Öldin - 24.12.1891, Page 1

Öldin - 24.12.1891, Page 1
 ÖTJ)[N, an Icelandic 'VVeekiy Kecord of Current Events md Contemporary Thought. Subscr. Price $1,50 a year. Olacsson & Co. Publishers. Advertising Kates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 535, Winnipeg, Man. I. 12 WINNIPEG, MAN., FTIMUDAG, 2ý. DESEMBER. 1891. Bftir 1. Jan. næstkomandi verðr ,,OLI)IN“ e n g u m manni send, sem eklci héfir borgað liana. \ Ef ÖIiDIIí hættir að koma til þín með nýárinu, þá gættu þess, að það er\af því að þú hefir ekki borgað hana, en ekki af þvi að hún haldi ekki áfram að koma út. Jú, ÖLDIN heldr áfram að koma út, og ef þú vilt að hun haldi áfram að koma til þín, þá borgaðu hana. Þú hefir peninga núna, borgaðu þá Öldina fyrir alt árið. Ef þú borgar að eins einn eða tvo árs- fiórðunga, þá áttu ekkert vist að þú hafir peninga þá, þegar þar ag kemr, til að endrnýja áskrift þína. Því er bezt að borga nú, svo þú þurf- ir ekki að hugsa um það á ný fyrri en næsta haust. (II).. W OLDIN. Oss vantar fleiri NÝ.J A kaupendr. Hvað er í boði t S V A R: Hver nýr kaupandi, sem sendir oss $1,50 fyrir ný-ár, fær : 1. ,,Öldina“ frá 1. Janúar til 31. December 1892. 2. Ólteypix að auki blaðið frá 1. Oct. þ- á. til ársloka. 3. Ókeypis enn fremr: Nýársgj'óf Aldarinnar. Nýársgjofina fa allir kaup- endr, hvort heldr nýir eða gamlir, sem hafa borgað oss and- virði heils árgangs f tjrir ný-árið. F K É T T IK. ÚTLÖND. — Þadan eru merkustu fregnir þessa viku, að friðr er á kominn í Brazilíu, með því að ríkiö Kio Grande do Sul hefir gengið aftr inn í Bandaríki Brazilíu. bandaríkin. arsporð; vagnar fóru út af og brutu brúna og féllu þannig út af henni. Ýmsir meiddust, en enginn lét líf. Einn íslendingr var í förinni, Benóní að nafni, á heima norðr af Garðar; hann meiddist mjög á höfði og brotn- uðu í honum 3 rif. CANADA. Aðalkréttiknak i þetta sinn eru frá Quebec. Þriggja dómara rann- sóknarnefndin í Mereier-málunum hafði lokið starfi sínu. En það varð dráttr á skýrslu frá henni til fylkisstjóra, af því að einn dómarinn, og það sá helzti, veiktist. Loks sendu hinir 2 þó skýrslu sína til Angers fylkisstjóra, og var sú niðrstaða þeirra, að þeim virtist aðferð ráðgjafanna ámælilverð og varla mega ráðvandleg lieita. Frá þriðja dómaranum (Jette) er ekki fram komin enn skýrsla, en bréf hefir hann ritað Angers, og skýrt honum þar frá niðrstöðu sinni. Angers hefir ekki birt það bréf, og neitað Mercier um að sjá það. Af því ætla menn að álit Jette’s sé, að ráðherrana beri að sýkna. — 10. þ. m. vék Angers Mercier og öllum hinum ráðgjöfun- um frá völdum. En þeir Mercier hafa fylgi meira hluta þingsins, og er það gagnstætt enskri réttarvenju að fylkis- stjóri hafi rétt til að víkja ráðherr- um frá völdum, sem hafa fylgi þings- ins. Að líkindum er þetta tiltæki einnig bókstaflega ólöglegt, með því að landsstjórar í enskum nýlend- um fá ávalt í hendr skriflega umboðs- skrá („instructions"), er þeir taka við völdum, og er á síðari tímum ávalt £ þeim ákvæði á þá leið, að til þess sé ætlazt („it is understood") að þeir fylgi þeirri stjórnreglu Eng- lands, að hafa jafcan þá eina menn í ráðaneyti sínu, er hafa fylgi ins þjóðkjörna þings. Þannig er þetta venjulega orðrétt skráð. Sbr. Mills: „Engl. constitution" og önnur lík rit. Auðvitað eru fylkisstjórar hér skip- aðir af landsstjóra í nafni og umboði drottningar; en vafalaust er það til- gangrinn að þeir fylgi sömu reglu; umboðsskrár þeirra þekkjum vér ekki, en teljum víst, að þær sé áþekt orð- aðar. — Angers liefir kvatt Boucher de Boucherville til að mynda nýtt ráða- neyti, og hefir hann gert það. B. de B. er aftrhalds-fiokksmaðr og verðr að rjúfa þing til að reyna að fá meiri hluta við nýjar kosningar. Þykir það heldr óvænlega horfa. — Svo er óá- nægja mikil í Quebec út af gjörræði Angers, að við uppreist liggr, og hefir Angers orðið að draga að sér vopnað lögroglulið til lífvarðar sér. fjögka BLAÐA Rós. „Öldin“ er af fróðleik full, Eánýtt þykir „Lögbergs“ kram, ,,Kringlan“ er að ’klippa gull’, Um kyrkjuiuálin fjallar „Sam.“ S. .1. Schkving. — Inplúenza geysar um austrríkin. — Á EyfORD, N. D., eru orðin póst- meistaraskifti. Mr. Jakob Eyford, sem lengi hefir gegnt því starfi, hefir af- salað sér því, en Mr. Ásvaldr Sigurö- son tekið við þvi aftr. — Fbá Mountain-málpundinum er skýrsla á öðrum stað í blaðinu. Ilr. Björn Halldórsson stýrði fundi. — Járnbrautabslys varð á braut- inni milli Park River og Edinborg, N. D., 16. þ. m. Spor bilaði við brú- MÁLFUNDRINN Á MOUNTAIN. 12. þ. m. var á Mountain, N. D„ haldinn málfundr sá sem Menn- ingarfólagið þar hafði stofnað til og auglýst í „Heimskringlu". Um- ræðuefnið var skólamálið. Presta- faðirinn lir. Þorlákr .Tónsson (frá Stóru-Tjörnum) hafði lofað að taka | að sér að „innleiða“ umræðurnar, þ. e. setja málið fram frá sjónarmiði kyrkjufélagsins. En er á fund kom, þá birtist prestafaðir eigi til að „reifa málið“. Það var því eigi annað fyrir en að hin hliðin byrj- aði, og töluðu þeir frá þeirri hlið bræðrnir ' Magnús lögfræðingr Brynj- ólfsson og Hon. Skafti Brynjólfsson senator. Sýndu þeir með ljósum rökum fram á þarfleysu skólans sem eflingar og viðhalds stofnunar íslenzlts þjóðernis og íslenzkrar þjóðment- unar; einnig sýndu þeir fram á, hve langsamlega fyrirtækið væri of- vaxið kröftum Islendinga hér í álfu, og hve rangt það væri að vera að sníkja út úr jalþýðu peninga í þetta fyrirtæki. Þeir bræðr mæltu, svo sem þeim ei' eiginlegt, með mælsku, röksnild, stillingu og stakri kurt- oisi. Eftir að umræður vóru byrjað- ar kom Þorlákr á fund, svo og séra Friðrik Jónsson Bergmann frá Garð- ar. Séra Eriðrik tók svo til máls til varnar skólanum. Hann byrjaði með því að leggja á hraðan flótta burt of þeim vígvelli, sem kyrkju- félagið og forvígismenn skólamáls- ins hafa staðið á hingað til, að því er akademíið snertir. Yar það auð- séð, að hann treystist eigi að verja þá skólahugmynd, og tók því það ráð að fylgja dæmi Sankti Pétrs og „afneita“ henni. Hann reyndi þó að breiða yfir flótta sinn með þvi, að halda því fram, að hér væri verið að tala á móti hugmynd, sem ekki væri til og aldrei hefði til verið hjá kyrkjufélaginu og forvíg- ismönnum skólans. Það hefði aldrei verið tilgangrinn að stofna skóla til eflingar og viðhalds íslenzkri tungu og þjóðlegum bókmentum, og þeir sem væru að berjast gegn þessu, væru því að berjast við skuggann sinn. Tilgangrinn með stofnun aka- demísins væri eingöngu sá, að koma upp kenslustofnun, þar sem Is- lendingar ættu kost á að nema biblíufræði og yfir höfuð lúterska guðfrœði. Vitaskuld yrði þar kent að auki ýmislegt í öðrum náms- greinum, sem nauðsynlegt væri að nema, og það yrði gerðr kostr á að nema þar íslenzka tungu, eins og við ýmsa aðra skóla ætti sér stað hér í landi. En guðfræðin væri' aðalatriðið og tilgangrinn. — Með því þessu væri nú þannig háttað, þá væri þotta skólamál einkamál lúterska kyrkjufélagsins. Það og þess meðlimir að eins ætluðu að stofna skólann í sínar þarfir ; þeir hefðu hvorki leitað né óskuðu styrks eða stuðnings annara, sízt vantrú- armanna, sem þannig væri mál þetta alveg óviðkomandi; það væri ekkert almenningsmál Vestr-íslend- inga, heldr að eins einkamál kyrkju- manna. Allar umræður um það og afskifti af því af hendi utankyrkju- manna væru því slettirekuskapr. j Það hefði verið vitnað hér í rit- | stjórnargrein í Öldinni um' þetta mál. Það vissu nú allir, að Jón Ólafsson væri svo hringlandi í skoð- unum, að hann skifti þeim eins greiðlega eins og aðrir menn hefðu fataskifti. Hann kvaðst ekki lesa Öldina, að eins hefði hann af hend- ingu séð eitt blað af henni með kafla af ritgerð um skólamálið. Það væru til blöð og menn svo fyrir- litleg, að enginn heiðvirðr maðr lyti svo lágt að gefa þcim gaum. Þoss konar blað væri Öldin og þess kon- ar maðr væri Jón Ólafsson. Auk þess var ræða Eriðriks prests full af háði, slettum og hnífilyrðum til einstakra manna, vitaskuld „van- trúar-manna“, og hafði verið megn þjóstr og geðsæsing í honum alla tíð meðan hann talaði; var það flestra manna mál, að jafn-dónadurgs- lega hefði %ldrei neinn maðr annar fram komið á almennum málfundi í því bygðarlagi. ■— Barði G. Skúlason heitir wngr og gáfaðr maðr, einkar-mannvænlegr og kurteis, sem hefir stundað nám á ríkisháskólanum í Grabd Forks* og ætlar að halda því fram eftir ný- árið; hann er nú kennari við al- þýðuskóla; hann hafði leyft sér að inna mjög hógværlega eftir því, livað kyrkjufélagið ætlaði sér að gera við samskotaféð til skólans, ef svo færi, sem að líkindum léti, að útséð yrði um, að skólinn kæm- ist aldrei upp. Séra Friðrik kvað því fljótsvarað, að nokkru af því mundi verða varið til að senda þennan snáða (B. G. S.) á einhvern nýtan skóla til að „læra betr“. Þetta er svona eitt litið sýnishorn af tóni og kurteisi prestsins. Barði svaraði honum aftr og ' tjáði honum þökk fyrir hugulsemi kyrkj ufélagsins við sig. Hann sagð- ist þegar í kveld finna það á sér, hve menntunardrjúgt allt það væri, seil kæmi úr þeirri átt; hann hefði þegar í kveld lært ýmislegt. al' séra Eriðriki, t. d. að þegar maðr væri fátækr af röksemdum, þá mætti bæta það tuluvert upp með per- sónulegum hnífilyrðum til einstakra manna og illyrða bakbiti um fjar- verandi mönn, sem ekki væru við til að bera hönd fyrir höfuð sér; þetta væri víst einstaklega lúterskt. Bræðrnir Magnús og Skafti svör- uðu sóra Friðriki og minntu hann á, að eftir því sem hann hefði talað á kvrkjuþinginu í Nýja fslandi, eftir því sem nefndarálit- ið þar um skólamálið, undirskrifað af honum sjálfum, bæri með sér, og eftir því sem fram hefði kom- ið í blöðunum af hendi hans og annara, sem hefðu haldið fram skóla- málinu, þá hefði tilgangr skóla- stofnunarinnar átt að vera almennr mentaskóli fyrir fslendinga hór sér- staklega, og að efla þekking á ís- lenzkum þjóðlegum bókmenntum. Þessu hefði verið haldið á loft sem fyrirtæki, sem allir íslending- ar hér í landi ættu að styðja, því [Framh. á 2. d. 3. bls.].

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.