Öldin - 24.02.1892, Blaðsíða 2

Öldin - 24.02.1892, Blaðsíða 2
ÖLDIN gefin út liyern Miðvikudag að 17 McMieken Str. (12th Str. S.] af OLAFSSON & CO- (H. Olafsson. M. Pbtekson.) Bitstjóri og ráðsmaðr (EDITOR * BUSINESS MANAaER): Jfin Ólafsson ÖLDIN kostar: 1 ár $1,50; 6 mán $ 0,80; 3 mán. $ 0,50. Borgist fyrirfram Á íslandi kostar árg. 4 kr. Auglýsinga-verð: 1 þuml. dálks- lengdar eitt sinn $0,25; 1 þuml. 1 mán $1,00; 3 mán. $2,50; 6 mán. $4,50; 15 mánuði $8,00. Sendið peninga í registreruðu bréfi, póstávísun (P. O. Money Order) eða Express Co. ávísun eða ávísun á banka í Winnipeg (ekki á utanbæjarbanka). Oll bréf og borganir sendist til: Olafsson fy Co.--P. O. Box 535. Winnipeg, Man. Smá-geislar. — Þeir hafa verið að halda fund landar vorir í Minneota, Minn., á laugardagínn var, og hefir einn vinr vor þar sent oss upphafið af ágripi fundargerða, svo langt sem komið var, er hann sendi bréfið, og flytjum vér það í dag, og kunnum vér fregn- rita vorum beztu þðkk fyrir, live fljótt hann hefir afgreitt þetta, svo að vér væntanlega verðum fyrstir blaðanna með þetta. Vér meðtúkum nefnilega skýrsluna í gær. — Það hefir verið merkilegr fundr að ýmsu leyti þetta, hvað merkileg- astr, ef til vill, fyrir það, að hann er er eflaust tímanna tákn. Fundr- inn er svo merkilegr, að vér ætlum að gera hann að texta ýtarlegra rit- stjórnargreina í næstu blöðum, því að málið, sem um er að gera, er reyndar ekkert sérstakt safnaðarmál, a. hvorki Minneota-Islendinga né ann- ara, heldr alment mál, er varðar alla íslendinga hér vestra — alment vel- ferðarmál allra. — Það eru nefnilega almenn um- brot í þjóðerni voru hér; það er vakin og risin almenn barátta hér, barátta, sem aldrei verðr kveðin niðr og aldrei tekr enda, fyr en annað- hvort þeirra afla, sem hér standa hvort öðru öndverð, heflr sigr úr být- um borið. — En það er, vel að merkja, ekki kristindómrinn og heiðindómr eða anti- kristindómr, sem hér eru að berjast. Nei, það sem nú er uppi hjá oss, er framhald sömu baráttunnar, sem gekk yfir allan inn mentaða heim um og fyrir aldamótin. Það er framhald þess bardaga, sem gamli Magnús Ste- phensen hóf á íslandi og sleit miklu af aldri sínum í. Hann kallaði baráttu óvina sinna þá „bardagann við ljósið"; sjálfr var hann að berjast við myrkrið. — Það er ljósið og myrkrið, sem eru að berjast hér enn á ný meðal vor landa í Yestrheimi. Það er kyrkju- félag eitt, ið lúterska, eða öllu heldr þrír af prestum þess, sem berst hér myrkrsins baráttu, berst á múti kristi- legri mannúð og bróðrkærleik, mann- úðlegu umburðarlyndi, frjálsri hugsun. — Um þetta stendr baráttan, en ekki um kristiudóminn. — Prestarnir berjast hér, eins og ofstækisprestar hvervetna og ávalt hafa gert, fyrir því að lolta augum almenn- ings, banna þeim að lesá aðrar bækr og blöð, en þau sem prestunnm geðj- ast. Og vopnið er jafnan ið sama: að telja mönnum trví um, að það sé það sama, að andæfa prestavaldi og drottnunargirni lcyrkjunnar, sem að andæfa kristindómnum. Og því er miðr, það tekst ávalt að leiða nokkra góða drengi í villu. Það hætfir ávalt ýms- um við, að íara ósjálfrátt og rann- sóknarlaust að trúa því, sem sífeit er verið að klifa á við þá. Það klingir í eyrum þeirra svo lengi, að þeir fá hljóm fyrir eyrun, og heyra ekki, hvað heilbrigð skynsemi hefir að segja. — Hvernig gætu annars góðir drengir og skynsamir menn, eins og Joh. Frost (Jóh. Halldórsson frá Geita- felli) og F. B. Johnson (Sigfús Bun- ólfsson frá Snjóholti) farið að bera fram svo gálausleg glapmæli, eins og þeir hafa borið fram á fundinum, að Hkr. og Öldin sé að „vinna móti málum kristindómsins", „niðr brjóta kristindóminn“, „brugga eitr“ æsku- lýðnum o. s. frv.? Hvorugr þessara manna kaupir „Öldina", og v ?r erum sannfærðir um, að þeir eru of stór- látir og sanngjarnir menn, til þess stöðugt að liggja á sníkjum með að lesa ókeypis blað, sem þeir tíma ekki að kaupa. Vér göngum því að því vísu, að hvorugr þeirra hafi les- ið „Öldina“, nema máske af hending litið í eitt eða eitt blað. Og hvað vita þeir þá um, að hverju Öldin er að vinna? Ekki annað en sögusagn- ir annara (t. d. prestsins síns), sem heldr ekki lesa blaðið. Því að ekki dettr oss í hug, að neinn, sem kaupir blaðið og les það, hafi getað farið að skrökva þessu í þá. Yér þekkj- um persónulega Mr. Frost frá forn- um tímum, og vitum að hann er samvizkusamr og vandaðr maðr og vel skýr; og vér höfum alla ástæðu til að ætla ið sama um Mr. Fr. B. J. Vér vitum, að ef þeir hefðu lesið Öldina, þá mundu þeir samvizkusam- lega votta, að í ritstj.-greinum henn- ar hefir ekki nokkru sinni verið andað að k ri s t i nd ó m i n u m. — Vér leyfum oss nú að senda hvorum af þessum herrum með pósti í dag að gjöf eitt eintak af allri Öldinni frá upphafi, og skorum á þá að kynna sér hana og benda opin- berlega á, ef þeir finna eina einustu setningu, sem andi móti sönnum krist- indómi, í ritstjórnargreinum hennar. En ef þeir finna það ekki, þá full- treystum vér því að þeir sé svo sann- gjarnir menn, að lýsa yfir því. Það er skylda þeirra við sjálfa sig, oss og meðbræðr sína, sem á fundinum vóru. — Næst skulum vér senda nokkra fleiri geisla af sannleikans ljósi, til að skína á myrkr séra N. S. Þorlákssonar og hans myrkra-kappa. Auka-kosuingarnar í Canada The Week, óháða vikublaðið í Toronto og eitt ið merkasta viku- blað hér megin landamæranna, seg- ir 19. þ. m. um þetta efni: „Þótt vér byggjumst við því, að afti'haldsílokkrinn mundi heldr græða fulltrúa við aukakosningarn- ar (o: kosningar í kjördæmum, þar sem þingmannasæti hafa orðið laus fyrir einhverja orsök), þá bjugg- umst vér þó aldrei við, að vinn- ingr stjórnarinnar mundi verða eins mikill og hann hingað til hefir rcynzt. „Til þessa hafa aftrhaldsmenn. að eins mist eitt kjördæmi af þeim sem þeir höfðu áðr; en frjálslyndi flokkrinn hefir mist fjögr kjör- dæmi. Stjórnarsinnai' búast við að græða enn nokkuð á þeim kjör- dæmum, sem enn eru eftir, og virð- ist varla ástæða til að véfengja að sú von þeirra muni rætast“. Því næst segir blaðið, að hvor flokkrinn um sig eigni úrslitin mút- um, þai' sem þau hafa gengið mót- flokknum í vil. „Því væri beti', fyrii' landsins sakir, að atvik lægju svo til, að óháðr áhorfandi gæti eignað þessar getsakir flokkadrátta- illgirni og hleypidómum. En það ei' tæplega unnt að gera það“. En þótt menn viðrkenni, að á- kærur þessar um múturnar eigi við rök að styðjast á báðar hliðar, þá heldr blaðið því fram, að þetta sé þó ekki eina orsökin til úrslit- anna. Það sé bersýnilegar fleiri á- stæður, sem hafi áhrif haft á þau. Einkum sé tvennt auðsætt öðru fi'emr. Fyrst er það, að stjórninni hefii’ tekizt að vekja tortryggni hjá allmörgum gegn frjáislynda flokkn- um með því áð bera honum á brýn skort á drottinhollustu við Engla-krúnu. Og það er jafnan ið mesta óhagræði fyrir hvorn póli- tískan flokk, að þurfa ávalt að byrja á ,að vei'ja sig. En skað- vænast er þetta auðvitað fyrir mót- stöðuflokk stjórnar. Hin ástæðan, sem hefir ef til vill haft fult svo mikil áhrif, er samband fi'jálslynda flokksins við Mercier í Quebec. Hinsvegar þykir blaðinu auðséð, að stjórnarflokkrinn geti alls ekki þakkað pólitískri stefnu sinni sigra sína, sérstaklega ekki tollverndar- stefnunni (Nationál Poliey). Það eina, að stjórnin í fyrra á undan kosningunum almennu varð að lofa kjósendunum að leitast við að gera verzlunarsamning við Bandaríkin, og að í'áðherrarnir aftr nú, er á aukakosningunum stendr, eru snm- ir á ferð suðr til Washington, til að reyna að komast að verzlunar- samningum — þetta eitt er nægt til að sýna svo mikið, að stjórnin sjálf að minsta kosti trúir ekki á það, að tollverndarstefnan geti lengr fullnægt fylgismönnum hennar og haldið þeim trúum við flokkinn. (Framh. írá 1. bls.). síðan fáein fet nær og mælti allluirt- eislega: „Þér þurfið alls eigi að vera hrædd- ar, stúlkur mínar; vér eigum að eins lítilíjörlegt erindi við hvisbóndann, sem munuð vera þér, lierra minn“. í sama bili snéri hann sér að Don Gil; hann kvað svo vera, og spurði með skjálfandi röddu, livað til þess bæri, að þeir félagar sæmdu sig með heimsókn sinni, og hvað hann gæti gjört fyrir þá, því kurteisi Karlung- ans haíði hughreyst hann nokkuð. „Það er lítilræði eitt“, svaraði Karl- unginn, „og vér munum kunna yðr mestu þakkir, eí þér vilduð veita oss bæn vora góðfúslega, því ella mætti svo ftira, að þeir atburðir yrðu með oss, er væru jafnóþægilegir kvenfólk- inu og sjalfum yðr“. Að svo mæltu tók hann bréf upp úr vasa sínum og sýndi Don Gil. „Jafnskjótt og þér hafið goldið oss fé það, er kveðið er á í bréfi þessu, munum vér bjóða yðr góðar nætr, og halda þegar í stað á brott með fiokk vorn, sem nii er skipað fyrir allar dyr á húsi yðar“. Don Gil leit á miðann og hné jafn- skjótt aftr á bak í stólinn. „Fé þetta er býsna-mikið“, mælti hann; „ég hef tæplega fimtung af því hjá mér. Mundi það eigi vera neinn vegr, að þér slökuðuð dálítið til ?“ „Ekki um einskilding, herra minn; ég ætla að biðja yðr að fara eigi að gera að gamni yðar. Þér eruð auð- maðr, að því er ég veit frekast, og þér eigið eflaust skiftavini á Frakk- landi. Ef þér getið eigi goldið mér nú þegar fé þetta alt í gulli eða silfri, þá skulurn vér taka við ávísun upp á það, er á vantar, til Bayonne eða Bordeaux. En hamingjan hjálpi yðr, ef þér reynið að svíkja oss. Þér get- ið verið óhræddir um yðr framvegis, ef borgað verðr skuldskeytingabréf yð- ar, en verði það ekki, mun þetta ekki verða síðasta kvöldið, sem vér heim- sækjum yðr, því ætla ég að heita yðr“. Veslings Don Gil sá nú að eigi mundi til mikils að svara, heldr taka því, sem verða vildi; tók hann rit- færi og gekk út með lCarlunganum, til að semja við hann um, liverig borga skyldi kröfu hans. A meðan settust hinir tveir förunautar hans við borðsendann, og fóru að nefna eitt- hvað komu sína þar við kvenfólkið, og börmuðu sér mjög yfir því, að verða að gjöra svona cnæði. En kvennfólk- ið var órórra í skapi en svo, að þær gætu svarað öðru en einsatkvæðisorð- um, og féll því talið bráðum niðr; en þá kom enn þá nýr gestr til sög- unnar. Það var sá af flokki þeirra Karl- unga, er falið hafði verið að rannsaka allt umhverfis búgarðinn; hafði hann lokið starfa sínum og kom nú að hitta félaga sína. „Alt er með kyrð og spekt úti“, mælti hann um leið og hann kom inn í herbergið, „og séuð þið búnir, þá er eigi annaö að gera fyrir okkr, en að halda burtu á sama hátt og við komum“. Síðan litaðist hann um, og sá þá, að í herberginu vóru og nokkrar stúlkur, og tók hann óðara ofan mjög kurteislega; lampi hékk neðan í loft- inu, og bar ljósið af honum á andlit Karlungans, er hann tók ofan, svo þáð sást glögt. Sezelja hafði verið in fyrsta, er skolfið hafði af ótta, ejr hún heyrði málróm Karlungans, en nú, er liún sá framan í inn unga sveitarhöíðingja, spratt hún upp og' hrópaði: „Arnaldr!“ „Sezelja !“ kvað hann við, skundaði til hennar og vafði hana að brjósti sér. Það má nærri geta, að Mendez og dætr hennar hneyksluðust enn meir á þessu, en þær furðaði það, og svo var að sjá á vinum Arnaldar, er eft laust samglöddust vini sínum, sem þeir yrðu og forviða. Arnaldr fór með stvilkuna út að einum glugganum, og talaði þar við hana dálitla stund; vóru menn á glóðum á meðan, og það því fremr, sem þau töluðust við í hálíum hljóðum. Síðan gekk Arnaldr að fé- lögum sínum og hvíslaði einhverju að þeim, en Sezelja fór út. I sama bili kom Don Gil inn, og með honum Karlungi sá, sem farið hafði út með honum. „Mér þykir það mjög illt, herra minn“, mælti Karlunginn, „að ég verð að beita dálítilli nauðung við yðr núna snöggvast; nú förum vér, og þér getið því nærri, að vór verðum nú að búa svo um hnútana, að vér kom- umst hættulaust burt héðan Þér verð-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.