Öldin - 01.11.1894, Síða 27

Öldin - 01.11.1894, Síða 27
ÖLDIN. 187 fi-ægðar lians og dey.ja sj'df í gleymsku. Vesalings Emma! Á þennan hátt komu aftur kunnug- leikar með þeim Eeginu. í fyrstu tók jungfrúin henni fálega og all-lítt fanst hinni stórlátu furstadóttur um spu,ua liennai', en smámsaman vakti liið hógværa og hlíða fas Emmu velvild henn- ar og hin eðlilega eftirþrá að skifta orðum við einhvern fyrir utan veggi fangelsisins gerði hana opinskáari. Lítið spunnu þær að sönnu, en þ er ræddu saman eins og húsfreyja og þerna væri, einkum þá dag- ana þegar . Dóróþea beið innilokuð sakir tungu sinnar, og nú kom Emmu í góðar þarfir að hún á yngri árum hafði iært nokkuð í þýzkri tungu. Hafði hún jafnan gott lag á að iciða talið til konungsins; hún var kvenna vitrust og leiddi því skjótt grun í að Eegína geymdi minning kon- ungsins í djúpum ástardraumi. Ilinsvegar rendi Eegína hvergi grun í, hvað fyr hafði drilið á daga Emmu; liugði hana svo spur- ula sakir þeirrar venjulegu forvitni, sem háleitir hlutir jafnan kveikja lijá ómentuðu fólki. Oft fanst henni mikið um svör og hugsunarhátt hinnar óhreyttu bóndadóttur, svo að hana furðaði stórlega; virtist lienni eittlivað það í henni búa, sem fult var mót- sagna, svo hún spurði sjálfa sig, hvort kona þessi mundi ekki vera njósnari, en þó iðraði hana jafnskjött eftir að lienni skyldi detta slíkt í liug. Þegar spuna- konan leit til hennar sínum Ijósskæru, mildu augum, bjó eitthvað það í þeim sem hvíslaði að Eegínu og sagði: þessi stúlka er enginn hræsnari. Þannig sátu þær saman einn dag í byrjun Desembermánaðar; hafði Dóróþea þá ennþá .einu sinni verið lokuð inni fyrir skámmaryrði við prestinn. Það var ber- sýnilega margt ójafnt á komið með þessum . tyeimur konum, sem örlögin höfðu saman leitfc um langx vegu, og scm báðar liöfðu huigann á sömu stöðvum. Önnur barnung, frið,. stórliuga, hrafnsvört og hvöss á brá, furstainna þótt fangi væri; hin miðaldra kona, björt á brá, fögur og blíð, hæg og hæversk, frjálsleg en þó miklu lítilsigldaiú. fiegína var 17 ára en margur mundi liafa ætlað hana tvítuga; Emma var hálffertug, en svo æskixleg og saklaus á svip og í fasi, að stundum mættu menn snöggvast, hafa haldið, að hún væri ekki nema 17 ára. Ilún hefði getað verið móðir Eegínu, og þó mátti skoða hana, sem svo margt hafði reynt, eins og barn við hlið hinnar bráð- þroskuðu suðrænu mcyjar, sem hjá henni sat. Jungfrúin hafði spunníð um stund og og aftur og aftur slitið fyrir sér þráðinn. líún skaut nú rokknum frá sér, gröm og óþolinmóð og tók til sauma sinna. Þetta hafði einatt áður komið fyrir og kenslukon- an var því alvön. “Þetta er fögur mynd,” mælti Emma og leit á silkidúkinn, “hvað á hún að þýða ?” “Sankta Maria, heilaga guðs móður,” svaraði Eegína, og gerði krossmark, eins og vandi hennar var í hvert sinn sem hún nefndi nafh Maríu mey'jar. “Og til hvers á að hafa það ?” spurði liin aftur í einfeldni. Eegína leit við henni og tortrygni flaug henni aftur í hug, en hvarf þó óðara aftur. “Eg sauma stríðsmerki liinnar liei- lögu trúar handa Þýzkalandi,” svaraði liún einarðlega. “Þegar það á siðan blaktir á loffci skulu villumcnnirnir flýja fyrir reiði guðs móður.” “En þegar ég hugsa til guðs móður,” svaraði Emma, “hugsa ég mér hana milda, góða og friðsæla; ég ímynda mér liana eins og móður, sem öll cr þar sem elska hennar cr.” “Guðs móðir er himnanna drotning, hún vill stríða við hina óguðleguog leggja þá að velli.” “Þegar guðs móðir lcggur til bardaga mun Gústaf konungur Aðólf ganga í móti henni með boru höfði og óbrugðnu sverði,

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.