Framsókn - 01.11.1896, Síða 1

Framsókn - 01.11.1896, Síða 1
Kemur íit 1 á mánuði, kostar hjer á landi 1 kr., utanlands kr. 1,50. Aagl. 15 a. I. hálfudýrara á l.s. Ojaldd, 1. jidí hvert ár. Uppsögn skriji.f.l.okt. II. ÁR. SEYÐISFIRÐI, NÓVEMBER 1896. NR. 11 Kyeiinahöllin. Framsókn hefur áður getið um hús pað, er for- stöðukonur kvennasýningarin'uir í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að verja ágóða sýningarinnar til. Agóðinn er nú rej'ndar ekki nema 8000 krónur, og eru pær stofn- fjeð til pessa fyrirtækis. En liinar íramtakssömu for- stöðukonur eru pegar teknar að safna íje til viðbótar með öllu mögulegu móti. J>ær hafa meðal annars látið búa til miða, er seldir eru fyrir 10 aura hver, og eru peir hvervetna hafðir á boðstólum svo púsundum skiptir á hverjum mánuði. [>ær hugsa sem svo, að engan muni um 10 aura á mánuði. Er allt útlit til að peim gefist pessi aðferð vel. í pessari fyrirhuguðu kvennahöll á að vera aðal- samkomustaður kvenna, fundursalur, par sem einnig skal halda fyrirlestra, lestrarsalur og bókasafn. |>ar á'einnig að vera útsala á ýmsum iðnaði kvenna. Nokkurri hluta hússins á að útbúa til pess að ógiptar stúlkur, er einhverja atvinnu stunda, og engan eiga að, geti fengið par leigð herbergi með’ góðum kjörum, og átt par athvarf og heimili, og sömule’ðis skal par vera gistingarstaður fvrir aðkomandi konur. par á að vera greiðasala og vel útbúnar veitingastofur fyrir konur. í Kaupmannahöfn er pví pannig varið, að veitingastaðir allir eru næstum eingöngu tilbúnir fvrir karlmenn, og getur kvennfólk varla koraið par inn, nema pað sje í för með einhverjum karlmanni. Að vísu eru par til staðir, par scm selt er eingöngu kaffi, súkkulaði, kökur o. s. frv., og ætlaðir eru kvenn- fólki, an pær veitingastofur eru venjulega mjög pröng- ar og lítt ásjálegar og vauta öll pau pægindi er nú- tíminn heimtar. Konur í Lundúnum hafa gengið á undan öórum í pessu efni, og hafa pær ko.nið upp samkomustöðum, par Sem hver kona getur komið inn og fengið sjer te- eða kaffibolla, og um leið notið peirra pæginda, sem væri hún heima hjá sjer. Herbergin eru smekklega útbúin, og allt gjört til pess, uð gestirnir finni eigi að peir sjeu á veitingahúsi; ungar stúlkur af góðum ættum bera fram veitingarnar, óg allt er par sem skemmtilegast og pægilegast. Dönsk kona, er lengi hefur verið í Lundúnum, héfur tiýlega lýst .pessum samkomustöðum í dönsku bíaði, og hvetur hún forstöðu- konur pessa fyrirtækis til að taka sjer pá til fyrir- myndar, er pær fari að útbúa fiennan veitinga- og samkomustað danskra kvenna. Hjer á íslandi er harla lítið gjört kvennfólki til pæginda og skemmtunar, og í pessu efni alls ekkert. Veitingahúsin eru nær eingöngu ætluð karlmönnum, og kvennfólk notar pau varla, að undanteknum peim fáu konum, er gista par með mönnum sínum. í>að hefur lengi verið álitin hin bezta skemmtun sem kvennfólki ræti boðizt, „að fara í kaupstaðinn“. Ungu stúlkurnar hlakka lfmgan tíma á undan til [iess- arar fvrirheitnu skemmtunar, og konan varpar sem snöggvast á burt áhyggjunum og býr sig til pessarar ferðar, sein á að vera bæði til gagns og gamans. En gamanið verður stuúdum minna en skylcli. [>ær, sem ekki eru svo heppnar að eiga kunningja eða vini í kaupstaðnum, eiga par ekkert athvarf, og verða pá að reka erindi sín eins til reika eins og pær koina af hestbaki, kannske eptir langa og erfiða ferð í misjöfnu veðri; pær hafa ekki skýli par sem pær geti fengið geymd reiðföt sín eða lagað sig neitt til; og hve pægi- legt og skemmtilegt pað er, að ganga frá morgni til kvölds i blautum og forugum reiðfötum, geta peir bezt borið um, er sjálfir hafa reynt pað. Og litln betra er að purfa að pínast áfram í sumarhitunum í pykkum reiðfötum, hlaupandi búða á milli. þegar pær svo eru búnar að ljúka sjer af í kaupum sínum í hinum ýmsu búðum, vita pær ekki, hvað pær eiga að gjöra af sjer meðan pær bíða eptir samferðamönnum, og verða pvi að reika til og frá á víðavangi, eða standa og bíða í sömu sporura, opt kaldar og blautar. [>eim kemur ekki til hugar að ganga inn á veitingahúsin, p'ar er ekkert rúm fyrir pær, ekkert sjerstakt herbergi, og að sitja inní tóbaksrevkjarsvælu innanum drekkandi og drukkna karlmenn, pykir fæstum konum fýsilegt. p>að er ef til vill eðlilegt, að veitingamenn hugsi meira um, að hæna að sjer karla en konur, pví á karl- mönnum græða peir margfalt meiri peninga. Kvenn- fólk á Islandi drekkur ekki upp peninga sína. Gnði sje lof, að vjer getum sagt pað um kvennpjóð vora yfir höfuð. En pað er líka kvennpjóðinni sjálfri næst, að hugsa um, hvað henni er haganlegt og hún parfnast. Allar konur hljóta að vera samdóma um að petta er ófært, og má ekki vera svo lengur. Konur í kaupstöðum landsins ættu pví að taka sig saman og gangast fyrir að komið verði upp veitinga- og gistihúsum handa kvennfölki í kaujistöðunum. Væri pað sannar- legt mannkærleiksverk að gjöra kvennfólki úr sveitum dvölina í kaupstaðnum bærilegri, en opt hefir viljað verða.

x

Framsókn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.