Kvennablaðið - 28.01.1903, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 28.01.1903, Blaðsíða 6
6 KVENN ABLAÐIÐ. „1 dag höldum við tvöfalda hátíð", tók banka- stjórinn fram 1. Fæðingardag minn og festaröl hennar. Karen horfði rannsakandi framan í alvarlega andlitið á Önnu. „Þykir þér vænt um hann", spurði hún. „Það er ágætis maður, stórættaður, og í mægð- ■ um og frændsemi við helztu ættir landsins", svar- aði faðirinn 1 stað dóttur sinnar. „Þér þykir þá vænt um hann", endurtók Karen. Anna leit upp á föður sinn með tárin í aug- unum. „Það er gömul ást“, svaraði hann. „Svo, það er ágætis maður? Eg vænti að hann sé líka f hárri stöðu og auðugur?" „Það er nú enginn galli", svaraði bankastjór- inn fljótlega. „Nei, en að mér sé hér ofaukið, skil eg nú meira en vel". „Segðu1 ekki það, föðurmóðir. Þú ber eitt- hvað svo hreinskiliö og satt með þér". „Við fáum marga og fína gesti 1 kveld og ... þú hefir víst eitthvað til að vera í, mamma?" Jú, guð komi til! — heima Þetta er minn bezti búningur. Eg fekk mér hann þinna vegna, Anton .. .. “ (Famh.). H E Y S U Ð A . HyrIR nokkurum árum flutti Kvennablaðið grein um, hvað praktiskt væri að hafa heykassa lokaðan í eldhúsinu, til þess að sjóða í ýmsan mat. Það sparar bæði tíma og eldivið. Um það leyti fór heysuða að verða tals- vert almenn, og öllum féll hún vel, og þótti hún handhæg og sparsamleg. Nú heyrist hennar naum- ast getið, og veitir því ekki af að minna húsmæð- ur vorar á hana. Heykassa er mjög hægt að búa til úr göml- um tunnum, sem saga má ofan af, o. fl. Kassar eru að því leyti hentugri, að í þeim er hægt að hafa fleiri en einn pott í einu, ef kassinn er nokk- uð langur. Kassinn er fyltur með hey, sem er troðið þétt í hann, og um leið búnar til í það 2—3 holur, hæfilegar fyrir potta þá, og skaftpotta, sem helzt yrðu notaðir. Ofan í þessar holur eru svo pottarnir látnir með vel felda hlemma. Ef til er gömul ullarábreiða, eða ullar rekkjuvoð, sem hætt er að nota, þá má þvo hana vandlega og sjóða í heitu sódavatni og nota hana svo saman- brotna til að breiða yfir pottana, og brjóta hana vel niður í kring um þá, ofan á þetta má svo láta heydýnu. Ef ullarábreiða er ekki til, þá má búa sér til ver úr mjúkum, hreinum ullartuskum og fylla það hæfilega með heyi. Dýnan verður að vera svo stór, að hún nái yfir allan kassann og megi brjpta hana vel niður með alt f kring. Kassalokið er bezt að sé á hjörum og hespað aftur. Það verður líka að falla vel. Ofan á kassann má svo ef til vill leggja stoppaða dýnu, og er þá fengið þægilegt sæti í eldhúsið. Matur sá, sem hentastur er til heysuðu eru baunir, saltkjöt, rullupylsur, kjötsúpa, flesk, hrís- grjónagrautur, nautstungur, bæði saltar og reykt- ar o. fl. Matinn, sem sjóða skal í heykassa, skal sjóða fyrst yfir eldi frá 10—30 mínútur. Svo er pottur- inn tekinn ofan meðan hversýður f honum og flýtt sér með hann í heykassann. Lokið verður að falla vel, og heydýnan er breidd yfir hann. Bezt væri líka ef ábreiða væri til, að leggja þar ofan á og brjóta niður með alt um kring. Annn- ars mætti nota vaxdúk til þess. Svo er kassa- lokið hespað aftur. Heyið er, sem menn vita, lélegur hitaleiðari, svo maturinn helzt við suðu, ef hann hefir verið látinn vel sjóðandi í heyið, og soðnar þar at sjálfu sér. Þó er betra að bregða honum yfir eld áður en hann er borinn á borð. Maturinn þarf helmingi lengri suðu í heyi, en yfir eldi. Líka verður að gæta þess, að láta ekki meira vatn í súpur eða grauta, eða mjólk í vellinga, en ofan á að takast soðið, af því ekk- ert gufar upp. Gott er að hita upp heyholurnar áður enn pottarnir eru settir í þær, með því «ð láta ketil eða pott með heitu vatni standa í þeim stund- arkorn áður. Því væri betur að sem flestar húsmæður vildu reyna þessa þægilegu „hjálp í viðlögum" í eld- húsinu. Maturinn getur geymst þar óskemdur tii næsta dags, þótt hann sé látinn í heyið daginn áður. Morgunböð. LESTIR hafa heyrt talað um, að böð væru ho!l. Annarstaðar f siðuðum löndum er það lfka daglegur vani margra, að fá sér hálfkalt bað að morgn- innm. Hér á landi mun það undantekning, ef það er gert. Marga vantar bæði baðker, og hæfi- legan stað handa þvf. Fæstir hafa svo rúmgóð húsakynni, að þeir geti haft sérstakt baðherbergi, með baðkeri og ofni.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.