Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 17

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 17
ÖLDIN. 177 kjörnir sem bezta hæflleika höfðu. Af þessu leiddi að aðalsmonnirnir urðuafmeð mörg einka-réfctindi, en hefð og vanafesta verndaði hana þó frá hruni og eyðilegg- ing. Þessi Taikwa-lög hafa verið sá hyrningarsteinn er stjórnarskipun Jap- aníta hefir verið byggð á síðan, þó annan sprettinn, er tímar liðu, yrðu aðalsmenn stjórn og lögum yflrsterkari og fengju erfðaréttinn til hæstu embættanna viður- urkenndann. En þeim tókst það aldrei nema stund í senn. Þrátt fyrir það, að Japanítar fengu sitt fyrsta verulega mennta Ijös frá Kóreu- mönnum og Kínverjum, er langt frá því, að þeir væru ósjálfstæðir lærisveinar þoirra. Saga Japanita sýnir þvert á móti, að þeir vóru sjálfstæðir menn í hæzta máta, hugs- uðu fyrir sig sjálfa og uppgötvuðu margt, sem áður var ekki til. Til dæmis má geta þess, að Japanítar komust brátf að þvi, að myndritun Kínverja náði engan veginn allri nauðsynlegri áherzlu í tunguináli Japaníta. Fundu þeir þá upp á atkvæða- ritun, þar sem klnversku myndirnar voru hagnyttar scm hljóðmyndir. Það var og er seinlegt og vandasamt að rita hinar lcínversku orðmyndir og þetta yíirsteig Japanitinn Kibino Makibi, er hann fann upp atkvæða skriftina. Atkvæði þessi eða undirstöðu atriði japanísku-skriftar, voru 47 alls, og mátti mcð þeim fram leiða 50 ölík liljóð. Framvegis varð því mögulegt að leiða flóknustu og margbreytilegustu hugmyndir í ijós með þessum 47 atkvæð- um, í stað þess að ncma og festa í minni sér yfir 40,000 myndir, er hjá Kínverjum tákna atkvæði og orð. En af þvl þjóðin hafði þegar hér kom fengið það rótgróna álit, að kínverzkar hókmenntir og fri ði væru hin einu “klassisku”, voru rithöfund- ar og fræðimenn neyddir til að nema liina flóknu myndritun Kínverja og fylpja öllum reglum þeirra í rithætti. Kínverska myndritunin hélzt þess ve; na við meðal lærðu mannanna og helzt við enn á mör - um bókum Japaníta. Eftir að Kobdaishi hyskup, á stjórnarárum Heian keisara, orti atkvæða-hraginn Imayo, handa fólkinu til að læra utan að og festa þannig þetta staf- rof Japaníta í minni sér, má heita að at- kvæða skriftin f'yrst fengi festu og sína hreinu mynd. Og þessi skrift er enn við líði í Japan. Skylt er og að geta þess, að samkvæmt skipun Gemmyo drottningar ritaði fræði- maðurinn O-no-yasu-maru sögu keisara- veldisins, árið 712, allt frá fyrstu dögum til ríkisá^a Suiko drotningar. Nefndist bók sú Kojiki. Ári síðar íengu hinir ýmsu héraðshöfðingjar skipun um það frá drottningu, að safna þegar og rita landa- fræðislegalýsinguland-nns.Skyldiþarhverju héraði lýst út af fyrir sig í sérstöku bindi rit- heildarinnar. Þetta lýsinga-safn hét í heild sinni Fudoki. Ríkiserfingi Gemmyo drotn- ingar var Gensho drotning og hélt hún á- fram þossum bókmentalegu tilraunum. Skip- aði hún Toneri prinz og fleirum ritfærum mönnum að rita sögulega lýsing veldisins og viðburða allra frá fyrstu tíð. Hét rit það Nihok Shoki. í þessum tveimur söfnum, Nihon Shoki og Kojiki, eru allar elztu munnmælasögurnar og allir merkustu við- hurðir. Skömmu síðar var tekið til að rita sex aðrar sögur þjóðarinnar og var því verki haldið áfram alt fram á daga Daigo kcisara. Allar þessar sögur voru ritnar ii;cð kfnverslcri myndaskrift. Japaníska atkvæða skriftin fór ekki verulega að blómgast fyrri en á stjórnarárum Nara keisara. Ritstörfum Japaníta á þeirri gull- öld þeirra hefir verið safnað í ritheild, sem nefnd ca Manuyoshu, og iná í því safni iinna marga gimsteina sáldskaparins þó- einfaldlegir sé og óslípaðir.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.