Öldin - 01.11.1894, Side 12

Öldin - 01.11.1894, Side 12
172 ÖLDIN. þess, að nokkru leyti með siðferðiskenn- ingunum og að nokkru leyti með sverðiuu, sem sumir af lærisveinum liinnar ný.ju kenningar voru ólatir að liagnýta. Jafn- vel keisaravaldið, þó að nafninu til æfin- lega æðst, vaið dðfluga að svigna, íi aðra hönd fyrir voldugum aðíflsmönnum og á hina fyrir hervaldinu. Aðlinum eiga Jap- anítar að þakka siðfágun sína og munað, fagurfræði og bókmenntir. Hervaldinu aftur á móti eiga.þeir að þakka lónsdóina fyrirkomulag, herskylda landseta höfð- ingjanná, mjög svo líkt því er viðgekkst í Evi'ópu. Japanítar áttu sína húshcrra (major domos) ekki siður en Frakkar fyrir og á dögum Karlamagnúsar og engin þurð var þar á innbyrðis-róstum. Fyrvcrandi keisarar og keisara-efni herjuðu livorir á aðra, aðalsmennirnir áttu í stríði og styrj- öldum og enda bræður og frændur börð- ust, líkt og í “rósar’’-styrjöklinni* á Eng- landi. Hinar sögulegu afieiðingar alls þe3sa héldust við í cinni eða annari mynd þangað til nú rétt nýlega, að núverandi keisari batt enda á það allt, en sló opnum hliðum veldisins fyrir áhrifum “hinnar vestrænu” (evrópisku) siðfágunar og menntunar. Eins og nú stendur cr í Jap- an þingbundin stjórn með líku fyrirkomu- lagi og víða er í Evrópu, og hafa Japanít- ar viðtekið “hin vestrænu” grundvallar atriði að því er snertir skóla fyrirkomulag og menntastofnanir og réttarfar, ekki síður en þeir hafa gert það í pólitísku stjórnar- fyrirkomulagi. Trúfrelsi er viðtekið og nútíðar uppfindingar til vinnuléttis hag- nýttar í ótrúlega stórum stíl. Vér setjum hér í stuttumáli aðal inni- hald bókarinnar, að því er snertir inn- leiðslu Buddha-trúarinnar í Japan**. Því *) Þ ssi.Inyrjöld, er stóð yfirum60ár, milli konungsefnanna frá Lancaster og York, var nefnd þannig. af því hvorirtveggja höfðu rós fyrir skjaldarmerki, Lancastermenn rauða rós, é'i þeir frá York hvíta. Ritstj. **) Síðar verður þeim kafla Japansögunn- ar, þó eft.ir annan höfund, ef til vill greinileg- ar lýst í Öldinni. Ri rsrj. sá kafiinn er greinilega hinn merkasti, þar eð Buddha kenningin skapaði, eða um- skapaði lyndiseinkunn þjóðarinnar, ekki síður en kristnin breytti þjóðarandanum í Norðurálfu. Saga Japaniska keisaraveldisins hefst með keisaranum Jimmu, er ríkti fi'á G60 til 585 fýrir K. Ilann hafði fengið í arf- leifð frá fyrri öldum þrjú liin óræku em- bættiseinkenni keisaranna: gimstein,skugg- sji og sverð. Af ótta fyrir að kjögripir þessir kynnu annað tveggja að týnast eða skemmast,' lét hann gerrt' eptirlikingar til hversdags brúkunar í höflinni, enhin ekta einkenni Iét hann læsa i heígu skrírii i borginni Cassanui í heraðinu Yamato, og var pririzessu oinni af ætt keisarans falin geymsla og umsjón skrírisins og dýr- gripanna. Síðar voru þcssir liclgu menja- gripir teknir og fluttir í Isaskrínið og þar eru tveir þeirra cnn, gimsteinninn og skuggsjáin. Annaðhvort þá eða síðar varð sverðið fráskila, og var flutt í Atsuta-skrín- ið í borginni Owari og er það þar til enn. Sverðið sem Jimmu lét gera eftir þessu, týndist löngu eftir hans dag í einu inn- byrðisstríðinu. Keisarinn sem bar það var á fiótta á sæ úti, skip hans steitti á skeri, hann drukknaði og sverðið týndist. Jimmu var mikill maður og góður, yfirbugaði bar- barana bæði syðra og nyrðra og hamlaði illhrifum, cnda minnast Japanítar hans enn sem liins fyrsta friðstillandi kcisara. Ástand veldisins var frumlegt mjög lcngi frameftir, allt til þess er Chuais keisari gerði út leiðangur til að yfirvinna og skatt- gilda þjóð þá, er bjó á Kóreu-skaganum, um 200 e. K. Aðalástæðan fyrir þeirri herferð var sú, að Kóreumenn höfðu veitt uppreistarmönnum í keisaraveldinu fylgi. Á meðan á þcssu stóð lézt Chuai keisari, en drottning hans, Jingo, er vissi öll hans leyndarmál, hélt styrjöldinni á- fram og vann að iyktura sigur á Koreu- mönnuin. Jingo hélt stjórntaumum Jap- aníta mcð skörungskap miklum fr.i dauða-

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.