Öldin - 01.11.1894, Page 11

Öldin - 01.11.1894, Page 11
ÖLDIN. 171 licndi fullt verð eignanna, hvar eru þá vél- ræðin og svikin ? Er ekki þetta ein teg- und iðnaðar. að svo miklu leyti sem það er lirein og bein verzlun — kaup og sala ? Svo mikið verzlunargildi höfðu þess konar eignaskifti í augum fyndins dómara á Skotlandi, að hann.áleit slíka verzlun hrein og beinécldsábyrgðar kaup. Sálumessurn- ar voru “eldsábyrgðiú” og það sem fyrir þær var látið var hið eðlilega eldsábyrgð- argjald. í þriðja lagi má benda á, að eigna- skiftingin átti sér stað á einn annan hátt, á þann hátt sem helzt enginn getur fund- ið að. Sneið eftir sneið af flokkseigninni var úthlutað meðal þeirra handverks- manna, er bezt voru að sér og sem á ann- an hátt sköruðu fram ár. Var þeim gefin landspildan sem sérstök laun fyrir vinnu sína í þarflr fjöldans. Og þeir samningar voru þannig gerðir, að héldi sonur manns- ins áfram sömu iðn, að foðurnum látnum, varð eignin hans, sem annað erfðafé. Á þann veg gekk með tímanum töluverður hluti landsins úr höndum flokkanna og gerðist arfgeng eign einstaklinga. í fjórða lagi má taka frain, að hjá sumum þessum flokkum, sérstaklega á Ir- landi, að því er víst er af sögunni, var siður að gefa flokks-höfðingjanum sérstaka spildu af landi, sem laun fyrir störf lians í opinberar þarflr flokksins. Einn höfðing- inn eftir annan féklc sína sérstöku sncið af flokkseigninni, er að sama skapi varð æ smærri og smærri. Af þessu öllu er auðsætt, að með tím- anum hlaut flokkseignin að tálgast upp og eyðast, en umhverfast í einstaklings eign, þó engin stríð og engin hrein og bein vél- ræði og svik hcfðu átt sér stað og hjálpað til að búta heildina sundur. Að halda því fram að öll einstaklings landeign sé ávöxtur ofbeldis eða svika, er að mínu áliti á sama stigi og þeir hcimsku- legu hleypidómar, að öll trú á guðlega til- veru sé ávöxtur prestlcgra svika og undir- ferlis. Eins og það er öldungis víst að trúin er framleiðsla mannsandans, fram- leiðsla, sem getur af sér presta og spámenn, eins vlst er það, að mismunandi landeign- askitting á rót sína að rekja til cðlilegs mismunar á mönnunum sjálfum. Japan-saga. Útdráttur úr grein í Open Court. Eftir PAUL CARUS. Ilinn velæruverði prestur Shaku Soyen, í Japan, sendi oss nýlega smekklega bundna bók, sem heitir: “Sagahins Japan- iska keisaraveldis”, er samin var og þýdd á ensku fyrir fulltrúa Japaníta á Colum- busar-sýningunni, 1893. Er bók þessi ef til vill eina Japan sagan á því máli, sem skiljanlegt er þeim, sem ekki lesa Japan- iska eða Kínverska tungu. Bókinni er skift í niu kafla, sinn eftir hvern Japan- iskan rithöfund, en ritstjóri blaðsins “Jap- an Mail” í Yokoliama, Capt. Brindley, hcttr snúið henni á enska tungu. Japan sagan er eftirtektaverð af því atburðirnir margir eru líkir þeim í sögu Norðurálfu. Mismunurinn er aðallega sá, að tiltölulega fleiri kvennskörungar virðast hafa verið í Japan, som eins og Queen Bess*, afrekuðu mikið fyrir þjóð sína og land. Japanítar, eins og Norðurálfu menn, áttu sitt miðaldatímabil og lénsdóma stofn- anir. Með Buddha-kenningunum frá Kína fengu þeir fullkomnari menntun, öldungis eins og kristnin færðibarbörum norðurlanda siðfágun og menntun Rómverja. Ilin al- heimslega kenning Buddha útvíkkaði sjón- dcildarhring fólksins og yfirbugaði huga *) Elízabet Englandsdrottning (1558—1603) var kölluð ‘Beta drottning,’ í spaugi.—Ritstj.

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.