Öldin - 01.11.1894, Síða 13

Öldin - 01.11.1894, Síða 13
ÖLDIN. 173 degi manns hennar, 201, t.il 270(?) e. K. Áður en Japanítar sigruðu þá voruKóreu- menn undir Kínverja gefnir og fyrir um- gengni við Kínverska fræðimenn voru þeir tiltölulcga vel að sér í kínverskum bókmenntum og fræðigreinum. Eftir því sem samgöngur milli Japan og Kóreu juk- ust eftir sigurvinningarnar, og vinfengi tókst meðal þjóðanna, settust Kóreu-menn meir og mcir að í Japan og gerðnst brátt nýtustu borgarar, og tóku að kenna Jap- anítum kínverska ritli&t, smiðar o. fi. Jap- ániskir annálar telja þétta upphaf: japan- iskrá bókmenntav Er svo sagt að árið 218 e. K. hafl nafntogaður fi-æðimaður af Kór- eu-skaga, Achicki að-nafni, komið til Jap- an og að þá verandi kcisari, Ojin, haíi þégar ráðið hann sem kennara Wakairats- uko sonar síns*. Að ráði Achicki var ann- ar máður, Wani að nafni, beðinn að flytja til Japan og gcrast kennari. Gerði hann það og flutti með sér járnsmiði, vefara og ölgerðarmenn og féklc þannig 4 fót koraið nýjum iðnaðarstofnunum. Hann flutti og með sér tvær merkar bækur, tíu eintök af bókinni Lon-yu (röksemda-bókin) og eitt eintak af bókinni Chien-tsa-wen (þúsund mynda bókin). Undir tilsögn kennarans Wani varð ei'fða-prinzinn ágætlega að sér í þessum klassisku ritverkum Ivínverja og er þetta talið í fyrsta skifti að kínverskar bókmenntir voiu kenndai í Japan. Annar merkasti atburðurinn í sögu Japaníta og sem stafaði af samgöngum þoirra og Kóreu-manna, var innleiðsla * Á 13. bls. sögunnar segir að Kogo drottning (á 18. bls. er hún nefnd Jingo) hafi ráðið ríkjum 69 ár, svo og á 41. bls., en að þá hafi sonur hennar, Ojin, tekið við. Á 43. bls. aftur segir að Ojin hafl verið keisari árið218 og höfum vér engin ráö til að vjta hvort réttara er. Sams konar ruglingur, sérstaklega í tölum komur fyrir víðar í bókinni. Svo eru ogdrottningarnar oft nefndar : keisari,og veld- ur slíkt misskilningi. Atligr. eftir PAUL CAEUS. Buddha-kenninganna 4 stjórnarárum Kait- ai keisara, á tímabilinu 507—531 e. Iv. Kínverskur maður að nafni Lumatah, flutti til Japan og settist að í héraðinu Yamato. Ilann var einbeittur Buddha- trúar maður og útbreiddi svo þá lcenningu, þannig, að hún varð kunn. En Japanítar íitu 4 Buddha sem útlendan, framandi guð, og tók enginn þeirra hina nýju trú. Árið 555 scndi Kudara Kóreu-konungur lík- ncski af Buddha og eina af Sutra-bókum hans til Japan og þau boð með, að Budda- trúin væri öllum öðrum trúarbrögðum æðri,.ogað ótöld blessun féllií skaut þeirra manna, liér 4 jörðu ög í öðrum heimi, sem tækju þá trú. Keisaranum faiiust mikið til uin hvorttveggja, gjöfina og boðskap- inn og var ekki íjarri því, að taka til og dýrka líkneskið, en áður en hann réðist í það, kailaði hann ráðgjafa sína saman til að ræða um það. Æðsti ráðgjaflnn, Saga-no-iname að nafni, lét það álit sitt í ijósi, að þar sem allar véstrænu þjóðirnar dýrkuðu Buddha,væri engin gild ástæða til þess, að Japanveldi eitt neitaði að gera það. Hinir aðrir ráðgjafarnir andæfðu þessu, sögðu, að frá fyrstu tíð hefðu Jap- anítar dýrkað sína sérstöku guði, bæði liimneska og jarðneska, og tækju þeir nú til að dýrka eriendan guð væri vís reiði liinna jarðnesku guða. Keisarinn féllst 4 þessa skoðun, og þó er svo að sjá sem hann hafi haft óljósa hugmynd um gildi Buddha- kenninganna, því hann gaf æðsta ráðgjaf- anum líkneski Buddha og leyfði honum að dýrka það, svona til reynslu. Iname þótti mikið vænt um gjöflna og umhverfði íbúðarhúsi sínu tafarlaust í Buddhamusteri, hið fyrsta í Japan. Svo óheppilega vildi til, að skömmu siðar geysaði mannskæð drepsótt yflr keis- araveldið. Ráðgjafarnir, sem andvígir voru Buddha kenningunni, fóru þá 4 fund keisarans og sýndu honum fram 4, að þetta væri greinilcg hegning fyrir að dýrka er- lendan guð í landinu. Af' þessu leiddi, að

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.