Kvennablaðið - 28.01.1903, Side 1

Kvennablaðið - 28.01.1903, Side 1
Kvennablaðið kost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. (60 centsvestan- hafs). verÖsins borgist fyrirfram.en fyrir 15. júlí. ♦ Uppsögn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gef. fyrii 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 9. ár. Reykjavík, 28. janúar 1903. M I. Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóOir. Hún lézt að heimili sínu 6. þ. m. eptir langan og erfiðan sjúkdóm, og var jarðsett 16. s. m. að viðstöddum ijölda bæjarmanna. Þorbjörg sál. Sveinsdóttir var ljósmóðir hér í Reykjavík nærfelt 40 ár, og mun hún hafa tekið á móti fleiri börnum enn nokkur önnur Ijósmóðir hér á landi. Hún var mjög nærfærin við sjúka og raungóð og hjálpfús við bágstadda, enda mun engum hafa verið kunnugra um hagi fátækasta fólksins hér í bænum enn henni, og fáir eða engir voru vinsælli af allri alþýðu. Hún þótti ágæt yfir- setukona, einkum þegar eitthvað bar út af, og lét sér mjög ant um að útvega fátækum sæng- urkonum hjálp og hjúkrun. En það, sem einkendi hana rnest og gerði hana öðruvísi enn flest allar samtíðar konur hennar, var hennar óþreytandi síunga fjör og áhugi á öllum þjóðmálum vorum, og hennar brennheita föðurlaudsást, framfaralöngun og frelsisþrá. Hún vildi stuðla að framförum kvenna í öllum greinum, vildi auka frelsi þeirra og réttindi, svo sömu réttindi næðu til þeirra og karlmannanna. Hún var fyrsti frumkvöðull og forgöngu- kona til að koma hinu „íslenzka kvenfélagi" á fót, nú fyrir rúmum átta árum, og átti mest- an þátt í stjórn þess og starfsemi sfðan. Að vísu má deila um það, hvað heppi- legt markmið hún hafi valið því. En hún var svo stórhuga og hugsjónarík, að henni fanst allt annað enn stórmálin smámunir, sem ekki væri verðir þess að berjast til þeirra. í stjórnmálum tók hún mikinn þátt, og fylgdi fram skoðunum Benedikts bróður síns bæði í orðum og gjörðum. Á pólitískum- fundum og undirbúnings kjörfundum hélt hún venjulega ræður. Hún tók oft mjög mikinn þátt í alþingiskosningum hér í bænum, og þótti hennar liðveizla betri en flestra annara Þorbjörg sál. var hin mesta gáfukona, og um margt lfk bróður sfnum. Hún var mjög trygg og ættrækin við frændfólk sitt og bar umhyggju fyrir þvf, sem væru það börn hennar. Enga konu hefi eg þekt, sem mint hef- ir mig jafnmikið á fornkonur vorar og Þor- björgu Sveinsdóttur. Þegar Bergþóra eggjaði sonu sína til hefnda eftir Höskuld bróður þeirra, eða Þorbjörg digra, er hún leysti Gretti í fjar- veru manns hennar, ellegar þegar Guðrún Ósvífursdóttir stóð upp úr brúðarsætinu til að heita á boðsgestina að verja Gunnar fyr- ir manni sfnum. — Þá voru þetta svo einkenni- lega lfk dæmi því, sem mér befði fundist Þor- björg Sveinsdóttir mundi gjört hafa á sömu tfmum, og undir líkum kringumstæðum. Hún var það, sem áður var kallað „skörungurmikill, og drengur góður". Hefði hún verið fædd og fóstruð f suð- rænum löndum, þar, sem augnabliks áhrifin eru rfkari en hér og tækifærin og möguleik- arnir margfaldir við það, sem vort fámenna fátæka land hefir að bjóða, þá mundi hún með sínum brennandi frelsis áhuga og fram- tíðartrú hafa verið framarlega í flokki biltinga mannanna. Hún hafði líka allra manna og kvenna bezt vald og lag á að fá alþýðuna til að fylgja sér að málum. Af útlendum seinnitfðar konum finst mér hún einna líkust hinni frönsku konu Louise Mitehell, með sinn logandi ákafa og „agitators" / /

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.