Öldin - 10.02.1892, Síða 1

Öldin - 10.02.1892, Síða 1
ÖI.DIN, an Icelandic Weekly Record of Current Event8 ind Contemporary Thought. Subscr. Price $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. \i LAN08BÓKA8AFK )) Ö LDIN. Advertising Rates: 1 ineh single column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Boi 635, Winnipeg, Man. I. 19. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 10. FEBRÚAR. 1892. fréttir. ÚTLÖND. — í Jai'an heíir stjórnin veitt $630000. til hluttöku í alheimssýning- unni í Chicago. Menn búast við að sýning Japansmanna verði einkar-fróð- ieg. Eraniför þeirrar þjoðar er alveg dæmalaus í sögunni. Japansmenn hafa flestum þjóðum betra lag á, aö taka upp alt útlent, sem nýtilegt er og gott, 'en varðveita jatnframt það þarfasta og bezta af því, sem þeir hafa erft frá forfeðrum sinum. __ Fká Englanih er nú fullyrt, að um páskaleytið leggi stjórnin fram frumvarp sitt til irskra sveitarstjórn- arlaga, og er húizt við að það íai svo mikla mótspyrnu af frjálslynda flokkn- um o‘r nokkrum af fylgismönnum stjórnarinnar (inum aftrhaldssömustu, er þyki frumv. of frjálslegt), að stjórn- in niegi til að rjúfa þingið, og þá muni nýjar kosningar fara fram um hvítasunnuleytið í vor. Randolph Churchlili lávarðr ætlar að leggja fram á ný frumvarp sitt um takmörkun á sölu áfengra drykkja. __ Yictobia dro.ttning er um þessar mundir á eynni Wight sér til heilsu- bótar. Hún heflr alt af verið mjög lasinn síðan sonarsonr hennar dó. Örðmgast er það fyrir þá sem nærri herini eru, að hún er svo geðvond, að til vandræða horflr. — Pbinsinn af Wales er allt af hálflasinn síðan hann missti son sinn. Ekki svo að skilja að hann þjái neinn sérstakr sjúkdómr, heldr er hann máttvana og lasburða yfir höfuð. — Chamberlaín er kosinn leiðtogi úníónista-flokksins i stað Hartingtons BANDARIKIN. __ þj UNB ráðherra utanríkismál- anna, varð 02 ára 31- f- m. Hann kvaðst þá vera við beztu heilsu, og lætr hami jafnan vel yfir heilsu sinni um þessar mundir, svo að lieilsubrestr hans skuli siðr spilla utliti hans til ld verða til nefndr sem forsetaefm af liendi samveldismanna. Það þykir þó 3igi dyljast þeim, er athuga gangmn i Bandaríkja-pólitík, að Blaine hefir 3nga útsjón til forsetadæmisins. _ Ui'i’SKEKAN í Norðr-Dakota síð- istUðið haust hefir, samkv. skýrslum akryrkjumála-ráðgjafans, veriö a þessa leið : Hveiti : 2 865 502 ekrur sánar; upp- ikera að meðaltali 22j búsh.; alls ;4 713 328 bush.- Hafbab : 420 224 ekr- ir sánar; meðal-uppsk. 42j bush.; alls L7 875 528 bush. — ByGG : 143 368 ekrur lánar; meðal-uppsk. 36f bush. af ekru; ills 5 27.0 785 bush. — Lín : 106 613 ekr. ánar; meðal-uppskera llf bush. af skru; alls 1 241 018 bush,— Rúgr: 11 898 ikr. sánar; meðal-uppsk. 26 bush. af ikru; alls 309 943 busli. — Kabtöflur : 9 566 ekr. sánar ; meðal-uppsk. 178| msh. af ekru; alls 3 494 801 bushel. — Æais: 35 693 ekr. sánar; meðal-uppsk. 41 bush. af ekru; alls 865 593 bush. Þessi 6 county í Red Kiver daln- m framleiddu 58j pr. cent af öllu veitinu í ríkinu: Grand Forks, Valsh, Pembina, Traill, Cash og Ricli- — Sii.fbið hefir enn á ný hrapað rerði. Sem stendr er silfrdollar ekki nema 70J cts. virði að sanngildi. Það vantar ekki nema örlítið brot úr centi til, að þetta sé lægsta verð, sem silfr hefir nokkru sinni komizt í. — Nebraska. 1890 var Mr. Boyd kosinn ríkisstjóri í Nebraska, en með dómi hæstaréttar ríkisins var kosning hans dæmd ógild, þar eð hann væri ekki þegn Bandaríkjanna. Hann var nefnil. fæddr utan Bandaríkja, og hafði aldrei aflað sér þegnréttarskjala. En nú hefir hæstiréttr Bandaríkjanna dæmt kosninguna gilda, með því að Boyd hafi verið íbúi Nebraska, er það landsvæði var tekið upp í ríkja-tölu Bandaríkjanna, en við það hafi bann að sjálfsögðu sem aðrir íbúar orðið þegn ríkjanna. — Fyrsta kona,. sem hefir staðizt læknispróf í ríkinu Alabama—og það er strangt próf, að miklu leyti skrifi legt—er Mrs. H. T. Dillon, svertingi að kyni. — L.ekningastofnun fyrir drykkju- menn er nýkomin á fót í Boone, Ia. Tveir læknar veita henni forstöðu, og fylgja þeir inni svo nefndu Bidell- aðferð, eu ekki aðferð Dr. Keely’s. — Á wnginu í Iowa er komin fram tillaga um að veita $300,000 til hlut- tekningar ríkisins í sýningunni miklu í Chieago 1893. — Kjörmála-nefndin í bandaþing- inu í Washington hefir borið fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá Bandaríkjanna, þess efnis, að eftir- leiðis skuli þingmenn efri málstofu kosnir beinum kosningum af kjósend- nm i hverju ríki, en ekki af löggjaf- arþingunum. — Blaine úr sögunni. Blaine hefir nú ritað formanninum í National Rep.ubl. Committee, Hon. J. S. Clark- son, bréf, þar sem hann lýsir yfir því að hann ætli ekki að verða einn af þeirn sem í þetta sinn leita kosn- inga sem forseti Bandaríkjanna næst. CANADA. — Meiri fjárprettir virðast vera að komast upp um Dominion-stjórn- ina í Ottaiva. Blaðið ,.Globe“ ber Sir Adolphe Caron og fieirum félögum hans á brýn ákaflega stórskorna prett- visi og fjárstuld, og birtir ritlíki (facsi- nnle) af nokkrum skjölum til sönn- unar sakargiftum sínnm. Blaðið skor- ar á þá sem það ber sakirnar á, að höfða meiðyrðamál gegn sér fyrir dóm- stólunum annaðhvort í Ontario eða Ouebec. „Globe“ er merkasta blað frjálslynda flokksins hér í landinu. WINNIPEG. — Hörmulegt slys vildi til á Cla- rendon-hótelinu hér í bænum á föstu- daginn. ísl. stúlka Hólmfríðr Stef- ánsdóttir (frá Ávík i Strandas.) fór inn á eimlyftirinn (elevator) í kjall- aranum og ætlaði upp í língeymslu- herbergið á 2. gólfi, en aðvaraði ekki gæzlusveininn, sem sat í gestarúminu á 1. gólfi. I þvi var sveininum gefið merki írá einhverju efra gólfinu, og fór sveinninn upp á farþegjapalli lyft- isins, en í því heyrðist hljóð og fall í kjallaranum. Stúlkan hafði farið með fulla körfu af borðdúkum og gengið inn á vöru-pall lyftisins. Hafði hún marizt öll meira og minna sundr á annari liliðinni, verið hálfkomin inn á pallinn, er lyftirinn fór af stað. Hún dó á laugardagsmorguninn kl. 6 og var jörðuð a sunnugaginn. —• Rkv. Björn Pétrsson var sjúkr síðastliðinn sunnudag og gat því eigi sungið tíðir. Næsta sunnudag verðr umtalsefni hans því: „ímyndtið frelsun og sannarleg frelsun". — Rev. Hafsteinn Pétrsson mess- aði hér síðastl. sunnud. í lút. kyrkj- unni, og mun aftr messa næsta sunnu- dag. Munið eftir samkom- unni í kveld á Assiniboine Hall. — Ölðin hafði 1. þ, m. 564 áskrif- endr. I gærkveldi var talan orðin 580. — Premíur Aldarinnar eru sendar af stað öllum, sem til þess hafa unnið enn. Ef nokkur af þeim verðr fyrir vanskilum, þá geri oss aðvart þegar í stað. Emi er tími til að vinna nokkrar. — Lárus Jóiiannsson syngr tíðir í presbytera-kapellunni á Kate Str. sið- an séra Jónas bröðir hans dó. — J. E. Steen ritstj. blaðsins „Com- mercial" er kosinn forseti verzlunar- samkundunnar (Board of Trade) hér í bænum þetta ár. — HvEiTi-verð í Chicago varð í f. m. liæst 96 cent, lægst 89| c. Hver- vetna hér í álfu og í Englandi stendr hveitið lægra en við var búizt, og ekkert útlitfyrir hækkun, með því rneira er til, en líklegt er að þörf verði fyrir. — Jón Eldon las upp kl. 3 á sunnu- daginn var á Assiniboine Hall ritgerð, er hann hafði samið og nefndi: Um orð og anda Jesú Krists og orð og anda nokkurrr Lögberginga". Um orð og anda Jesú Krists var fátt talað, en því meira um orð og anda Lög- berginga. Vóru þar mörg þung orð og stór mælt í þeirra garð, og virtist mælast vel fyrir, og leit út fyrir að áheyrendunum þætti flest af því sann- mæli. Ilitt inæltist ver fyrir, er les- arinn hníflaði fyrverandi samverka- menn sína, útgefendr Ileimskringlu, enda reyndi hann ekki að rökstyðja neitt af þeim ummælum. FRÁ LESBORÐINU. — NÝ.IAR l'ILRAUNIR MEÐ RAFMAGNS- leiðslu. — I síðastl. mánuði var lok- ið við rafmagnsleiðslu frá Laufien við Neckar í Wurtemberg á Þýzkalundi til 1' rankfurt am Main. Ejarlægðin milti þessara bæja er 110 enskar míl- ur, og leiðslan er lögð með þrem koparþráðum, er hver er minna en J þumlungs að gagnmáli. Þræðirnir eru lagðir á tréstólpa fram með járnbraut- inni, og liggja gegn um Hanau, Essen- bach og Heilbronn. Rafmagnið er framleitt með afli vatnsins í forsinum, sem er í ánni Neckar rétt hjá Lauffen. í forsinn er sett alment vatnshjól, sem með snúningi sínum hreyfir rafmagns- vélina. Menn höfðu fyrirfram reikn- að út, að rafmagnsstraumrinn mundi nema 100 hesta afli; en er til kom reyndist hann talsvert sterkari. í Frankfurt lysir rafmagnstraumrinn frá Lauffen 10 000 lampa, og auk þess er rafmagn leitt frá þessum þráðum til íjölda margra annara lampa við hvorn enda um sig. Aílið, sem til spillis fer á leiðinni, nemr ekki þriðjungi. Blaðið, sem vér tökum þetta eftir, segir að það sé nú ekki nema pen- ingaspurning, hvort leiddr verði raf- magnstraumr með 1000 hesta afli frá Niagaraforsunum til Chicago um það leyti sýningin mikla byrjar þar. Eliza - nihilistinn. SÖNN SAGA. Þýtt eftir ,Skandinaven‘, en upphaflega birt í „Pall Mall Gazette“. Ja, hvað útti ég nú til bragðs að taka? Aldrei held ég nokkur kvennmaðr hafi verið í meiri vanda stödd en ég. Ég hafði farið til Kússlands í þjónustu ensks saum- vela-félags til þess að vinna á út- sölustað þess í —— stræti í Pétrs- borg. Og svo einn hrákaldan morgun seint í October vóru búðardyrnar liarðlæstar, er ég kom til vinnu; og það má nærri geta, hvemig mér varð við, þegai ég frétti að um- boðssali fólagsins væri st^ikinn og búið væri að leggja löghald á allar saumvélarnar fyrir húsaleigu og öðr- um skuldum. Ja, hvað átti ég nú til bragðs að taka 1 Aleiga mín í þessum heimi var eitthvað X 2—3 (= $10—15), alt saman talið; alt sem ég átti tii góða hjá félaginu, hafði ég látið standa inni hjá uinboðssalanum. Méi' datt ekki eitt augnablik f hug að efast uin, að það væri mér alt gersamlega tapað. Um þetta var ég að hugsa og velta því fyrir mér þær 25 mínútur, sem ég var á leið- inni frá búðinni og heim til mín. Það var heppni fyrir mig að ég hafði þó borgað húsaleiguna fyrir lierhergi mitt fyrirfram, svo að ég átti þó víst að verða ekki húsvilt næstu vikurnar. Svo datt mér alt í einu nokk- uð í hug. Ég hafði verið að sauma „kveldkjól“ fyrir rússneska lafði*, sem mælti á enska tungu; hún hafði líka verið að hugsa um að kaupa saumvél. Ég hafði tekið treyjuna eða efri hluta kjólsins heim með mér, til þess að verða fljótari að Ijúka við að sauma liana, og hafði ég vakað við að sauma hana í sanmvél, sem ég hafði fengið að hafa heima hjá mér. Þessari sauinvél ætlaði ég nú að halda sem dálítilli afborgun upp í það sem umboðssalinn skuldaði mór. fevo var ekki annað en sjá, hverju fram yndi. Eg flýtti mér heim. Það gat hugsazt að það lægju fyrir Iu(ír heima bréf og peningar frá um- boðssalanum. Og nei, nei; þar var ekkert! Ég mátti til að finna þessa rússnesku lafði. En hvern- *) »lafði“ er gott og gamalt íslenzkt orð, sem þýðir „hefðarkona“; það er sama orðið, sem 1 a d y á ensku („hlæfdige" á engilsaxnesku). (Framh. á 2. bls.)

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.