Kvennablaðið - 28.01.1903, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 28.01.1903, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. á hvirflinum. Þreytuhrukkurnar kringum munn- inn, sem hurfu þegar hann varð fjörlegur, sáust nú ekki. — „Það er eins og draumur, að þú hafir nokk- urn tíma verið í bættum brókum, og götóttum skóm og sokkum", sagði hún hlæjandi, meðan hann skimaði óttafullur fram um dyrnar, hvort enginn stæði þar á hleri. „Þú hefur víst haldið, að eg væri orðin reglu- legur aumingi", bætti hún við. Öll bréfin þín hljóðuðu ekki um annað, enn að pú hefðir ekki tírna til að ferðast, og eg gæti það ekki. Víst get eg þaðl Viltu ekki hafa mig hingað heim til þín?" „Auðvitað vil eg það", svaraði hann í þykkju- róm, og ýtti á rafmagnshnappinn. „Kem eg til óþæginda?" „Nei, nei, vissulega ekki, en . . . . það er bara vegna rnömmu sjálfrar. Hingað er gesta von í kveld, og eg hélt .... það eru fimmtfu ár í dag síðan eg fæddist í heiminn........“ „Og það ert þú að segja mérl Líklega man eg eftir þeim degi. Þá óskaði eg mér dauðans oft- ar en einu sinni — eins og það var erfitt, — en hver hugsar síðan um það“? „Hvað skipar bankastjórinn", spurði Andrés gamli, sem nú sást á dyraþrepskildinum. „Eg vænti það sé víst að vagnarnir, sem eiga að sækja gestina á vagnstöðvarnar komi nógu snemma?" „Herrabankastjórinn má veraalveg óhræddur". „Taktu ferðatöskuna þá arna, og berðu hana .... upp á bláa gestaherbergið". „Var það bláa herbergið"? spurði trúnaðar- þjónninn, og Jeit um leið hornauga á óbreytta búninginn hennar. „Gerðu eins og eg segi þér. Frú Svenson verður hér kyr". „Skyldi herrann ekki vilja líka taka þetta með sér?" spurði hún, og rétti honum kápuna sína og hattinn. „Það er svo heitt, og eg er óvön slík- um fötum". „Hver skyldi þetta geta verið?" hugsaði gamli maðurinn með sér, um leið og hann fór npp. „Andrés", kallaði bankastjórinn á eftir hon- um. „Hefir ekki kveldblaðið komið enn? Eg bfð eftir því". „Það kemur eftir fjórðung stundar — eins og vant er“, svaraði gamli maðurinn, og leit um leið á gömlu gyltu stundaklukkuna. „Legðu það þá undir eins hér inn". „Það skal verða gert herra bankastjóri". „Það er svo, frú Svenson verður hér kyr“, sagði Karen, þegar Andrés var kominn úr áheyrn. i „Vertu ekki ofviss um það. Gaztu ekki sagt: hún módir min verður hér kyr“. „Það gat eg vel. En hér var enginn tími til skýringa". „En nú gengur hann Andrés gamli og furðar sig á því, hvaða manneskja þessi frú Svenson er, og finst bláa gestaherbergið vera altof fínt. Það gremur mig. Eg lít svo til, að hann hafi hærst í ykkar þjónustu, og verið oft trúað íyrir meiru enn þessu". „Það getur vel skeð". „Hefði það verið hinn þorparinn, sem er svo lfkur honum Stenmann, þá skyldi eg ekki hafa talað um það". „Gremdu þig nú ekki meira yfir því móðir mín, og dæmdu ekki eftir því í kveld. Við erum öll dálltið utan við okkur, og nú nenni eg sann- arlega ekki að vera að rugla lengur við þig“. „Hvar eru börnin?" „Eg veit ekki. Við skulm svipast eftir þeim". Þau gengu nú gegnum andyrið, og upp stig- ann, sem allur var lagður þykkum dúkum, og báðum megin við hann skreytt með stórvöxnum blaðajurtum, og vafningsjurtum, og upp í forhöll ina á efra lofti, þar sem vezlusalirnir og gesta- herbergin voru. Henni varð hálf kynlega við. Bústaður bar- ónsins á Bæjarfossi hafði verið hennar mælikvarði í tilliti til viðhafnar og skrauts, en hér var langt- um meira í borið. „Eru þetta forfeður þínir?" sagði hún og nam staðar á gangsvölunum, þar sem langar mynda raðir af herrum og dömum héngu í gyltum um- gerðum, í fornlegum búningi, og störðu út f loftið. „Það gætu verið forfeður konunnar minnar", svaraði hann, og roðnaði af spottinu f orðum hennar og rómi. „Eg hélt það væru alt saman Stjernskógar"! Nú heyrðist létt fótatak í stiganum, svo þau sneru sér bæði við. „Pabbi!" „Er þetta Anna"? Andlit gömlu konunnar ljómaði af gleði. „Já“. Hann hikaði sér við eitt augnablik. „Það er hún amma þín, barn!" Þær grétu báðar hver í annarar faðmi, án þess að vita af hveiju. Ef til vill grét gamla kon- an af minningunni um liðnar áhyggjur og sorgir, og unga stúlkan af óljósum grun um komandi sorgir. „Þakka þér fyrir, barn, þakka þér fyrir. Þetta var einlæg velkomnunar kveðja".

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.