Kvennablaðið - 18.02.1903, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 18.02.1903, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ. enninu, setja skínandi demantshnappa framan ( brjóstið á hvítu, gljáandi skyrtunni sinni, og hnýta hvíta slitsið alveg óaðfinnanlega. Það var of snemt að fara í veizlukjólinn. Hann vafði því um sig náttkápu úr mjúku, indversku silki, og gekk fram 1 skrifstofuna. Þar lá blaðið, sem hann hafði beðið eftir með óþreyju. Hann fletti því í sundur, og las hálfhátt: „I dag er 50 ára fæðingardagur eins af vor- um helztu mönnum, bankastjóra Antons Stjern- skógs. Sú virðing, traust og ástsæld, sem hann hefir áunnið sér, hefir í dag vottast honum með almennri og hjartanlegri hluttekningu". „Það glaðnaði yfir honum við þetta. „Þetta hefur góð áhrif! Það ávinnur nýtt lánstraust, og villir Ström og hans nótum sjónir", hugsaði hann með sér, um leið og hann hélt áfram að lesa „Hann hefur áður fengið mörg útlend og innlend tignarmerki, og nú höfum vér sannfrétt að kon- ungurinn ætli að sæma þennan velgjörðamann þjóðfjelagsins stóru gull-medalíunni, til merkis um náð sfna og vináttu, og dirfumst vér að segja, að hún geti ekki skreytt verðugra brjóst en hans“. Blaðið féll úr hendi hans, eins og það hefði verið honum of þungt. „Alt er undir því komið, hvort eg get klórað í bakkann og komist núna úr verstu kröggunum“, andvarpaði hann, með angistarsvitann á enninu. Hann tók blaðið upp, og fas áfram: „Viðmótsblíða hans og gjafmildi og rausn, sem ómöguleg væri öðrum en þeim, sem af nógu hefði að taka, hefir áunnið honum allra vináttu". „Af nógu að taka“, tók hann upp, og fann þá svo sárt til, hvað erfitt honum hafði verið síðustu dagana að láta af hendi nægilegt skot- silfur, að eins til daglegra heimilisþarfa. Hann stóð á barmi glötunarinnar, og skildi vel, að ýmsa grunaði það, og hann hafði engan annan en sjálfan sig að treysta á. Hæfileikar hans höfðu áður bjargað honum margoft . . . . Alt var undir því komið að fá frest, og láta á engu bera. Honum varð litið á skrifborðið, með hinum mörgu skúffum, sem hann geymdi í nokk- uð af skjölum og höfuðbókum, sem .... Það var barið að dyrum. „Það er Magnús. Má eg koma inn?" Róm- urinn var unglegur og glaðlegur. „Já, vissulega". Sonur hans var dökkhærður eins og móð- irin, og þreklega vaxinn eins og faðirinn. Hann vantaði hvorki sálar- né líkamskrafta, en meinið var, að þeir voru svo lítið notaðir. Æsku- fjörið, sem átt hefði að stjórnast af vinnunni, 15 brauzt út í brekum og slarki, sem hin dauf- legu augu hans og svipur báru Ijósan vott. „Mér hefur dottið nokkuð gott í hug, pabbi", sagði hann, meðan hann gekk um gólf og hand- lék ýmsa smáhluti. „Hverjum til gagns?" spurði faðir hans. „Auðvitað sjálfum mér. Er ekki afmælisdag- ur þinn í dag?" „Jú. Viltu því nokkuð?" „Ætli þú vildir ekki gefa mér gjöf í dag?" „Þann dag fá menn venjulega gjafir, en gefa ekki sjálfir". Magnús tók blaðið af borðinu, og las hátt og hátíðlega. „Það er ekki nóg með að hann held- ur fátæklingunum hátíð, heldur hefir hann Ifka gefið þessum góðgerðastofnunum: Hælinu handa fátækum gamalmennum 500 kr., og heimilinu fyrir afvegaleidd börn 300 krónur". „Er þetta ekki að gefa?" „Jú vissulega". „Mér finnst hálf leiðinlegt, að talað sé um mann f blöðunum. „Það er eftir því . . . ?“ „Nei, ekki vildi eg standa þar eins og eitt- hvert afbrygði". „Þú hleypur frá umtalsefninu", sagði faðir hans byrstur. „Mér finst, að fyrst pabbi hefir gefið svona mikið fólki, sem hann kærir sig ekki meira um en......“ „Það eru skyldur við þjóðfélagið, og guð veit, að þær eru fullþungar". „Upphefðin skuldbindur". Já, svo fer líka fyrir mér. „Það er dýrt að vera sonur þinn, pabbi". „Dýrara er að vera faðir þinn, fmynda eg mér. Hver reikningurinn kemur til mfn á fætur öðrum, og vasapeningamir þínir hrökkva ekki til". , „Ur því 1114 ráða með þvf, að bæta við mig". „Það held eg ekki. Ef menn hafa úr litlu að spila, þá láta þeir sér það nægja, — en ef þeir fá meira, þá....... Gættu þín við skuldum, þær geta orðið að flóði, sem vaxa þér yfir höfuð". „Engar siðferðisprédikanir, pabbi; láttumömmu þær eftir. Gefðu mér hundrað króna seðil". „Eg hefi þá nú ekki á reiðum höndum. Eg ætlaði einmitt að fara að segja ykkur að við yrð- um að fara að verða sparsamari". Sonur hans skellihló og sagði: „Já, hátíðar- haldið í dag er líklega byrjunin? Við vorum saman fáeinar glaðværar sálir, og drukkum þína skál, undir eins f gærkveldi. Það er pabba að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.