Öldin - 10.02.1892, Blaðsíða 2

Öldin - 10.02.1892, Blaðsíða 2
ÖLDIN gefin út hvern Miðvikndag að 17 McMicken Str. (12th Str. 8.] af OLAFSSON & CO- (H. Olafsbon. M. Peteuson.) Bitstjóri og ráðsmaðr (EDITOB * BUSINESS MANAGKB): Jón Ólafsson ÖLDIN" kostar: 1 ár $1,50; 6 mán, $ 0,80; 3 mán. $ 0,50. Borgist fyrirfram. Á íslandi kostar árg. 4 kr. Auglýsinga-verð: 1 þuml. dálks- lengdar eitt sinn $0,25; 1 þnml. 1 mán. $1,00; 3 mán. $2,50; 6 mán. $4,50; 15 mánuði $8,00. Sendið peninga í registreruðu bréfi, póstávísun (P. O. Money Order) eða Express Co. ávísun eða ávísun á fianka í Winnipeg (ekki á utanbæjarbanka). Öll bréf og borganir sendist til: Olafsson <ý Co. - - - P. O. Box 535. Winnipeg, Man. / .Island og rafmagnið. —o--- Þegar vér fyrir skömmu vórum niðr í Selkirk 'WTest, og sáum, að frá því vér höfðum verið þar síð- ast hafði þett° litla þorp, sem ekki mun vera fimtungr á við Beykja- vík að mannfjölda, fengið rafmagns- lýsing í hæinn, hæði á strætin og í húðirnap’, þá datt oss í hug, að „öllum Berist hetr en Brandi“ — allir hæir yrðu á undan Reykja- vík, höfuðhorg vors kæra föður- lands. Eldsneyti er ódýrra í kaup- túnum á Islandi, heldr cn hér. Það þarf ekki að gefa .$9-^ fyrir tonnið af góðum kolum þar, eins og hér. Þótt því rafmagnsvélarnar væru hreyfðar með gufu, þá ætti það að verða ódýrara í Eeykjavík en ’l smáþorpum hér, að lýsa stræti og húðlr með rafmagni. En til- raunir með rafmagnsleiðslu, sem vér skýrum frá fram í þessu hlaði („Frá leshorðinu“), sýna, að það má nota vatnsaíl fossa til að lireyfa raf- magnsvélar, og svo má leiða raf- magnið margar þingmannaleiðir með koparþræði þangað sem það verðr hagnýtt til lýsingar. Það er ekki langr vegr frá Reykjavík upp að Stórafossi í Ell- iðaánum, rétt undan Arhæ. Hví skyldi, ekki vera vinnandi vegr að leiða þaðan rafmagn til að lýsa alla Reykjavík, hæði strætin, húðir hótel, skóla, spítala, kyrkju, þing- hús, templarhús, prentsmiðjur, skrif- stofur o. s. frv.l Og þá minnir oss að sé enn styttra að ná í fors á Akreyri. Er ekki þetta íhugunarefni fyr- ir þá landa heima, sem nokkur framfarahugr er íl Yæri ekki vert að reyna að vera sér úti um áreiðanlega áætlun nm kostnaðinn 1 Og ef það væri gert, þá mundi ráðlegast að leita ekki til Danmerkr, heldr til Þjóð- verjalands. Og oss virðist landssjóðr ætti að hera kostnaðinn við fyrirspurn- ir og áætlanir, þótt hver hær auð- vitað kosti verkið sjálft. Því að fyrstu áætlanir yrðu til hags og fróðleiks fyrir alt landið. Auk þess á landssjóðr stóreignir í Reykja- vík, kyrkjuna og þinghúsið, lands- höfðingjahús, skólana o. s. frv. Yér munum eftir, að það var einu sinni send hæjarstjórninni á- ætlun um strætalýsing með raf- magni í Reykjavík. En eftir því sem rafmagnslýsingunum hefir fram farið síðan, er enginn efi á því, að sú áætlun er fjarri öllum sanni nú. Hún var auk þess hygð á því, að hreyfiaflið yrði gufa. Svo þarf að gæta að fleiru en kostnaðinum ; það verðr og að gæta að tekjunum af slíkri leiðslu. Og það má óhult fullyrða, að hver einasta verzlun í Reykjavík mundi hagnýta rafmagnsljós. Þau yrðu eitt eða fleiri í hverju herhergi verzl- unarhúsa allra. Skólar, spítali, kyrkja, þinghús, hotel, templarahús, skrifstofur emhættismanna o. s. frv. -—- allir þessir mundu hagnýta þessi ljós, af því að þau yrðu miklu hetri, hættulaus alveg og ættu að verða fult eins ódýr og núverandi lýsingaraðferð. Þá þyrfti ekki að loka landshókasafninu allan síðari hluta dags í skammdeginu, því að engin eldsvoðahætta er af rafmagns- ljósunum. Þetta og margt fleira verðr að takast til greina. Vér felum lesendum vorum heima að íhuga þetta. (Framh. frá 1. bls.) inn atti ég að fara að þvíl Hún hafði ekki skilið eftir nafn sitt né látið þess getið, hvar hún ætti heima. Hún hafði varla talað orð við mig. Mig minti húlfvegis hún hefði talað um að koma aftr; gott ef hún hafði ekki talað um, að kjóllinn yrði albúinn í dag. Það var ekki nema einn vegr hugsan- legr til að hafa upp á henni, og það var, að ég færi út á strætið fyrir utan húðardyrnar og hiði eft- ir að liún kæmi. Eg flýtti mér um hæl alt hvað ég gat til búðarinnar og staðnæmd- ist þar á strætinu rétt hjá. Ég gaf gætr að sérhverri konu, sem fram hjá fór. Kuldinn var svo sárbitr og það var eins og Stormr- inn næddi gegn um mig, svo ég hélt að það mundi líða yfir mig af kulda. Alt í einu kom ég auga á vagn, sem kom og var ekið upp að stétt- inni fram undan búðardyrunum, og stó út úi' honum dýrlega húin lafði. Ég var ekki lengi á mér þvers yfir strætið og til hennar, því að ég þekti undir eins að það var rússneska lafðin, sem mælti á enska tungu og útti að fá kjólinn. Mér var þungt um meðan ég var að segja henni, hvað hörmu- lega ég væri stödd, og hað hana innilega að gera nú það góðverk að hjálpa mér. Ég spurði hana, hvort hún vildi ekki taka mig heim til sín og láta mig vinna — hvort hún vildi ekki reyna þuð. Eg sagði henni ég hefði saumvél, og að ég skyldi fúslega sauma kjóla fyrir alls ekkert, ef hún vildi að eins veita mér húsaskjól og fæði þar til ég gæti skrifað ætt- ingjum mínum á Englandi og feng- ið svar og peninga frá þeim til heimferðai'. „Og kjóllinn minn — missi ég hanni“ spurði lafðin óþolinmóðlega. „Nei, ekki alveg“, svaraði ég. „Pilsið er í húðinni, en upphlutr- inn er heima hjá mér og nærri al- húinn“. Mér fanst það svo hörmulegt, að hún skyldi vera að tala um kjólinn sinn, þegar ég liafði verið í örvænting minni að rekja fyrir henni raunir mínar. „Hvar eigið þér heima 1“ spurði hún heldr þurlega. Eg sagði henni það. „Stigið þér upp í vagninii“, sagði hún. Eg gerði það. Yið ókum nú eftir aðalstrætinu, svo sem leið lá, og svo út af því. Þá lét hún vagninn nema staðar, sté út ásamt mér og gekk með mér þangað sem ég átti heima. Ég lauk upp og lót hana ganga á undan mói'. Á horðinu lá upphlutrinn af kjólnum hennar. Það var eins og hún léti sér þó ekki svo annt um hann. Eftir litla stund tók hún hann þó upp, leit á saumana, fleygði honum svo á stól og fór að skoða saumvélina. „Hvað mundi óg þurfa að vera lengi að læra saumaiðnina til fulln- ustu á þessa vól 1“ spurði hún og settist niðr fyi'ir framan vólina og fór að reyna að stíga hana. „Hálfan mánuð, og ef til vill skemmri tím&“. „Skyldi það skemma á mór hendi'- nar 1“ Hún di'óg af sér hanzkann og sýndi mér á sér hendrnar. Þær vóru mjallhvítar, velþrifnar og glitruðu demants-hringir ú fingrun- um. „Ég held þór þyrftuð eltki að skemma fallegu hendrnar á yðr“, svaraði ég. „Það er vel‘!, mæltihún; „hyrj- ið þú kensluna undir eins ;—undir eins, heyrið þór. Þér skuluð fá ó- makið horgað“. Hún settist nú að verki og óg leiðbeindi henni; vórum við að þessu eitthvað klukkustund samfleytt. Hún var fráhærlega fingralipr og hand- lagin, og það var eins og hún skildi alt í einu alla samsetning saum- vólarinnar. ,,Ja, ef yðr fleygir svona áfram, lafði mín“, sagði ég, „þá verðið þór afbragðs-saumakona á 10 dögum“. Ilún svaraði því engu, en hélt áfram vínnu sinni hálfa stund enn. „Það er ekki eins leiðinlegt eins og ég hugsaði“, mælti liún þá; „en nú hefi ég fengið nóg af þessu í dag. A moi'gun kem ég aftr. Þá verðið þór að taka vélina sundr fyrir mig og sýna mér alla hennar hluta, og lcenna mér hvernig á að setja hana sarnan aftr. Ef þér viljið gera mór stóran greiða, þá farið þér ekk- ert út í dag. Ég þakka yðr fyrir, hve þolinmóð þér hafið verið við mig. Getið ekki um það við nokk- urn mann, að óg hafi verið hór. Ég vona þér hafið lært það hér, að í þessu landi er það hollast að setja tönn fyi'ir tungu. Farið ekki aftr til húðarinnar. Gerið þór svo vel að taka við þessu fyrir fyrsta kenslu- tímann“. TJm leið og hún sagði þetta lagði hún gullpening á horðið. Mikið skelfing lrngaði mig til að hlaupa upp um hálsinn á henni °g kyssa hana. Viðmót hennar var kuldalegt og drambsamlegt. En þakklætistilfinn- ingin varð feimninni yfirsterkari hjú mór. Ég tók báðurn höndum um aðra hönd hennar og kysti höndina. Ilún dróg hana ekki að sér. „Vesalingr!“ sagði hún; „þór lítið ekki út fytir að vera yfir tvítugt — og að verða að reyna þetta mótlæti svona ung og óreynd, það hlýtr að vera þunghært. Ver- ið þór nú sæl þangað til á morg- un“. Hún horfði á mig lengi og stöðugt, eins og hún vildi sjá í gcgn um mig. Svo hneigði hún sig og fór. Arla næsta morgun var barið liægt að dyi’um hjá mér. Ég lauk upp, og kom inn stúlka fútæklega húin. Hún mælti ekki orð. Bögg- ulinn, sem hún har undir hend- inni, lagði hún á stól, og gekk svo rakleiðis að saumxrélinni og fór að sauma. „Gerið þér nú svo vel að gleyma lafðinni, sem var hór í gær“, sagði hún eftir litla hríð. „Þór vitið að eins að óg heiti Eliza. Ég ætla að læra saumaiðnina af yðr. Það er nú uppátæki, sem ég hef fest í huga mér'. Haldið þér að ég geti unnið. fyrir mér með þessu inóti að mánuði liðnum ? Eigum við svo ekki að ganga í félag og vinna samanl Ég skal leggja til peningana, sem með þarf. Saum- vélarnar í húðinni ykkar verða víst seldar. Þar getið þór keypt eina handa mér. Segið þér nú til, viljið þér ekki s)á í þetta 1“ Eg gat náttúrlega ekkert haft á móti því. Svo tók óg fram skrúf-lykilinn, olíukönnuna og skrúfróar-lykilinn og tók nú vólina í sundr. Hún tólc olíukönnuna, laut yfir vélina og athugaði hana mjög vandlega. Ég tók eftir því, að hún strauk öll óhreinindi af járnunum með fallegu fmgrunum sínum þangað til hún var orðin hí-skitin um hendrnar. „Það er þá ekki nærri eins flók- in samsetning ú henni, eins og á góðri skammbyssu“, sagði hún. Ég svaraði engu, og setti sam- an vélina aftr. Hún var fámælt mjög. Hún var að sauma eittlivað úi' stórgerðu efni, sem hún hafði komið með 'sjálf. Ég sat við hlið hennar og sagði henni til. Hólt hún svona áíram til miðdegis. „Er nú ekki komið mál að fara að fá séi' að borða?“ spurði hún. „Jú, það er mál til komið“,. svaraði ég; „vill lafði mín láta svo lítið að horða með mér — það er nú reyndar mjög óbrotin fæða —“ „Hvað ertu nú að ■ titla mig lafði! Ég er hara Eliza — og þú segist heita Maryl— Jú, ég vil feg- in borða með þér, Mary, ef þú vilt svo vel gera að leyfa mór það. Ef þú hefir ekki nóg handa okkr báðum, þá fer ég út og kaupi það sem okkr vantar. Hvað eigum við að fá okki’ ? Ég hóld óg só betri að kaupa en þú. Yiltu ljá mór hyrnuna þína, skinnfeldinn og yfir- skóna“l Aðr en óg fókk orði upp kom- ið, var hún komin í alt saman. Þá hló hún í fyrsta sinn og klapp- aði raér ú kinnina. „Mary systir, Mary systir", sagði liún og hló hjartanlega; dag byrjum við samvinnuna; ég er stofn- I féð og þú ert vitið. Vertu sæl,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.