Öldin - 10.02.1892, Blaðsíða 3

Öldin - 10.02.1892, Blaðsíða 3
systir; ég verð ekki liálfa stund í burt1i“. Ég sat eftir nlveg forviða. ' Eftir litla stuud kom hún aftr með fullhyrði sína af smábögglum. Hún hafði keypt brauð, ost, ýmis- legt niðrsoðið, reykt gæsarbrjóst og saltaðar gúrkur. ,,Svo keypti óg okkr samovar*“, sagði hún lafmóð, ,,en hann var svo þungr, að ég gat ekki borið liann með öllu hinu. Maðrinn, sem ég keypti hann af, kemr með hann. Ég keypti einn, sem var dálítið brúkaðr, en hann er svo góðr sem nýr. Ég sé reyndar að þú átt te- könnu, en eina eyðslusemin mín var eitt pund af allra-bezta íe og dá- lítið at allra-beztu sápu. Það tvent vil ég hafa gott. En nú skulum við fara að borða. Ég matreiði“. (Niðrlag næst). ORÐAB ELGRINN. Aðsendingar úr öllum áttum. Um þéringar. Herra ritstjóri!—Þér látið „Öldina“ nr. 14 flytja lesendum sínum ritgjörð um „Þér og þú“, sem er, eins og flest sem þér ritið, mjög vel úr garði gjörð, og snertir oss alla íslendinga liér vestan bafs, jafnt æðri sem lægri, alla þá er kunna að mæla íslenzka tungu. Það er að eins eitt, sem ég íinn at- bugavert við téða ritgerð, og það er það, að yðr hefir láðst að geta þess, hvort ,þér‘ eða ,þú‘ ætti að brúkast í rithætti; þ. e. hvort vér eigum að þérast eða þúast. í bréfum vorum hvor til annars, eins hvort vér eigum að þérast í ritgerðum og í ræðum á op- inberum mannfundum. — Þetta þætti mér fróðlegt að heyra álit yðar um, úr því að þér eruð farnir að reifa þetta mál, og eruð í tilbót bezti mál- fræðingr. Ég má til að segja það eins og það er, að ég er ekki meiri garpr í íslenzku en það, að ég skil ekki og hefaldrei skilið, hvað orðið „yðr“ þýddi eiginlega; með öðrum orðum : ég veit ekki, hvert það á röt sína að rekja. Ég verð líka að segja það eins og það er, að mér gat aldrei fundizt „yðr“ vera annað, enn hálfhneykslanlegt, á meðan ég var á Islandi, og var ég þá að burðast við að þéra eins og aðrir. Það sem sérstaklega vakti þessa hneykslishugmynd hjá mér, var fyrst það, að þetta sama orð „yðr“ var eiginlega nafnorð, og haft um það sem öðru nafni var nefnt „kálfsmagi". Samt vissi ég nú aldrei, hvort réttara var, eða hvort það var rétt, að nefna „kálfsmaga“ með „kæsir“ í „yðr“, eða „maga“, eins og það í raun og veru var. Ég þarf ekki að fjölyrða þetta hér því ég veit að allir íslendingar skilja þetta og luifa lieyrt það nefnt. En ég ætlaði að minnast á hneyksl- ið, sem mér virtist orðið „yðr \ alda. Það átti eitt sinn að hafa borið við í sveit einni á íslandi, að kona sendi son sinn til prestkonunnar eftir iðri — maga úr kálfi. Þrengr fór, en þegar hann kpm á prestsetrið, þá á- varpaði hann prestkonu á þessa leið: „Sæíar veri yðr. Móðir mín bað að heilsa yðr, og bað yðr að hjálpa sér um iðr; en ef yðr gæti ekki hjálpað sér um iðr, þá bað hún yðr að láta yðr vera“. — Og aðra sögu heyrði ég svipaða þessari: Bræðr tveir vóru sendir til skreiðarkaupa, en á leiðinni var prestsetr; nú fóru þeir að tala um það sín á milli, því þeir áttu eitthvert erindi við prest, hvernig þeir ættu að lieilsa presti, þegar þangað kæmi. Annan þeirra minti að það ætti að segja: „Sælir veri yðr“, en *) Samovar er rússnesk sjálfhitu- vél til að liita te. liinn: „Sælir veri oss“; og það er ekki að orðlengja það, að þeir komu til prests og lieilsuðu honum svona sinn með livoru móti. Margar fleiri sögur þessum líkar heyrði ég í ungdæmi mínu, sem all- ar áttu meira og minna rót sína að rekja til þessa tvískinnungs í mál- tízkunni að þéra og þúa fólk, eftir mannvirðingum. Heima í sveitum* var það siðr að allir skildi þúast, svo þegar börnin lærðu málið, lærðu þau það náttúrlega fyrst, og vissi því margr ekki, hvernig hann átti að tala, þegar þéra skyldi presta og aðra embættismenn. Eg ritaði einu sinni fáein orð um þéringar í „Leif' sáluga, en það tók engin undir það, og svo lét ég það detta niðr. En nú þegar ég sá rit- gjörð vðar um „þér og þú“, þá vakt- ist það upp fyrir mér á ný, og það er ein orsök til þess, að ég rita lín- ur þessar. Um það að þúast, eu þérast ekki í daglegu samtali manna í milii, er ég yðr samdóma, herra ritstjóri; en um „þér, þú og yðr“ í bréfum, ræð- um og ritum ætla ég ekki að segja álit mitt í þetta sinni. Eg ætla að sjá, hvað þér segið um það mál fyrst; en skyldi það verða gagnstætt því, er ég hef sannfæringu fyrir, þa mun ég láta.til mín heyra síðar. Hérna í bænurn mínurn, þar sem þó er fjöldi af Islendingum, heyrist aldrei ,,yðr“ nefnt á nafn, og þeir Is- lendingar, sem hér eru fæddir, vita ekki, hver , þremillinn" það er. Yið þuum hér allir prestinn oltkar, og prestrinn þúar alla**. Hér er enginn vandi að tala, því menn tala hér sama málið við hvern sem menn tala, og hér eru heldr ekki brúkaðir maddömu og frúar-titlar; niðr með þá líka, niðr með alt hneyksli og manngreinar-álit; niðr með alt bugt og beygingar, hræsni og smjaðr, en upp með alt sem fagrt er og nytsamlegt þjóð vorri og tungu til frama. 15. Janúar 1892. Yðar einlægr „Búi“ — Svar : „Iðr“, sem nú er stund- um haft urn kálfsmaga (með hleypi í), þýðir þó eiginlega ekki ,.magi“, heldr „innyfli" yfir höfuð. Það er fornt orð og kemr fyrir í elztu lög- bók íslendinga (Grágás), og víða í fornsögum (sbr. Án hrísmaga í Lax- dælu); svo er það og liaft um innra eðli manns, og í Stjórn er talað um „miskunnar iðr guðs“ (í núver. biflíu- þýðing vorri er það lagt út „hjart- gróin miskunn guðs“—Lúk. 1,78). Og af „iðr“ í þessari merking er dregið sagnorðið „að iðrast", sem þýð- ir „að finna til í innra eðli sínu (o: sálunni)". — Frummerkingin í orð- stoíninum er „inn“, 0g er „iðr“ og „inn“ samstofna; „ðr“ 0g „nn“ skift- ast mjög á í máli voru, einkurn til forna, t. d. „muðr“==„munnr“; „séðr“ = „sénn“ (fásénn=fáséðr); ,.suðr“ = ,,sunn“-(an); „maðr“, „mann“ ”o. s. frv. Þessi orðstofn (og þau orð, sem af honum eru leidd) á ekkert skylt við „yðr“, fornafnið, sem er þolfallsmynd og þágufallsmynd af „þú“. ---- Það er í rauninni ekkert torskilið né vandfarið með orðmyndirnar „þér“ og „yðr“, þegar þérað er. Það eru fleirtölumyndirnar af „þú“. Vandinn er ekki annar en sá, að írnynda sér að maðr ávarpi m a r g a menn í stað- inn fyrir einn, alveg eins og þegar rithöfundr talar í margra nafni og *) Að minnsta kosti var þáð siðr í norðurlandi; á austrlandi: Norðr- og Suðr-Múlasýslum, mun aftr hafa verið siðr að þéra, börnin þéruðu for- eldra sína, og hjúin inísbændr sína, og upp á síðkastið vóru þéringar orð- nar nokkuð almennar á austrlandi. Höp. **) Hvað heitir „prestrinn“ ykkar? Ritstj. segir „vér“ og „oss“ fyrir „ég“, „mig“ og „mér“. Eins og talað mál er ekki annað en lievranleg mynd hugsunarinnar, þannig er ritað mál ekki annað en sýnileg mynd talmálsins. Þegar ég því segi þú, þá er sjálfsagt að rita þú. í einu orði: ef þúunarreglunnl er fylgt, þá er auðvitað sjálfsagt að fylgja benni jaínt á mannfundum sem á heimili, jafnt í riti sem ræðu. Ritstj. Séra Friðrik og safnaðardeilan. Það hefir slæðzt óhreint með spræn- unni, sem séra Friðrik Bergmann lét fara 1 Lögberg um daginn eftir af- lokinn embættisrembing sinn hér í Selkirk fyrir hönd lúterska kyrkju- félagsins, sem hann er varaforseti fyr- ir. Séra Friðrik segist ætla að tala svo samvizkusamlega um safnaðar- deiluna hér, sem sér sé unnt, af því hann viti, að Lögberg vilji ekki bjóða lesendum sínum annað en sannar og réttar (?) íregnir, og mættu nú margir lialda., að guðsmanninum hefði þá tekizt að sporna við því rétt í þetta eina sinn, að fara með ósannindi.. En það er þó síðr en svo hafi orðið hjá honum, blessuðum. Það er ekki kominn nema svolítill stúfr af sög- unni,þegar hann yfirgefr sannleikann og málefnið og krotar í staðinn ósann- indi um séra Magnús Skaftason og söfnuðinn hér í Selkirk. Menn taki eptir, að þar sem séra Friðrik talar um í sögu sinni að séra Magnúsi hafi af inum gömlu fulltrúum verið neit- að um safnaðarhúsið til guðsþjónustu- gjörðar, þar segir hann svolátandi : „Hann (séra M. Sk.) fer þess þá heim- ullega á leit við fólk í Selkirk, að sér sé léð kyrkjan þvert ofan í bann fulltrúanna, á þann hátt, að hann skrifar smámiða, sem sendir eru út um allan bæ til undirskrifta“. Þetta eru helber ósannindi séra Friðriks, og þykir oss Selkirkbúum samvizkusemi lúterska varaforsetans ekki svo átak- anlega stór, að því er þessar ofan- greindu línur snertir. Og ekki mun þetta afla honum mikilla vinsælda eða virðingar hér, er hann ekki gat haft þá stjórn á sjálfum sér, að demba ekki þessum ósannindum inn í sög- una. Það var oft og skýrt tekið fram á málfundinum, sem séra Friðrik tal- ar um í sögunni, að séra Magnús hefði engan þátt átt í því, að sam- komuhúsið var opnað, eða hefði á neinn hátt leitazt við að fá húsið til guðsþjónustugjörðar eftir að hann hafði fengið afsögn um það hjá liinum svo- nefndu gömlu fulltrúum, lieldr var það stór meirihluti safnaðarins, sem bauð honum samkomuhúsið og beiddi hann að flytja þar messu. Yér getum ekki triiað því að séra Friðrik hafi verið svo heyrnarlaus eða sofandi á málfundi þessum, að hann hafi ekki lieyrt það sem talað var við hann. En sleppum nú þessu atriði. Á öðrum stað segir Friðrik : „Marg- ir, sem létu til leiðast að skrifa nöfn sín á miða þessa, vóru ekki í söfn- uðinurn og höfðu því enga heimild til að gefa slíkt leyfi.... Það liggr í augum uppi, að svona löguð aðferð var ólögleg £ alla staði“. Hér játar að vísu Friðrik það, að þeir sem í söfnuðinum voru, hafi haft heimild til að ljá séra Magnúsi samkomuhúsið, en hann lætr þann sannleik ósagðan, að allir þeir sem undir það skrifuðu að hlýða messu séra Magnúsar í sam- komuhúsinu, vóru reiðubúnir til að ganga í söfnuðinn, og höfðu flestir þeirra æskt þess hjá iuum gömlu full- trúum, að nöfn þeirra yrðu skráð á safnaðarlistann, en fengu það ekki. Fulltrúarnir neituðn því. Það er und- arlegt prúðmenskubragð af prestinum að geta ekki um þetta, hafi hann ætlað að tala samvizkusamlega um deiluna. Síðan fulltrúaskiftin urðu, eru a 11 i r þe^sir menn innritaðir í söfnuðinn. Þá cr séra Friðrik að berjast við að koma því inn í menn, að inir gömlu fulltrúar liafi verið löglegir handhafar þeirra valda, er þeim hafi verið trúað fyrir af söfnuðinum, þrátt fyrir það þó hann viti, að þcir sömu fulltrúar brugðnst öskum og vonum meiri liluta kjósenda sinna, með því að þverskallast að ástæðulausu við að halda fund í söfnuðinum, þrátt fyrir margítrekaða áskorun, og með því að neita um að skrifa sig í söfnuðinn öðrum en þeim, sem þeir treystu að væru nógu kæringarlausir til að fylgja sér að máli í þessari ógeðslegu að- ferð þeirra. Þá kemr nú úrskurðr varaforset- ans, þessi dónalegi. Það á að vera eitt af aðalatriðun- um í úrskurði þessum, að allir þeir, er hlýddu rnessu séra Magnúsar í sam- komuhúsinu, hafi fyrirgert rétti sín- um sem safnaðarlimir, nema þeir kannist við það sem yfirsjón. Hér skrökvar guðsmaðrinn á sjálf- an sig, því að svo einstrengingslegr, ósanngjarn og lúalegr, sem úrskurðr þessi var, stóð þetta þó hvergi í hon- um, þegar hann var lesinn hér upp af varaforseta á fundi, eins og þér, hr. ritstjóri, og allir, sem á fundin- um vóru, geta um borið*. Vér vitum ekki betr, enn að enginn af þeim, er á séra Magnús hlýddu, þá er liann messaði í samkomuhúsinu, hafi nokkru sinni né ætli nokkru sinni að kannast við það sem yfirsjón, hversu sem Friðriki líkar það. Hitt er annað, að það er lík- legt, að mönnum komi saman um það, að hlýða því aðalatriði úrskurð- arins, að hlýða ekki á séra Magnús í samkomuhúsinu meðan söfnuðr- inn stendr í kyrkjufélaginu og rírsk- óhaggaðr, úr því varaforsetinn gat ver. ið aö skenkja söfnuðinum slíkan úr- skurð. Það er ekki ótrúlegt að Sel- kirkingar hugsi að senda fulltrúa á þetta næsta kyrkjuþing, og gjöri sitt til að sýna þinginu fram á, hve eyði- leggjandi það er fyrir kyrkjufélagið í heild sinni, að gefa sínum frjálsu söfnuðum, sem eiga að vera, þannig lagaða úrskurði, er brjóta vilja og vonir meiri hluta þeirra. Er einnig vonandi, að þingið hér eftir taki svo í taumana, að slíkri drepandi aðferð verði nu um síðir út bolað úr kvrkju- félagi voru, svo það hér eftir hætti að eyðileggja sig sjálft. En iivernig sem málalokin verða á þingi í sum- ar, munum vér Selkirkbúar eftir það ráða vorum eigin safnaðarmálum, án þess framvegis að taka móti nokkr- um þeim úrskurðum í ínnansafnaðar- málum vorum frá þingi félagsins eða forstöðumönnum þess, er komi í bága við ósk og vilja meiri hluta vors safnaðar. Vér getum ekki verið að fara fleir- um orðum um safnaðarsögu séra Frið- riks, jafnvel þótt mörg atriði enn í henni þyrfti leiðréttingar, til þess að geta heitið sönn saga. Að síðustu skulum vér benda á það, til maklegs lofs séra Friðriki, að liann hefir hvergi í sögunni eins rétt fyrir sér, eins og þar sem hann seg- ir, að það sé engin ástæða til að ef- ast um, að inir nýkjörnu fulltrúar geri sitt ið bezta til að hrinda mál- um safnaðarins í sem heillavænlegast horf. En hvort það heillavænlega horf, sem vér álítum sannast og rétt- ast fyrir mál vor, þræðir nákvæm- lega ina núverandi einstrengingslegu *) Vér getum vottað það, að ekk- ert í þessa átt stóð í úrskurðinum, sem séra Fr. B. las upp á fundinum; það sem í Lögbergi er birt sem at- riði úrskurðarins, er meira og minna falsað. Það var líka auðvitað, að það mundi á eitthvað vita, er séra Fr. B. stakk úrskurðinum i vasann eftir að hann liafði lesið liann upp og lét ekki söfnuðinn fá hann skriflegan, hvorki í frumriti né alskríft. Ritstj.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.