Öldin - 17.02.1892, Síða 2

Öldin - 17.02.1892, Síða 2
OLDIN gefin út hyern Miðvikudag að 17 McMicken Str. (12th Str. S.] af OLAFSSON & CO- (H. Olafsson. M. Peterson.) Ritstjó'ri og ráðsmaðr (EDITOIl A BUSINESS MANAGEB); Jón Ólafsson ÖLDIN kostar: 1 ár $1,50; 6 mán $ 0,80; 3 mán. $ 0,50. Borgist fyrirfram Á íslandi kostar árg. 4 kr. Auglýsinga-verð: 1 þuml. dálks- lengdar eitt sinn $0,25; 1 þuml. 1 mán $1,00; 3 mán. $2,50; 6 mán. $4,50; 15 mánuði $8,00. Sendið peninga í registreruðu hréfi póstávísun (P. O. Money Order) eða Express Co. ávísun eða ávísun á fianka í Winnipeg (ekki á utanbæjarbanka). Öll bréf og borganir sendist til: Olafsson fy Co. - - - P. O. Box 535. Wínnipeg, Man. Bænda-félög. í Bandaríkjunum hefir á síðastl. ári brytt mikið á nýjum félagsskap hænda, sem hefir náð yíir fjcilmörg ríki, og þessi bænda félagsskapr hafði talsverð áhrif víða við síð- ustu kosningar. • Bændafélög þessi —Farmers’ Alliance—eru ekki hver- vetna í sama móti steypt, en al- staðar eru þau pólitísk félög, að minsta kosti meðfram ; en annars munu deildírnar fást við liver þau mál, er hag bænda varða. Það er tízka. surnra blaða að láta sem öll þessi bændahreyfing sé vak- in af pólitiskum hrekkjalimum, sem reyni á þennan hátt að útvega öðr- um hvorum af aðalflokkunum fylgi manna, sem ella mundu tæplega veita þetta fylgi fiokkunum beinlínis. Það er ná ekki hægt að neita þv? moð sönnu, að ýmsir menn úr hi:iun. tveim miklu aðalfiokkum hafi cft rsynt að hagnýta sér bændafé- lögin á þennan hátt. Sumum hef- i>’ stundum tekizt það, og oft hef- ir það og mishepnazt. En hvað sem um það er, þá er ekkert vit í, að láta sér koma til liugar, að jafn-víðtæk og sterk hreyf- ing gæti hafa náð slíkri hluttöku sem þessi, ef hún væri vakin af pólitiskum hrekkjalimum að eins. Útbreiðsla hreyfingarinnar sýnir berlega, að hún or sprottin af nauð- syn hæudastéttai'innar, af þörfum, seni sú stétt finnr til og vill reyna úr að bæta. Það er fleira, sem í þessa átt bendir; þar á ineðal það, að þessi hreyfing er ekki ný, heldr hefir oft komið upp, og svo hjaðnað aftr eða dáið út, en jafnan vaknað á ný í einhverri mynd eftir skemmri eða lengri tíma. Þannig var Gran- ger-hreyfingin skömmu eftir 1870. Enn bendir það í söinu átt, að liér í Canada bryddii' töluvert á myndun hændafélaga í svipaða stefnu sem syðra. Og hvað er eðlilegra, en að fjölmennr flokkr manna, sem hefir sórstaka hagsmuni, finni þörf á, að mynda félagsskap með séi', til að gæta þessara hagsmuna og efla þá ) Bændastéttin gæti. haft nægar á- itæður, bæði sannarlegar og ímynd- hðar, til félagsskapai'ins. Hverjar þessar ástæður eru, því er torveldara að svara, meðal ann- ars af því, að þær eru ekki hver- vetna né ætíð inar sömu. En sá sem tekr eftir því, hvað bændr hugsa he.lzt um og ríkast liggi' þeim á hjarta á hverjum stað og tíma, hann get.r fárið nærri um orsakir hreyfingarinnai' þá á þeim stað. Sem dæmi þess, hvað sumstað- ar hreyfi hugi bænda, skulum vér leyfa oss að talca kafla upp úr bændafélags-blaði einu, sem út kemr í Newton, Ia. Kaflinn er svona: „Vér spyrjum: 1. Hvað kumr til að yrkt akr- yrkjuland og vinna verka-manna hefii’ hvorttveggja fallið í verði síðastliðin 20 árl 2. Hvað kemr til, að stjórnar- skuldbréf hafa sífelt stigið í verði, svo að þau standa nú 30 yfir jafn- gildi (pari)? 3. Hvað kenir til, að peningar hafa hæklcð í verði? 4. Hvað kemi’ til, að bændr eru alt af að verða lakar færir um að borga veðskuldir sínar og aðrar skuldir ) 5. Hvað kemi’ til að auði' lands- ins er sífelt að færast saman í hendr einstakra mannal 6. Hví fjölgar tala fátækra manna í landinu og millíóneigenda talan eykstl 7. Hvað kemr til, að á 8 ár- uin hefii' afrakstr hverrar ekru fall- ið úi’ $15 niðr í $6,75 (1891)) 8. Hvað kemr til, að það boi'g- ar sig betr fyirr peningamennina að tefla peningum sínum í fjárglæfra- spili, en að verja þeim í ærleg iðnaðar-fyrirtæki ? 9. Hvað kemr til þess, að fyrir 25 árum áttu bændr helming allra eigna í landinu, en nú eiga þeir ekici fnnmtung þeirra) 10. Hvað kemr til að jarðnæð- um, sem eru 1000 ekrur á stærð og þar yfir, hefir fjölgað um 800 af 100 síðastliðin 20 ár? 11. Af hverju kemr það, að iðjuleysingjar, okrkarlar, fjárglæfra- menn geta lifað í alls nægtum og gengið skrautbúnir, en iðjusamir erfiðismenn eiga fullt í fangi að komast af og mega oft ganga illa til fara og fara á mis við helztu lífsþægindi) Vér höldum því fram, að svarið só: eigingjörn lögg-jöf í hag ein- stökinn inannflokkum, og mínlcun þess peningamegins, sem í veltu or manna á meðal“. Svona mælir nú þetta bænda- blað, og það er vai'la efi á að það er héi' málgagn margra. Sumir kunna að segja : sumar af spurningum þessum eru bygðar á ósannindum eða misskilningi, og svarið er fjarstæða; só því félags- skapr bænda bygðr á þessuin og öðrum þessu líkum ástæðum, þá er honum ekki gaumr gefancli, og inál þeirra bíðr ekki svara. Þetta er að vorri hyggju mesta fásinna. Má vera að sumar spurn- ingarnar só byggðar á misskilningi, og látum vera að svarið sé fjar- stæða. Fyrst mun örðugt að neita, að í sumu sé meira eða minna til hæft. Og þótt svo væri ekki, þá er því eigi unnt að neita, að einhverstað- ar lcreppir skórinn að bændum. Þeir mega bezt finna það sjálfir. Og'só svo, að þeir só almennt óánægðir með kjör sín, er eðlilegt að þeir reyni að bæta úr því, sem þeir hyggja só að. Og þeii' hafa til þess sama löglegan rótt sem aðrir, að neyta atkvæða sinna til þess, að lagfæra það í löggjöf landsins, sem þeir álíta breytinga þurfa. Ef þeir fara vilt í, hvað að er, eða þeim m stekst að finna réttu úrbótina, þá bíðr landið alt tjón við það, og þeir ekki minst sjálfir. Enginn getr neitað • því, að það er lands-mein, ef velgengni mikils fjölda þjóðarinnar fer hnignandi og menn geta eklci fundið sönnu or- sakirnar til þesg. En það er líka lands-mein, ef menn fá rangar hug- myndir um orsakirnar og verja svo fjöri og fó til að berjast fyrir breyt- ingum, sem annaðhvort geta 'aldrei á komizt, eða yröu til enn meira tjóns, ef á kæmust. Hvað er til í því ? Hvað er til í því, sem framan- nefnt bændafélagsblað heldr fram í spurningum þeim og svari, sein vór höfum t.ekið upp hór að framan! Véi' treystumst auðvitað ekki til að svara þessu, sízt til neinnar hlít- ar. En dálítið treystum vór oss til að lýsa sumar spurningarnar, og ef til vill vekja hugsun sumra, svo þeir verði færir um á eftir að oi’ða spurningar sínar nokkru réttara ; og ef til vill gætum vór bent þeim til, að leita svaranna i róttum áttum. Það er ekki fágætt, að heyra talað með fyrirlitning um liugsun- arfræði (logic) og önnur fræði lærðra manna. Margr bóndi álítr það dautt glingr, sem enga þýðing hafi fyrir praktíska lífið og só því sér óvið- komandi. Það er eklci fjarri því, að sumir kunni að hugsa, að þeii' mundu gera börnin sín óhæfari í pralctíska lífinu, ef þeir færu að láta kenna þeirn þvílíkan hégóma. Þeir treysta því að „heilbrigð skynsemi" leysi úr öllum gáturn praktíska lífs- ins. En þeif gæta þess ekki, að skynsemi, seni aldrei hefir lært að þekkja sitt eigið eðli og lögmál, er ekki „heilbrigð“ skynsemi. Ef hugsunai’fræðinnar ljósi er brugðið ýfir spurningai' þessar, þá kemr það fljótt í ljós/ að sá sem hefir framsett þær, hefir sárlítið skil- ið í málinu sjálfr. Ef einhver spyrði oss að þeim tveim spurningum : 1. Hvað kemr til að Arni er fátækari en Jón ? 2. Hvað kemr til að Jón ér auð- ugri en Arni) þá mundum vér skjótt sjá, að það er heimskan ein, að lcalla þotta tvær spurningar. Það er ein og sama spurningin, sett fram frá tveim hlið- um. Þetta sjá allir, því að það blasir svo beint við. En liitt sjá, ef til vill, ekki all- ir eins fljótt, að alveg það sama á sór stað í spurningum bændablaðsins. Hvað þýðir það, að peningar „hækki í verði“) Það þýðir það: að meira fáist fyrir þá af þeim aurum eða mun- um, sem fyrir peninga eru keyptir og seldir. Það þýðir með öðrum orðum það: að vörur eða varningr alment (aði’ir viðskiftilegir hlutir en pen- ingar) hafi lœlkað í verði. Hækkun eða lælckun á peninga- verði eða vöruverði þýðir: breyting- á hlutfallinu milli peninga og þess sem fyrir þá er selt og keypt (pen- ingavirðis). Þá sjá allir, að 1. og 3. spurn- ingin eru ekki tvær spurningar, heldi' ein og sama spurning. Það, að land lælckar í verði og vinnu- laun falla, er alveg það sama sem að peningar hækka. Ef peningar hafa hækkað í verði um J á 20 árum, þá er auðvitað, að $10 eru nú verð þeirrar ekru af landi, sem kostaði $15 íyrir 20 árum. 7. spurningin getr og að nokkru leyti verið sama spurning sem 1. og 3. spurning. Ef ekran gefr sömu uppskeru af sór nú, sem fyrir o árum, en andvirdi þessa í |ien- ingum verðr þó helmingi minna en en þá, svo er auðsætt, að pcningarn- ir hafa hér hæklcað í verði um 100 pi'. cent. 4. spurningin er og auðsjáanlega enn sama spurningin. Bændunum verðr því örðugra, að öðru jöfnu, að borga skuldir sínar, sem peningar stíga meira í verði; því að þetta : að peningar stíga í verði, þýðir það, aö varningr (afrakstr bús þeirra) fellr í verði. Fyrir jafnmikla varnings-fram- leiðslu fá þeir nú minni peninga; og só því búsafrakstr þeirra sami nú í vöi’um, sem hann var áðr, meðan peningar stóðu lægra (o: vöruv.erð vai hærra), þa er eðlilegt að hann hrökkvi ekki lengr til sömu út- gjalda sem þá. Mergrinn eða efnið í öllum þessum spurningum (1., 3., 4. og 7.) verðr þá þetta: hvað kemr til þess, að hlut- fallið hefir breyzt milli peninga og varnings? En jafnvel þessi eina spurning er langt frá því að vera svo einföld, eins og virðist í fljótii bragði. Hlutfallið milli tilboðs og eftirspuru- ar skapar verð hverrar vöru. En margt er það sem heíir áhrif á til- boð og eftirspuim, og meðal þess kostn- aðrinn við að fullnægja eftirspurninni, Ein vara getr hækkað í verði; þá lækka peningar að tiltölu við hana. Önnur lækkar í verði, þá hækka pen- ingar í tiltölu við hana; o. s frv. Ef vér árlega reiluium út • verð hverrar einstakrar vöruteguudar af öllum al- mennustu nauðsynjavörum, sem seld- ar eru og keyptar, og tökum svo með- altal^ af verðbreyting peninganna í hlutfalli við þær, þá verðr það þol- anlegr mælikvarði fyrir hækkun og lækkun peninganna. Þetta er nokk- uð líkt því sem menn þekkja frá verðlagsskránum árlega á íslandi. Hér liggr þá fyrir að athuga hlut- fall peninganna gagnvart einstökum vörutegundum. Ef það skyldi reynast að pening- ai hefðu alment stigið í verði gagn- vart innlendum vörutegundum, þá er þar næst að athuga, hvort það sé lög- gjöfin eða annað ásigkomulag mann- legra kjara, t. d. breyting á framleiðslu náttúruafurða liér og annarstaðar í heiminum, breytingar á samgöngufær- um utan lands og innan o. fl., sem valdið hefir breytingunni. Skyldi það reynast við athugun, að peningar hafi fallið í verði í hlut- falli við ýmsan utlendan varning, þá er að athuga næst, hvort það komi

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.