Öldin - 20.01.1892, Síða 1

Öldin - 20.01.1892, Síða 1
ÖLDIN, an Icelandic Weekly Record of Current Events and Contemporary Thought. Suhscr. Price $1,50 a year. Ouafsson & Co. Puhlishers. LD I N. Advertising Rates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Boi 635, 'Winnipeg.Man. I. 16 WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 20. JANÓAÉ. 1892. Til Otto Wathne. (Eftir ,,Auslra“). Þokk fyrir handslagið hlýja, hetja, „vor brúðir í nauð“, boðandi brautina nýja, blessan og manndóm og auð! Blóð vort þú vngir i æðum, ágæti Norömanna son, treystandi Garðarsholms gæðum, glóandi’ af hugprýði’ og von! Vígroða verpur á æginn, vaknar hin dauflynda þjóð; hvar sem þú svífur um sæinn, syngur þú Darraðarljóð. Kenn þú oss krókana’ að slétta, kenn oss þá beinustu leið, kenn þú oss kryppunu’ að rétta, kenn oss að leggja fram skeið. Kenn oss að skelfast ei skvettinn, skúrin er heilsunni bót, kenn oss að burtu þvo blettinn, baðstofu vanþrif og sót! Hæð þú vorn hugsýkisþunga, hæð þú vorn einrænings dóm, hrind af oss diðleysis drunga, drep þú vorn harðindalóm! Sigld’ í oss sækonungshuginn, sigld’ í oss feðranna rnóð, sigld’ i oss sálina’ og duginn, sigld’ í oss víkingablóð. Hvar sem þú hestinum ranga hleypir um ólgandi lá, Ólal’ á Órminum langa oss láttu fagnandi sjá! Vek oss, þú víkinga nafni! Vaggi þér svalgýnl'r iorn! Lýsi þár Lukkan í stafni! Lúti þér Gerpir og Horn! Kalla, svo kveði við dalir, kemur þá liðsmannasveit; enn byggja hlutgengir Iialir harðsnúinn eldfjnlHr-reit! Enn lifir afrek og írami; enn lifir gígjunnar stal; enn lifir andinn hinn sami ; enn- lilir Hákonar niál. Á Storð þegar gekk fram og geystist „gullhjálmsins" skínandi þor, enginn með yngling' treystist utan hann pórólfur vor Vasklega vígsnara garpa veki þitt Hákonar-orð — þess konar þjóðhetju snarpa, er þorir að berjast „á Storð“! Siglum hið tvístraða saman, siglum upp holur og krík; siglum oss gagnsemd og gaman. gull inn á sérhverja vík! Fram, fram.'þér Fróns lietjur allar! Frá, frá, þú dáðleysis orð! Fram, fram, því foringinn kallar Fram, fram, til sigurs „á Storð“! Siglum upp samhug í landi! Sundur með þverúðarbónd! Siglum, unz bróðernis-bandi bundinn er Ægir við Strönd, Haf þú, vor hugpráði Wathne, heiður og þakklætis-yl; lif þú, svo landið vort’batni, lif meðan ísiand er til! Mat.th. Jochumson. fréttir. ÚTLÖND. —- Hkbtoginn af Clakence, Albert Vict.or, elzti sonr prinsins af Wales, og því væntanlegt konungsefni vort, andaðist 14. þ. m. — Manning kardínáli í Lundúnum, einhver merkasti preláti kaþólsku kyrkjunnar, andaðist sama dag. Lslands-fréttir. Eftir „Austra". — f Kinar Sigukdsson bóndi á Eyj- ólfsstöðum á Völlum andaðist 16. Oct. f. á. 56 ára gamall, — Bisdindið. Á Vestdaiseyri (við Seyðisfj.) hefir verið Good-Templar- stúka og IJnglinga-stúka. Núereinn- ig stofnuð stúka og Unglinga-stúka á Seyðisfjarðaröldu. Auk þess er gamalt bindindisfelag í hreppnuin. — Sí i-dveiði afbragðsgóð í Rey'ðar- firði. Þar eru mi 6 síldveiði-útgerð- ir, sem reka veiði: 2 á Otto Wathne; Randolph og Clausen, norskir menn, 1 ; 3 eru íslenzk eign; af þeim a Tulinius konsúll eina; Jon Magnússon kaupm, og faktor hans Fr. Möller aðra, en þeir svilarnir Eiríkr Bjarn- arson á Karlskála og Hans Beck á Sómastöðum þá þriöju. Allar þessar útgerðir hafa fengið mikla síld, enda er fjörðrinn allr fullr af henni (10. Nóv.). Wathne hafði um þetta leyti 4 gufuskip í förum. Kaupgjald sild- veiðimanna í Reyðarfirði er um þetta leyti 4 kr. á dag, eða 3 kr. og fæði og húsnæði, og þó hörgull á fólki.— Imsland kaupinaðr (norskr) hefir afl- að talsverða síld á Mjóafirði. — Svo MtKiLD smáfiskr fékst i síld- arnætrnar á Reyðarfirði, að menn komust ekki ytir að hirða hann! Tíu w'tsundik skippunda af (salt)- fiski vóru fluttar til útlanda af Seyðis- firði 1891; — f 5. Nóv. f. á. andaðist Sigurðr Ingimundarson hreppstjóri á Fagrhóls- mýri í Austr;Skaftafellssýslu. — II. Nóv. andaðist Þorsteinn bóndi Bjarna- son að Skaftafelli í sömu sýslu. — Gufuskipafekðiknaií einlægt milli austljarða og Noregs. Auk gufuskipa Wathnes hafa þeir Jón Magnússon og Möller á Eskifirði fengið gufuskip til að sækja síld þeirra, og þeir Tuli- nius og Eiríkr á Karlskála og Hans Beck annað gufuskip. — A Eyjafirði var og góðr sildar- afli. Þar á Wathne útgerð. Hann sendi þangað eitt gufuskip, og tók það íullan farm síldar, en varð þó að skilja eftir urn 800 tn. frá ýmsum síldarúthöldum þar. Akafleg sn.ioviðiíi gengu fyrri hluta December, svo að naumast var fært bæja milli í Seyðisfirði nema á skíðum; á milli Héraðs og Seyðisfj. urðu litlar samgöngur allan þann tíraa fyrir ófærð og illviðrum. Jarðlitið varð og sumstaðar í suðrfjörðum og skáru menn lömb af heyjum aí ótta fyrir höröum vetri. En 17. Dec. var þó komið þiðviðri með miklum sunn- anstjrmi og hellirigning. — Gufuskipsferðir. Útgerðarmenn norsku gufuskipanna „Dido“ og „Vaa- gen“ frá Staíangri hafa lústráðið að halda uppi stöðugum og fastákveðn- um gufuskipaferðum milli norðrlands og austrlands á íslandi og svo útlanda frá 1. M arz þ. á. (1892) og frarn á haust. Skipin eiga að ganga, að minsta kosti annaö, og ef til vill bæði, einu sinni í mánuði; hefja hverja ferð frá Kaupmannahöfn (þar er Thorarinn Tulinius, sonr Tulinius konsúls á Eski- firði, afgreiðslumaðr þeirra) og koma i við í Noregi og Skotlandi; þaðan upp til Beri f arðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyð- arfjarðar með Eskifirði, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Vopnaf]arö- j ar og Eyjafjarðar — og svo til baka. — Póstgöngurnar milli Islands og Skotlands verða í ár þannig. Skipin fara á leið til íslands frá Granton til Eskifjarðar til Rvíkr 21. Jan. 28. Jan. 6., Marz )) 14. Marz 25JApríl I. Maí* 9. Maí 15. Maí 26. Maí 7. Júní 13. Júní* 4. Júlí 8. Júlí 23. Júlí 16. Júlí )) 23. Júlí 21. Ágúst )> 21. Ág.* 10. Sept. 14. SejJt 21. Sept.. 3. Oct. )) 11. Oct. 12. Nóv. 21. Nóv. *) í þessum ferðum fer póstskip- j ið frá Revkjavík til ísafjarðar og Vest- j ijarða og til baka aftr. nb. Þær ferðirnar, sem skipin koma j á Eskifjörð, koma þau og á helztu hafnir með ströndum fram. Fbá Islandi kemr póstskip til Skot- lands (Granton) þessadaga: 11. Febr.; 27. Marz; 20. Maí; 17. Júní*; 2. Júlí; 12. Ágúst*; 3. Ágúst; 15. Sept.; 16. Oct.*; 25. Oct.; 6. Dec. *) I þessum ferðum kemr skiv»ð j úr strandferð kring um Island. FRÁ LÖNDUM VORUM ________________ Wkst Duluth, Minn., Jan. 9. — ! Gleðilegt nýár fyrir „01dina“ og alla j skiftavini hennar. Tíðin hefir mátt heita ágæt fram i til ársloka; í Desbr. oft. frostlítið eða j frostlaust; síðustu dagana af mánuð- I inum féll snjór svo varð sleðafæri; j en það sem af er þessum mán. heíir . verið meira frost; mest liefir það ver- j ið 24 gr. fyrir neðan zero. Það hafa gengið hér mikil veikindi er læknar kalla La Grippe, þótt mönnum skáni annan dag þá eru þeir aftr lakari liinn daginn. Hér dvaldi um jólin einn landi vor Mr. Thorgrímr Arnbjörnsson frá Gray- ling, Crawford Co., Mich. Hann er búinn að vera þar í 10 ár. Ekki eru j fleiri landar í þeim bæ en hann og j skykþulið hans. Hér fór hann á milli j landa sinna til að kynnast þeim og í svo til að sjá plássið; gæti verið að j ekki væri langt frá húga lians að I flytja hingað, ef vel léti í ári með J vinnu, en enn þá er það óráðið. Við vórnm að lyfta okkr dálítið j yfir ið daglega strit um jólin og nýár- j ið. í Duluth var lialdin skemtisam- j koma á annarsdags kveld og mun þar hafii verið góð skemtun. Á gamlárs- j kveld var haldin hér jólatréssainkoma j fyrir börn tsl. í W. D. Það var skot- 1 ið saman nokkrum dollars til að kaupa muní og svo var jafnað niðr á milli barnanna, svo öll fengu sinn hlut, hvort sem þau gátu komið á sam- komuna eða ekki. Tala barnanna var 26, sem gjafir fengu. Að óðru loyti hermdum við inir eldri eftir löndum vorum, sem vanir eru að halda skemti- samkomur. Við höfum svo oft lesið það í blöðunum. Það er því ekki þörf að telja það hér, sem fram fór; að eins skal þess getið að samkom- an byrjaði kl. 8J um kveldið og stóð til kl 6 á nýársdagsmorgun. Mr. Þ. Arnbjörnsson var á samkomu okkar cg tok góðan þátt í skemtuninni. Hann kom hér fram meðal ianda sem prúðmenni. Heimleiðis fór hann á nýársdagskvöld. Hér er nú lítið um bæjarvinnu á þessuhi tíma; helzt cord-viðar högg og sögun. 6 verk- stæði renna hér í vetr og er það stórum mun betra en í fyrravetr. þott það fullnægi ekki allra þörf sem lifa hér. Af 24 ísl. karlmönnum, sem lifa hér í W. D., hafa 8 vinnu á verkstæðum, 2 við útkeyrslu, 1 við alm. verzlun, 1 við fatasölu, 1 við bókband, 1 við mjúlkrsölu, 2 við cord- viðarhögg, og svo sumir hinna smá- hlaupavinuu. Það eru því meiri lík- ur til að landar bjargist hér allvel af fvrir þennan vetr. — Lundar P. O., Man., Jan. 14,— Hr. ritstjóri! Það er langt siðan nokkuð hefir heyrzt úr þessari ný- lendu í blöðunum, og því vil ég senda þér fáeinar línur í „Oldina", þótt ekki sé héðan nein stórtíðindi. — Tíðin er alt af góð; auðvitað nokk- uð liörð frost, hæst 32 stig á Réaum- ur (o: 40 stig undir zero á Fahren- heit), en lítill er hér snjór.—Heilsufar mánna er alment gott; hefir hér að eins dáið eitt barn síðan í fyrra vetr. — Efnahagr flestra er hér allgóðr, enda bætti mikið úr skák, hvað vinn- an var góð á síðastliðnu sumri. Héð- an úr nýlendunni vóru ma-gir í vinnu alt sumarið, en sumir fóru í vinnu þá er sláttr var úti. — Innflutnixgi liingað til nýlendunnar er það helzt af að segja, að 2 fjölskyldur frá Dakota fiuttu hingað í sumar og bygðu sér íveruhús. Nokkrir hafa tekið sér lönd, en hafa eigi enn reist sér hús. Ný- lendan byggist nú óðum þrátt fyrir allar hrakspár sumra Ný-Islendinga — Veiízlun er hér fremr dauf, eins og nærri má geta, svo langt frá mark- aði. Hér í nýlendunni verzla 2 kaup- menn, annar frauskr, hinn enskr; þeir liafa mikla verzlun. Sá franski selr mest fyrir peninga, og svo fyrir fisk, þeim sem hann hafa: 4 cts. pd. af hvítfiski, og pikkur 21 cts. pundið, Sá enski tekr allar vörur, sem menn hafa; smjör tekr hann a 18—20 cts.; sokkaplögg 35—40 cts., vettlinga 25—30 cts. Nú eruin við farnir að gera okkr góðar vonir um að jarnbrautin komi áðr en langt um líðr, og yrði nýlendunni það ákaflega mikill hagn- aðr bæði með verzlun og fieira. — Skóli er kominn hér einn á fót; gengu börn á liann í sumar, en í vetr hetir engin kensla verið á hon- um. — Prestlausir erum við enn sein komið er, og óvíst hvort breyt- ing verðr á því að sinni. — Póst- iiús eru 2 hér í íslenzku bygðinni: Cold Spring P. O. og Lundar l’. O. — Burtferðahug heyrist lítið getið nm hér í fólki, og er það ólíkt því sem kvað eiga sér stað sumstaðar í Nýja íslandi, þrátt fyrir allar þeirra góðu framtíðarvonir. — Gardávextir vóru hér í meðallagi í haust, en hey bænda eru með meira móti, enda skorti hér ekki gras og tíðin in hagstæðasta, en bleytan var inikið til fyrirstöðu, einkum frainan af sumr- inu. — FisKAzr hefir töluvert hér í liaust og fram eftir vetrinum, mest pæknr og pikkur; hvítfiskr kvað vera með mesta móti, en landar hafa ekki stundað hann til muna enn sem kom- ið er. — Nú ætla ég ekki að orð- lengja þetta frekara að sinni, en vís er ég að seuda „Öldinni“ lfnu aftr síðar, þegar eitthvað verðr til efnis Á lft avatnsnýlkndubúi.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.