Stefnir - 29.11.1899, Side 3

Stefnir - 29.11.1899, Side 3
75 ingu fólksins fyrir sannri leikaraíþrótt eins og' fögrum söng, og það verður eigigjörtmeð því að espa sem mest spilltan smekk þess. Menntunarlausir og smekklausir sjón- leikir eru eigi til annars en fjefletta fólkið, ■og gefa því grjót fyrir brauð, og þar sem nú er fiskilítið, en miklar skuldir og þröngt í búi hjá mörgum, vona jeg að bæjarfógeti vor, sem svo opt hefir sýnt að honum er annt um hag og menning bæjarbúa, og ber að sögn gott skynbragð á leikaraíþrótt, taki í taum- nna í vetur, ef sjónleikavitleysan ætlar að keyra fram úr hófi. Veikindin gjörðu það í fyrra. Fólkið ætti að geta fengið nokkrar kvöldskemmtanir ódýrari en hollari held- nr en illa leikna sjónleiki. Jeg ímynda rnjer að skólagengnu mennirnir í bænum, og ef til vill fleiri myndu eigi skorast undan að halda fyrirlestra eða upplestra fyrir fólkið einu sinni í viku yfir vetrartímann, og ættu þeir í sambandi við lestrarstofu að geta orðið til langtum meiri uppbyggingar, heldur en sjónleikirnir fiestir sem okkur eru boðnir. Leikfjeiagið ætti að byrja á einföldum smáleikjum vel völdum, og reyna tii að fá leikarana til að vanda sig á þeim, og láta ekki sama persóhugjörfinginn koma fram. í mörgum leikjum sama veturinn. Færa sig síðan smátt og smátt upp á skaptið, ef kraptarnir leyfa og einhver framför sæist. Borga þeim sem skara fram úr og hvetja þá til að lesa leik- rit og um sjónleiki. En eins og nú standa sakir, ætti fjelagið sem minnst að láta á sjer bera, því það getur ekkert stórt gjört með þeim kröþtum, sem það mun hafa yfir að ráða; og að bjóða fólki í stað íþróttar og snilldar öfgar og afkáraskap sjá allir, að er það sama, og að bjóða mönnum óhljóð og skræki í stað sönglistar. Evrarbúi. Athugasemd við groin þessa kemur í næsta blaði. — — Ritstj. Fr jettir. Tiðarfar. um miðjan mánuðinn var kominn mikill snjór, og víða jarðlaust, en 15. tók snjóinn mjög, og síðan verið snjó- lítið. en óstilt og stormasamt. Stórviðri eitt hið mesta, sem hjer liefir komið, geysaði hjer 15. og 16. þ. m., Stórhýsi það, sem Bergsteinn Björnsson er að byggja, skekktist nokkuð, en varð reist við aptur. Síldarveiði í net hefir verið sárlítil allan þennan mánuð, en stórskemmdum liafa margir orðið fyrir á netum sínum í ís. Er það mikið fje, sem flestir þeir, sem netaúthald hafa þurfa árlega til viðhalds og endurbóta nétum sínum. Wathnesmenn fengu 80 tunn- ur í fyrirdrátt af fallegri síld, fyrir rúmri viku, og Hansen í Krossanesvík saltaði 4 eða 5 liundruð af smásíld fyrir viku. Norðurlj ósam enn irnir eru fyrir nokkru komnir ofan af Súlum, og ætla nú bráðum yfir á Vaðlaheiði til að dvelja þar um tíma við rannsóknir. Niðurjöfnunarnefndin lijer í bæ er í þann veginn að Ijúka starfa sínum; nýir menn í þeirri nefnd eru þeir Kristján Sigurðsson, Sigurður járnsmiður, og Jón söðla- smiður, en gamlir Júlíus Sigurðsson og M. Blöndal. Útsvörin eru sögð svipuð og í fyrra á hverjum einstökum, þótt nokkuð hærri upphæð væri jafnað niður. f Tvær góðkunnar sómakonur hafa látist í Eyjafirði síðastl. sumar. þ>ær Sigríður Tómasdóttir konaJóns bónda Davíðssonar í Hvassafelli, áður gipt Benidikt lieitnum er þar bjó, og Sigríður pó rarinsdóttir, ekkja Vigfúsar heitins Gíslasonar, sem lengi bjó í Samkomugerði, báðar þessar konur voru um sextugt. Strandið. Bins og getið er um í síð- asta blaði. strandaði gufuskipið „Tejo“ vestan við svo nefnt Almenningsnef í Fljöt- um, skipið kora að vestan, og hafði um 4 þús. skippd. af fiski frá suður- og vestur- landinu, helminginn af þeim fiski átti Zölln- er, skipið ætlaði liingað á fjörðinn, og var veður dimmt og landsýn slæm. Kl. 4 um nóttina kora skipstjóri á vörð, en kl. 5 hljóp skipið upp í fjöru með fullri ferð. Um orsákirnar til þess, að skipið lenti svo nærri landi fara engar sögur, þó et’ þess getið, að stýrimaður hafi verið ókunnur hjer við land, og skipið hafi verið fiatbotnaðra en fiest önnur skip fjelagsins, og því hættara við hliðarreki. Sjóiiðsforingi R y d e r hefir nú stýrt hjer póstskipi sameinaða fjelags- ins í þrjú sumur fyrst Thyru og síðast Ceres, var þetta hans siðasta sumar, því foringjar þessir fá vanalega eiyi nema þriggja ára fararleyfi úr sjóhernum, þó býst hann við, að koma hjer fyrstu ferð i vor, þessi ár hefir hann áunnið sjer vin- sældir og hylli þeirra, er kynni hafa haft af honum, fyrir reglusemi, ötulleik og jirúð- mennsku. Ahugi hans á því, að filraunir verði gjörðar lijer til skógræktunar lýsa fyllilega velvild hans til lands og þjóðar, sem hann hefir haft gott tækifæri til að kynnast þau ár, er hann hefir verið hjer strandskipsforingi. |>egar það varð kunnugt að skipstj. Ryder var full alvara að gangast fyrir að hjer yrði plantaður skógviðarreitur vildu marg- ir á Akureyri að reitur þessi yrði hjer við bæinn, en Einar Helgason áleit lientugri stað fram í Grundarfjalli, og því var eðlilegt að sá staður væri valinn, þrátt fyrir óskir margra bæjurmanna hjer um að hnfa reitinn nær sjer. „Mestu skiptir að staðurinn sje sem hentu”astur, nieðan menn eru að fá reynslu með gróðursetning trjánna, sem er miklum vandkvæðum bundin, og misheppn- aðist fyrst í Noregi, og hætt er við að eins geti farið hjer“, sagði merkur maður við oss. sein vjer áttum tal uni þetta við. Mælt er að Ryder hafi átt góðan þátt í því, að sameinaða fjelagið byrjaði á beinum fisktíutningi til Spánar, og er illa farið. verði þetta slys til þess. að hætt verði við þær ferðir framvegis. »V í k i n gi» gekk ferðin seint en slysa- laust vestur á strandið eptir að hann fór hjeðan í annað sinn. pegar kom vestur undir Fljótin slitnuðu 5 naglar í vjelinni, svo hún stanzaði nokkra klukku'tíma meðan þeir voru smíðaðir, og á þeim tíma rak skipið norð- austur í haf, eptir að vjelin komst af stað var haldið til Siglufjarðar, og síðan á Haga- nesvík, en áður en Eyfirðingarnir komust í land kom miðvikudagsstórviðrið, og varð eigi farið milli lands og skips. í tvo daga, eptir það voru skipbrotsmenn fiuttir í Víking nema skipstjóri, sem hingað kom landveg. Fljótamenn tóku dauft í að flytja Eyfirðing- ana í land. jf>ó komust samningar á, þegar Christensen bauð 10 kr. fyrir að fá að fara í land. U p p b o ð á því, sem náðist af fiski (rúmum 100 skpd., af því hafði fullur helm- ingur blotnað), fór fram hinn 17. þ. m., og er sagt, að verðið á hverju skippd. blautu og þurru muni liafa orðið til jafnaðar 24 krónur, lítil von var til, að meira næðist af fiskinum, er að gagni yrði, eitthvað hafði verið selt af keðjum, seglum, og ýmsu fieiru, en skipið sjálft eigi selt. Pósturinn úr c<Tejo» mestur en á Siglufirði, brjefin að vísu komin, en blöð og þingtíðindi vestra, búist við að senda eptir því sjóveg. Lognfönn mikil fjell í fyrradag. Nú með Víkingi síðast fjekk jeg mörg hundruð pör af skófatnaði, svo sem: Karlmannaskófatnað af öllum stærðum, kvennskófatnað úr segli, flóka og leðri af öllum stærðum og ýmsri gerð; sömuleiðis barna stígvjel og skó, sem jeg sel nú fyrir jólin langtum ódýrra, en vant er lijer. Einnig sel jeg leifar af tvisttauum, segldúk, stumpa- sirts, yfirfrakka, buxur, vesti. treyjur og fl. langt um ódýrara en að undanförnu, sem er af þeirri ástæðxi, að jeg er að láta smíða og mála í hinu nýja húsi mínu, en vii ekki fiytja gamla ruslið í nýja búð. — Reiðtýgi verða líka seld mikið ódýrari en áður; að- gjörðir á reiðtýgjum fást, ef nógu snemma er um beðið. Prjónasaum, haustull. hangið kjöt, smjör og kæfu tek jeg með hæsta verði gegn vör- um og í skuldir. Von á miklum vörum með Agli næst. Jakob Gíslason. í verslun undirskrifaðs fæst ágætt netjugarn. — — Oddeyri, 28. nóv 1899. Árni Pjetursson. í verslun undirskrifuðs er sild, fiskur úr salti og bluutur, enn fremur prjónasaum- ur tekið með háu verði. — Verslunin er vei byrgð af öllum al- mennum vörutegundum. Oddevri, 28 nóv. 1899. Arni Pjetnrsson. — í verslun undirskrifaðs fæst ágætt púð- ur og rjúpnahögl. Oddeyri, 27. nóvbr. 1899. Arni Pjetursson.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.