Kvennablaðið - 18.02.1903, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 18.02.1903, Blaðsíða 2
10 KVENNABLAÐIÐ. Og þótt þeir kunni ekki að verða að öllu leyti samdóma, þá bið eg þá að minnast þess, að „sínum augum lítur hver á silfrið", jafnt í þessu tilliti sem öðru. Þegar talað er um útsýni Reykjavíkur, þá fer það auðvitað nokkuð eftir því, hvað- an horft er. Víðsýnast er frá Skólavörðunni eða ofan af Landakotstúninu vestanvert við aðalbæinn. En minnistæðast verður þó, að litast um frá Arnarhóli, því þar stendur mað- ur á sögustaðnum sjálfum. Þar fyrir neðan brekkuna, sem nú er kallað „Battaríið" lágu öndvegissúlur Ingólfs, þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur 874. Og þaðan mætti ætla, að hann hafi horft, þegar hann gaf víkinni nafnið, af því einmitt þar, sézt svo ljóst lög- un hennar, og reykirnir úr laugunum. Sjaldan gefur að líta fríðari utsjón en héðan af Arnarhóli í góðu veðri seint á kveidi um jónsmessuleytið. Héðan blasir við bæði láð og lögur. Ef maður snýr sér í hánorður þá liggur Faxaflóinn spegilsléttur beint fram- undan, með eyjunum: Viðey, Engey og Orfis- ey, rétt fyrir framan. Til hægri handar er þá fyrst strandlengjan með Skuggahverfinu næst, en svo skerst sjórinn lengra inn, þegar inn- eftir dregur og myndar vík, sem dálítill læk- ur rennur ofan í. Það er líklega insta horn- ið á „Reykjavíkinni", og upp af henni eru „Laugarnar" í örlitlu dalsdragi, en fram með víkinni að austan skagar nes eða tangi, sem sýnist frá Arnarhóli ganga út undir Viðey. Þar blasir við stór og vegleg gul byggíng. Það er holdsveikisspítalinn kominn í stað gamla biskupssetursins. í landsuðri frá Viðey, upp af Kollafirði, blasir Mosfellssveitin við, en Esjan og Kjal- arnesið beint á móti Laugarnesinu, að aust- anverðu við Kollafjörðinn. Þar norður af sézt Akrafjall og Akranesið, beint í norður frá Reykjavík. En í fjarska norð-vestur við sjóndeildarhringinn, blasir Snæfellsnesfjallgarð- urinn við óslitinn. Og yzt í norð-vestrinu gyllir kveldroðinn hvíta kollinn á Bárði gamla Snæfellsás, sem hyllir undir eins og útvörð Vesturlandsins, þarna lengst úti á Snæfells- nesinu, þótt lítið kv'eði nú örðið að liðveizlu hans, og litla rögg sýni hann af sér, til að halda botnverpingum og öðrum nærgöngul- um yfirgangsseggjum í skefjum. En honum er nú líklega farinn að þyngjast fóturinn, og má slíkt teljast vorkunn, þegar komið er á hans aldur. — Ef vér göngum nú af Arnarhóli upp á Landakotstúnið, til þess að njóta en betur út- sjónarinnar, þá blasir allur Faxaflóinn við sjónum vorum alveg svo langt sem vér eygj- um. Og að sunnanverðu við hann, en í suð- austur frá yztu tánni á Snæfellsnesi eygjum vér Reykjanesið, sem teygir sig Langt vestur í sjó og myndar ásamt Snæfellsnesinu flóa- mynnið. Nokkru austar og sunnar á Reykjanes- fjallgarðinum blasir Keilir, við beint í útsuð- ur frá Reykjavík, og þekkir hvert mannsbarn strýtumyndaða lagið á honum, sem er alveg eins og upprökuð áburðarhrúga á túni. Af Landakotstúninu sést Reykjanesfjallgarðurinn óslitinn alveg fyrir öllu útsuðrinu og hásuðr- inu austur á móti Reykjavík, en þá hverfur hann sjónum vorum austur undir Esjuna. Ofan af túninu liggur öil strandlengjan að sunnanverðu við flóann opin fyrir, suður að Garðskaga. Næst er Seltjarnarnesið og Skerjafjörður- inn. Að vestanverðu við Skagafjörðinn, of- urlítið í suður, blasir Álftanesið við, að sjá héðan alveg slétt, og um sumartímann skrúð- grænt. Þar blasa við tvær allveglegar hvít- ar byggingar. Það eru hinir fornu frægu Bessastaðir, gamli aðseturstaður hirðstjóranna, og eini latfnu- og embættismannaskóli lands- ins um langan tíma. Skólahúsið og kirkjan, sem farið var allmjög að förla, er nú risið upp úr hálfgerðum rústum, aukið og endur- bætt, með 18—20 álna löngum kvisti ofan á, sem hækkar það og gerir það tilsýndar eins og dálitla höll. Og stærð þessara tveggja húsa bendir á, að þegar til þeirra var viðað í fyrstu, þá hafi þessi sveit verið fjölmennari og í blómlegra ástandi enn nú. Suður og vestur af Álftanesinu sjáum vér ofan að Hafnarfjarðarkaupstað, og legg- ur reykinn hingað og þangað upp úr hraun- unum í grendinni, alveg eins og þar byggi

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.