Öldin - 17.02.1892, Blaðsíða 1

Öldin - 17.02.1892, Blaðsíða 1
ÖLDIN, an Icelandic AVeekly Record of Current Events md Contemporary Thought. Subscr. Price $1,50 ayear. Olafsson & Co. Puhlishers. LD I N . Advertising Rates: 1 inch single colúmn: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 635, Winnipeg, Man. I. 20. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 17. FEBRÚAR. 1892. D i' í f a, eins og sú sem úti var í gær, þyk- ir almenningi ekkert sælgæti. — En það er önnur drífa, sem útg. þessa Maðs fagna og óska að aldrei linni; það er drífan af nýjum kaupendum, sem sífelt drífa að „Öldinni". X v ( t. Ýmsir hafa óskað að fá myndiha af Jóni Ólafssyni keypta sérstaka. Yér getum e k k i orðið við þeim tilmæl- um. Hún fæst að eins keypt í sam- bandi við „Öldina“. Hver sem send- ir inn $1,75 fyrir nýja áskrift að „Öldinni“, fær hlaðið frá hyrjun til ársloka með mynd. FRÉTTIR. ÚTLÖND. —- Enoi.and. Salisbury lávarðr hélt nýlega ræðu í Exeter, sem mjög hef- ir spilt fyrir stjórn hans. Hann kvaðst auðvitað gauga að því vísu, að Glad- stone komist að völdom við kosn- ingar þær, er senn fara í hönd. En hann lagði mikla áherzlu á, að hanri bæri það traust til lávarðadeildar þingsins, að hún spornaði móti bylt- ingatilraunum Gladstones. Nú er eng- inn hlutr til óvinsælli á Englandi en sú hugsun, að lávarðarnir leyfi sér að traðka vilja þjóðfulltrúanna, og alþýða á Englandi er uppvæg út’ af þessari ræðu' stjórnarforsetans. I’uinzinn af Wai.ks kvað liafa í liuga að lieimsækja Canada í vor. Hans kvað vera von til New Yorlt 27. Maí, og ætlar að lialda þaðan til Niagara Falls, ogsvo til Ottawa, hvað sem lengra verðr. Hann hefir 30 föru- nauta, og hafa þegar verið leigð handa þeiin tvö neðstu gólfin í Falls Hotel, Niagara. Hubbekt Gladstone, sonr „gamla mikilmennisins", er nýkominn heim frá Nizza, þar sem faðir hans dvelr nú sér til livíldar og heilsubótar. Ilann segir faðir sinn sé, svo ern og hraustr, sem fremst inegi verða, og gangi á hverjum degi (i mílur (ensk- ar)' sér til heilsubótar, og þreytist ekki liót við það. Næiiri lá rétt nýlega að stjórn- in yrði undir í atkvæðagreiðslu í parlíamentinu énska. , Orðrómr um ná- in þingrof fer mjög vaxandi síðan. — Þýzkaland. Dáinn er þar próf. Th. Moiumsen, einn af lærðustu mönn- um Þýzkalands, höfundr nafnkendrar Rómverja-sögu, og mikill fjandmaðr Bismarcks. CANADA. — Fyrir skömmu þóttist Dominion- stjórnin hafa fengið boð frá Bandar.- stjórn um, að senda nú nefnd suðr, til að semja um verzlunar-samband. Bandaríkjastjórn neitaði því að hafa sent slík boð, en suðr fór þó Sir .Tohn Thomson með tveim öðrum fé- lögum sínum úr stjórninni. Komu til Washington og fundu Blaine, en hann vildi ekkert við þá sernja, nema þeir hefði umboð Bretastjórnar. Sendu þeir þá hraðskeyti til Salisbury’s lávarðar, að hann sendi þeim umboð með mál- þráðarskeyti. En hann neitaði því, og varð svo ekkert úr samningunum. Það er haft eftir Bandaríkjastjórn, að við þessa stjórn, setn nú sé í Ca- nada, reyni hún enga verzlunarsamn- j inga. WINNIPEG. — Séra Jón Bjarnason liggr alt af fyrir dauðanum, og tekr af og til út mjög þungar þjáningar. Læknarnir telja honum nú mjög litla lífs von. — Séra Hafst. Pétrsson er hér um | tíma, þjónar lút. söfnuðinum. — Séra Er. Bergmann kom fyrir j helgina að sunnan; prédikaði í lút. kyrkjunni síðastl. sunnud. kveld. — Rev. B. Pétrsson heldr guðs- þjónustn í Pembina, N. D., næsta sunnudag. — Á Laugardaginn var féll dómr í fullsetnum rétti í máli Hon Jos. Martin’s gegn Free Press (Luxton rit- stjóra), því er kviðdómr dæmdi í vor í og sýknaði Luxton. Réttrinn segir, að kviðdómendr hafi ekki skilið málið, ekki svarað spurningum dómarans, og því engan úrskurð gefið um það sem var aðalefnið. Því dæmir réttrinn að málið skuli tekið fyrir á ný. Þykir nú alt þunglegar horfa fyrir Luxton. Dómsatkvæði Bain’s dómara í mál- inu þykir eitt ið vandaðasta dómsat- kvæði, er hér hefir sézt í mörg ár. — Únítara-samkoman á Assiniboine Hall 10. þ. m. var fjölsóttari en til- stofnendr munu hafa þorað að búast við: 214 manns inni. Skemtanir vóru margar auk tombólunnar: Formaðr safnaðarins (Jón Olafsson) sagði menn velkomna og stýrði samkomunni. Með hljóðfæraslætti skemtu þeir herrar H. G. Oddson og Wm. Anderson; með ræðu- höldum Rev B. Petersson og Mr. B. L. Baldwinson; með upplestri Mr. St. Scheving, Mr. E. Hjörleifsson og Mr. Jón Olafsson. Mrs. Pétrsson og Mr. Anderson léku lítinn sjónleik (á ensku) og þótti ágætlega takast. Af ræðu- mönnum var sérstaklega góðr rómr ger að inni frjálsmannlegu og drengi- | legu tölu Mr. Baldwinsons. Mr. Schev- j iiig- skemti líka fólkinu með því að ! „gera kraftaverk“, sem fór dásamlega úr hendi. — Alls kom inn á samkom- unni $72,50, og munu yfir $60 af því vera hreinn ágóði. — Söfnuðrinn færir öílum, sem studdu að samkomunni, hvort heldr með gjöfum, skemtunum, aðsókn eða á annan hátt, innilegustu þakkir, ekki sízt fyrir þann umburð- arlyndis og bróður anda, sem í öllu kom fram af hendi þeirra, sem eru annara trúskoðana. — Unítarasöfnuðrinn hér hefir nú keypt sér lóð undir ltyrkju, hornlóð- ina (tvöfalda á breidd) rétt andspæn- is lútersku kyrkjunni á norðaustr- horni Nena og McWilllam stræta. Er ætlazt til, að kyrlrjan snúi í norðr og j suðr eins og lúterska kyrlijan og horfi dyrnar í suðr. í lóðinni, (sem kost- aði $400) eru þegar borgaðir $100, og í kyrkjubyggingarsjöði munu nú vera liðlega $70, og ámóta útistandandi í loforðum, sem greiðast á á þessu ári. Þetta þykir ekkert óefnileg byrjun, þar sem ekki var byrjað að hugsa um kyrkjubygging , eða sjóðsmyndun fyrri en skömmu fyrir síðastl. jól. — Ai.mæli er, að samkoma Úní- tara 10. þ. m. liafi verið einhver in bezta samkoma, sem hér hafi verið haldin meðal landa. ORÐABELGRINN. Aðsbndingar úr öllum áttum. DEILAN t PRESB YTERA -K YRKJ UNNI. Eftir N. Y. „Sun“. Ið núverandi trúarbragða-uppnám í Presbytera-kyrkjunni bvrjaði með samtökum inna vitrustu manna gegn kenningu kyrkjunnar um eilífa útskúf- un, og hafa þau samtök vaxið urn næstliðin 25 ár, jafnvel fyrst meðal presta, sem vóru gæddir góðum til- finningum. Áðr var það siðr presta, að enda enga prédikun án þess að lemja þess- ari kenning inn í syndarann. Honum var sýnd „in komandi reiði“; og inn „eilífi bruni í díkinu, sem vellr af eldi og brennisteini", var málaðr upp fyrir honum með fjúkandi mælsku. „Jafnvel eftir að þú hefir lifað í hel- víti um allan aldr sólarinnar, tungls- ins og stjarnanna, veinandi og stynj- andi án augnabliks friðar eða hvíldar", — sagði séra Jónatan Edward — „þá skaltu þó vita, að þú ert ekki vit- und nær enda þinna heiftarlegu hörm- unga, og að reykrinn af þeim skal stíga upp um ulla e . lalausa eilífð. Líkamir yðar, so n hui'a verið brend- ir og steiktir í þossum hvæsandi log- um allan þann tíina, skulu þó ekk- ert hafa eyðzt.—Þeir skulu halda áfram að stikna gegn um e' :a eilífð enn, sem ekki hefir orðið stj'tt um augna- blik af því sem liðið er“. Andstygð á þvílíkri voða-kenning gerði vart við sig jafnvel á Jónatans dögum; en þó hefir hún ekki getað haldið grimmum klerkum frá að prédika um helvízkar kvalir frarn á þennan dag. Smáin saman varð það skoðun beztu presta ,og vitrustu leikmanna, að biblíukenn- ingin þyrfti breytinga og endrbóta við, kenningin um helvíti að falla og Westminster-trúarjátningin að endr- skoðast, til þess að steypa allri henn- ar útskúfun á heiðingjum og óskírð- um börnum. — Meðal þessara „beztu rnanna" kyrkjunnar er Ilr. Briggs, sem hefir lýst yfir því að bibiían, sé óá- reiðanleg bók og að eilíf framför liggi fyrir öllu mannkyninu. — Þannig hef- ir ið mikla guðfræðislega ágreinings- efni Presbytera-kyrkjunnar á þe»sum dögum miðpunkt sinn í útskúfunar- kenning lcristindómsins. — Mr. James Mew heíir nú í mánaðarritinu „Nine- teenth Century" tekið upp nokkra staði eftir ina gömlu kyrkjufeðr írá þeim tíma, er þeir vóru að festa kenn- inguna um helvíti í kristninni, og líkjast þeir staðir mjög út.málun séra Jónatans Edwards. „Ef einn maðr sæi þær píslir“, segir St. Steplianus, „gæti hann ekki lirevft sinn minnsta fingr áðr en hann dæi af liræðslu“. Hiero- nymus og Tertullian þreytast aldrei að telja mönnum trú um helvíti, sem „velli af eldi og brennisteini". „Hvert hræ af inum glötuðu er viðbjóðslegra en miljón af froskum1’, segir Jeremias Taylor. „Hver hugsjón af helvíti er himnaríki í samanburði við hvað þaö er í raun og veru“, segir St. Bona- ventura. „Þeir glötuðu eru svo þétt pressaðir saman í lielvíti“, segir einn kyrkjul. rithöfundr, „að 100,000 miljónir eru þar á einni þýzkri ferhyrn.mílu“. Löngu fyrir daga séra Jónatans full- yrti St. Thomas Aquinas, „að inir út- völdu geti horft á píslir glataðra sálna án minnstu óánægju yfir itjörum þeirra’*. Um það, hvar helvíti sé, liafa verið mjög deildar skoðanir meðal guðfræðinganna á öllum tímum kristn- innar. Menn hafa hugsað sér það á endum jarðarinnar, hinumegin á hnett- inum, í miðri jörðunni, í Marz, í tunglinu, í sólunni. Tertúllian, og síð- ar Dante, komu því fyrir í miðri jörðunni, til þess að geta fengið með- al-afstöðu af inum ýmsu ágizkunum guðfræðinnar, en loftleysi og ónóg víð- átta hefir síðar gert þá ætlun vafa- sama, og þá varð til sú hugmynd meðal kristinna manna, að mestar líkur væru til, að sálin mundi geyma það í sér. Að helvíti sé kringlótt og flatarmál þess óþekt, hefir verið drotn- andi álit á öllum tímum af aldri þess. Um fjölda íbúanna hefir verið mikið þrætt. Eftir útreikningi þeirra guðfræðinga, sem ætla þar heimili öllum heiðnum mönnum, þá veltist þar um í glóðinni miklu meira en tveir þriðjungar af öllu mannkyninu. „Meiri hluti inna dánu hefir farið til helvítis", sagði séra Jónatan í ræðu, er liann flutti að Enfield í Connecti- cut 1741. Gulielmus Parisiensis reikn- aði, að eingöngu djöflar í helvíti væru 44 inilj. 435,566, — en aðrirjafn- færir reikniugsmenn, og mikilsvirðir guðfræðingar, segja þá miklu fleiri. A síðasta þingi Presbytera, sem haldið var í Detroit, sagði einn guð- fræðingr, að Westminster-trúarjátning- in dæmdi 30 sálir til helvítis á mín- útu liverri, eða 43,200 á dag, eða 15 milj. 768,000 á hverju ári. — Dr. Louis Du Moulin, prófessor í sögu að Ox- ford 1860, sannaði með guðfræðinni, að ekki einn af 100,000, nei, ekki einn af miljón manna, alt frá Adam niðr til hans daga, gæti verið frelsaðr. — Michael Wigglesworth — í bók sinni um „Dómsdag” — er þó svo nærgæt- inn að ætla óskírðum ungbörnum veru- stað í vægustu deildinni í helvíti.— Siðuð tilttnning á vorum dögum getr ekki liðið glötunarkenningu kristin- dómsins lengr. Og af því eru sprott- in in voldugn samtök beztu manna til að steypa Westminster-trúarjátn- ingunni. Og vonandi er, að helvíti gömlu guðfræðinnar liverfi innan skams úr trúarjátningu mótmælenda. En það getr orðið að eins með því,aðbreytt verði undirstöðu trúarinnar, ef luin verðr ekki algerlega upxirætt. Mann- félagið lilýtr í mörgum greinum að breytast til ins betra, ef alþýða hætt- ir að trúa eilífri útskúfun, og ótti manna við hræðilegar afleiðingar, ef þeir neiti kristinni trú, hverfr“. Hvað dásamlega að útmálunin á kvölum glataðra sálna hefir getað náð festu í kenningutn kyrkjunnar á ís- landi, má víða sjá í ræðum Jóns biskups Vídalins og tleiri guðfræðinga frá eldri tímum; en einna gerðarleg- ust er liún þó i 49. sálmi út af hug- vekjum Dr. Gerhards eftir séra Sig- urð Jónsson á Presthólum, þar sem þessi vers standa: „Af einum neista í eymdar-glóð ólíðanlegri pína stóð, en þó kvintiu hér kynni sár kvelja jóðsótt um þúsund ár“. Minsta korn þá af minstu kvöl er miklu þyngra’ en alt heims böl, og þo að Adams arfarner allir skiftu því jafnt með sér“.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.