Alþýðublaðið - 29.03.1921, Síða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1921, Síða 1
GeíiÖ út aí Alþýðuílokknum. 1921 Þriðjudaginn 29, marz. | 70 tölubl. €ins 09 Jffarrokko! Ráð bandamanna I París hefír krafist þess, svo sem kunnugt er af erlendum símfregnum, af Þjóð verjum, að þeir greiði ca. 260 miljarða króna í skaðabætur, fyrir spell, er her þeirra hsfi unnið á stríðsárunum. Skai upphæð þessi greiðast á 42 árum. Svo lesendur islenzkra blaða megi betur gera sér grein fyrir hvað hér er um að ræða, vil eg þýða grein eftir einn merkasta þjóðhagsfræðing heimsins, L. Bren tano prófessor við háskólann í Mvinchen. Greinin er rituð fyrir hið merka enska mánaðarrit For- eign Affairs og birt i marzhefti þess. Kallar höfundurinn greinina á ensku „The Morcccofication of Gerrnany": „Aðferðin, sem Evrópustjórnirn- ar notuðu, er þær kúguðu uadir sitt vald sjálfstæð ríki í Asíu og Afrfku og gerðu þau að nýiendum sfnum, var sú er hér segir: Sold- áni eða Shah þeim, er rikjum réði, var veitt lán eða hann neyddur til að taka á sig skyldur á annan hátt. Þess þarf ekki að geta, að þjóðhöfðinginn gat hvorki goldið höfuðstólinn né vexti úr eigin fjársjóði sfnum. Svo hann msetti ekki iosna á þann veg, að greiða skuld sína með lánsfé frá öðrum, var honum bannað í láns- sacnningnum að taka ián hjá öðr- um þjóðum. Svo vextir skyldu greiddir skilvíslega af lánsfénu var tekið veð í tekjulindum hans, en stjórn þeirra fengin í hendur þjón- um lánardrottins, en iánþegi þó iátinn greiða þeim full Iaun og annan kostnað, er oft varð eigi iítill. Afleiðing þessa varð óþolandi skattur á landsfólkið. Gerðust þá bæði álögur þessar og særðar þjóðernistilfinningar örsök óeirða og uppreisna. Sendi þá lánardrott- inn þegar her m&tms inn í landið til að korrta á friði, en kostnað alian er þar af leiddi, urðu ibúar landsins að greiða, hvern eyri. Þessar nýju álögur á þjóð, er marghrjáð var af sköttum, varð þá orsök blóðugra uppreisna. — Þessa aðferð höfðu Frakkar við Marokko, og sýndu mikla snild ( framkvæmd hennar. Franska stjórnin tjáði Marokko soldáni i fyrstu, að það værl á hans valdi, hvort Frakkland skyldi honum óvinveitt, eða það vera verndari sjálfstæðis Marokko og stjórnar soidáns, en gróf smátt og smátt grundvöllinn undan sjálf- stæði landsins. — Þjóðin þoldi ekki skattana og gerði uppreisn, ea Frakkar lögðu, eftir stórskotahríðina á Casablan- ca, 60 kr. herskatt á hvern Marokko- búa, fyrir að hafa svælt undir sig hluta landsins og sketið eitt þús- und ibúanna. Afieiðingin varð enn ægilegri, skattar, nýjar blóðugar uppreisnir, nýjar herdeildir sendar til að kúga þær. Að lokum tóku Frakkar alt landið, og eign þeirra á landinu varð fullkomin. (Frh.) £enineða£Ioyð 6eorge? (Niðurl.) Frá bandamönnum eru komnar sögurnar um ástandið í Rússlandi. Bandamenn eru Bretar, því stjórnmálamenn þeirra eru skyn- ugastir. Þeir hafa myrt saktausar konur og ómátga börn í Iadlandi, írlandi og Egyptalandi. Þeir brendu bæinn Cork, eftir að hafa séð þar fyrir tveim borgarstjórum. Á meðan Cork var að brenna, var mér hafdið úti í skipi í Leith, vegna þess eg visst um verk þeirra í Rússlaudi. — Nú svelta menn í Þýzkalandi og Austurríki. Hverjum eru að kenaa hungur- morðin i Wienr Rússura? Lenin og Trotskij? Neit Lloyd Georgc, ChurchiII, MiIIeraad og Briand. Konan, sem ber islenzk-brezka nafnið, og skrifaði um hermauna grafirnar i Frakklandi, gat ekki um barnslikin i Wien, Berlin og Munchen. Hún sá þau aldrei, eðs kranzalausu grafirnar þeirra. Eg heyrði mann, sem eg veií að annars er bezti maður, óska Rússum bölbæna. Já, hann trúði betur Lloyd George en mér „bol- sívíkanum“. — Nú lítur út fyrir, að baadamenn hafi byrjað sama leikinn aftur, að magna fylgis- menn keisaracs. Fréttirnar segja, að uppreistarmenn hafi tekið Kronstadt. Hverjir hafa orsakað ástand það, sem af þvi kann að leiða? Ekki Lenin og Trotskij, Lloyd George og Millerand iera ábyrgðina. Ef svo fer, að upp- reist þessi breiöist út, sem þó er harla ósennilegt, vil eg benda verkamönnum hérlendum, og öll- um öðrum alþýðumönnum á, að þá er í hættu stödd öll alþýðu- stéttin um víða veröld. Þeir menn, sem byltinguna gerðu 3. nóv. 1917 eru raenn eins og þú og eg. Þeir eru bræður vorir, og þvi ættum vér að gleðjast yfir sigrum þeim, sem þeir kunna að vinna, og hryggjast, þeirra og sjálfra okkar vegna, yfir ósigrum þeirra. Þaðan er að elns góðs að vænta, en frá bandamönnum iils eins. Óskum því allir einum huga, að lengi megi lifa Sovjet Rússland og 3. Internationale. 14. marz 1921. Hendrik J. S. Oítósson. Bjálporitod Hjúkrunarfélagsins Líkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga. ... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 c. h„

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.