto’s, sem að eins gegnir embættinu um stund- arsakir, að ldta kjósa forseta. Lögá* kveðni kjördagrinu er 1. Marz. — 25,000,000 Rússa Tiafa eigi getað goldið útsvör sín og skatta í ár sakir uppskerubrestsins þar í landi. — I b.e.iarst.tórninni í Brussel hafa komizt upp stór fjársvik; eiun bæjar- fuiltrúinnfeinhver þ.irlenir „Kr. Ó. Þ.“) hafði stolið 200,000 frönkum. — Ekkjb-drottningin af Hollandi hefir keypt s>r lífsábyrgð fyrir 3 mil- jónum gyllina til inntektar fyrir dottr sína drottninguna. — Einvígi tíðkast mjög í Ítalíu; að ætla má, þar sem stjórnin, þegar þing var sett, varð að beiðast leyfis að setja 17 þingmean undir kæru fyr- ir hólmgöngur. í Leipzig hefir verið reist nýtt bók- hlöðuhús fyrir háskólann, skrautleg bygging í ítölskum renaissance-stýl, og kostaði 3 miljónir marka. . — Hrossaketsát tíðkast nú æ meir og meir í Berlín. Á fyrstu 6 mdn- uðnin ársins í fvrra var þar slátrað 6300 hrossuin til manneldis. Fyrra missiri þessa árs nam talan 7000 full- um. Og þetta er að eins tala þeirra hrossa, sem sLitrað var á að.ilslitrun- arhúsinu. En auk þess eru 42 hrossa- sldtrhús í Beilín. — Chb. Berg, inn nafnkendi flokks- foringi í liði vinstri manna í Dan- mörku, urn eitt skeið foringi allra vinstrimanna, síðar forseti neðri mil- stofu á þingi, kvað vera dáinn, sam- kvæmt því sein hraðfregnir til Banda- ríkjablaða segja. Þó er að sjá, sem skandínavisku blöðin sum í Chicago og Minneap.dis taki fregninni með nokkrum efa. — Dom Pedro, fyrverandi Brazilíu- keisari, andaðist í París 4. þ. m. eftir nokkurra daga þunga legu. BANDARIKIN. — David Hill ríkisstjóri í New York ríkinu var kosinn við síðustu kosning þingmaðr í efri deild banda- þingsins, og varð því að leggja niðr ríkisstjóravöld nú er hann fór á þing. En áðr en hann skyldi við í Aibany, hefir hann verið að reyna að verja sínum siðustu dögum þ.ir til þess, að stela löggjafarþinginu. Ja, það liljóð- ar skringilega, en það var ekkert mis- mæli: David ITill hefir einmitt verið að reyna það, að stela löggjafarþingi ríkisins. Hill er s 'rveldismaðr (Demo- crat), en meiri hluti inna kosnu þing- manna er af flokki samveldismanna (republicans). Nú liefir Hill sett út kjörnefndir, þær sem flokksmenn, hans eru í meiri hluta í, til að falsa upp- talning atkvæðanna, lýsa ógilj svo 0g svo mörg af atkvæðum þeirra kasnu manna o. s. frv. Hvort honum tekst að hafa þetta fram í brdð, er ós 'ð; að hinir leiti dómstólanna og vinni sitt mál er óefað. En að David Hill skaðar með þessu demokrata-flokkinn, ekki í New York að eins, iieldr liver- vétna um ríkin, er því miðr víst. — Til NorðrtDakota liefir Jobbers’ Union í St. Paul sent 188 þreskivél- ar í haust og um 9000 verkamenn. Þó er áætlað, að um fjörðungr ulls hveitis þar í ríkinu sé enn óþresktr og verði að líkindum svo til vors. — í fyrra dag var bandaþingið sett í Washington. Ekki varð lokið forseta- kosningu í þjóðfulltrúa-deilJinni (House of Repr.). Var 18 sinnum gengið til atkvæða, og enginn náði kosningu- Þingmenn eru 332 talsins, og eru 138 af þeim endrkosnir menn, er sátu á síðasta þingi; en 194 af þeim er síðast vóru þingmenn, vóru eigi endr- kosnir; 194 eru því nýir, en afþeim hafa 19 áðr fyrri setið á þi iginu. Það eru því alls 157 menn á þingi, sem áðr hafa átt þar sæti einhvern tíma, en 175 alveg nýir. 87 eru sam- veklismenn (Republicans) en 245 sér- veljismen (Democrats) eða bændaflokks- menn (Farmers Alliance men), en sá flokkr mun alls vera 8 manns. — Frá Minneapolis er sagt 28. f. m., að si dagr hafi verið kaldasti Nóvember-dagr, sem komið hefir þar í 10 ár; kuldinn —12 st. á Fahr. í St. Cloude —18 stig og í Ortonville —24 stig á Fahr. — Veðrfræðisstofan í Minneapolis segir, að Nóvembermán. i ár bafi verið þar jafnkaldari en nokkru sinni í síðustu 20 ár, eftir því sem veðrbækrnar skýra frá. — Frá Grand Forks, N. D., er skrifað 24. f. m.: „Hingað hafa kom- ið ungverskir Gyðingar frá Canada, styrktir vestr þangað frá Norðrálfu. Þeir eru allslausir, og til að forðast fátækravamlræði, verðr að endrsenda þá norðr yfir landamærin. í dag var einni allslausri fjölskylJu , sem að norðan kom, snúið bér við, og hún endrsend til Winnipeg. — Kjörmanna-samicoma samveldis- manna í Bandaríkjunum á að liald- ast í Minneapolis. — St. Paul er að reyna að na í kjörmanna sainkomu sjrvelJisflokks- ins, að liún verði haljin þar. — Cyrus Field , inn nafnkunni millíóna-eigandi, sem tók svo mikinn þátt í að leggja fyrsta málþráð yfir Atlautshaf, liggr nú fyrir dauðanum, blálátækr. Hann misti fyrir skömmu konu sína og hefir síðan farið sí- hnignandi að lieilsu. Sonr hans rak, í folagi við aðra, stóra verzlun í lirook lyn, en hefir tapað fé og svo svikið felaga sína og skiltavini og falsað verðskjöl. Hann fór til fóður síns og kvaðst vera í fjárþröng; ganili Cyrus FielJ fekk honum lvklana að járnskáp sínum og sagði hoimm að taka þar það sem hann þyrfti. Þar var aleiga ins gamla sjúka manns, í verðbréfum og peningutn. Sonrinw tæmdi skápinn, og selji allt, sem hann fékk þar, en það virðist ekki hafa hrokkið til. Rett á eftir vur hann tekinn fastr fyrir svlk. Reyndi hann þá að drepa sig, en mistókst það. Hann er nú orðinn vitluus og fiuttr úr fangelsinu á vitfirringaspit- ala. En inn gamli maðr liggr dauð- vona á banasænginni, eins fátækr og allslaus eins og þegar hann fæddist í heiminn. —t í Sargent Co., N.-Dak., er kvart- að mikið uudan úlfum; gera þeir mikið tjón á sauðfé. — Ný Keeley-stofnun. 4 auðmenn í Detroit, Mich., hafa keypt af Dr. ICeeley rétt til að nota læknisaðferð iians við drykkfeldni. Hafa þeir leigt stórt hús í þorpinu Northville og ætla að koma þar upp lækninga-stofn- un undir forstöðu Dr. A. E. Carricr’s. Svo hafa þeir keypt góða lóð í bæn- um Northvilie og ætla að reisa þar á stórkostleg hús fyrir stofnuuina. CANADA. — Það er töluvert talað um það i austanblöðum um þessar mundir, að Hon. W. R. MereJith muni verða i nnanri kisráðgjafi í Dominion-stjórn- inni. — C. P. R. ætlar að leggja annað spor til Fort William í viðböt við það sem nú er, svo brautin verði tvíspor- uð. En þaö er æði ílt að leggja braut- ina sumstaðar sakir votlendis, svo að þuð er búizt við að þetta taki nokk- uð langan tíma, og telja sumir lík- legt, að bein braut til Duluth verði á komin áðr en hinu verkinu er lokið. UM VEÐR OG VIND. Það heldr áfram árið að tarm að vera annálsvert fyrir fátíða veði'- áttu. I Apríl þ. á. var hér svo mik- ill hiti, sem frehast hafa farið sög- ur af um þann tíma árs, og ekk- ert þvílíát hafði þekzt hór um mörg ár. Maí snéri við blaðinu og komu niargir sárkaldir dagav í þeim mánuði. Júlí var óvenjulega kaldr, eftir því sem hér er vandi til og mjög vætusamr. Ágúst hyrj- aði með á^aflega miklum hitum, en svo gerðist Ualt veðr, er á leið mánuðinn, með talsverðum nætr- frostum. I September var heitara veðr en menn hafa nokxurn tíma haft sögur af hór í þeim mánuði. Og Nóvember aftr hetir verið svo grimdar-kaldr að elztu menn muna varla dæmi slíks. Og svo kemr nú December og byrjar með frostleysu- dögum, svo rennr af húsutn, og er það óþekt veðr í þeim mánuði. (Eftir „Commercial".) GAMAN c o ‘vyvAiv — Skáldið Crebillon var miklil hunda-vinr og átti fjöl.la hunda. „Hve- nær tókstu upp á því að fara að halda þennan hundasæg?" spurði vinr iians. „Síðan ég fór að þekkja mann- eskjurnar“, var svarið. — Fáfræðin er lífvörðr lyginnar (Dr. G. Brandes). — Rivarol sagði um Mirabeau: Hann gerir allt fyrir peninga, jafn- vel góðverk. — Jónatan og Patt g'engu sainan fram hjá gálga, sem enginn hékk í. „Hvar heldrðu þú værir, ef gálginn sá arna væri ekki mannlaus?" spurði Patt. „Ó, ég væri h: r þi líklega einn á ferð“, svaraði Jönatan.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.