Kvennablaðið - 28.03.1903, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 28.03.1903, Qupperneq 1
Kvennablaðið kost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis a kr. (60 centsvestan- hafs). i/g verðsins borgist fyrirfram,en 2/2 fyrir 15. júlí. Uppsögn skrifleg bundin við ara- mót, ogiht nema komin sc til út gef. fyrii 1. okt. og kaupandi hah borgað að fullu. 9. ár. Reykjavík, 28. marz 1903. ,A° 3. Mansal. Langt upp í sveit. Lag eptir Adolph Jensen: Und schláfst du, mein Mádchen! Ai, komdu nú, Ijúfan mín, langt upp í sveit, nú er logn upp t dölum, par sem sólin skín heit. Við setjumst í laút, par sem rós grœr við rós, við rennandi, sólskæra blavatnsins ós, — ja, við blastrauma Rangar, sem rennur svo hljóð, par sem runnarnir vikna, er hún kveður síti Ijóð! :,: Þar lifði jeg œskunnar Ijúfustu ar, far í lautunum grænu atti' eg bernzkunnar tar. Þar sungu mjer vonir um sœlu og frið, pa sœlu', er jeg öðlaðist brjóstið pitt við. Ó, pað verður svo gaman að vera með pjer, :,: par sem vaggan mín stóð, þar sem sólin skein mjerl :,: Æ, komdu nú, komdu nú, hlæjandi' og hýr, fórum hrattyfir landið,pví hver stundin er dýr! Á leiðinni er rjóður par lyngrunnur grœr og lind er par streymandi, f ögur og tœr, og i lindinni er syngjandi, fallegur foss — :.: þar hja fossinum litla skal eg gefa þjer koss! :,: GuOm. Guðmundsson. Rannsókn i illræmdum húsum. Lögreglan í Fíladelfíu gerði einn góðan veðurdag næstl. nóv. heimsókn í 20 illræmd- um húsum þar í borginni, og tók þaðan 400 ungar stúlkur til geymslu. Þar fundust líka sannanir fyrir því, að til væri félag, sem hefði aðalaðsetur sitt ( Þýzkalandi, en útibú í Fíladelfíu og New-York, og hefði það mark og mið, að verzla með ungt kvetifólk. Félaginu í Evrópu er stjórn- að af einni persónu, sem á heima ( Halle, en útibúunum í Ameríku er stjórnað af 5 per- sónum, og þrjár af þeim náðust. Ungu stúlk- urnar eru gintar til Ameríku undir ýmsu yfir- skini. Meðal annars er þeim heitið góðum gjaforðum. En þegar þangað er komið, er þeim haldið föstum í — skækjuhúsum. Kvennablaðið hefir áður getið um þessa grátlegu svívirðingu. Og í sumar stóð ýtar- leg frásögn í Fjallkonunni um heilt félag, sem hefði aðsetur sitt á ey, sem er t ánni Signu, rétt hjá Part's, og í sumum hlutum Parísar- borgar. Þess var og getið, hvernig ungar stúlkur væru tældar og flekaðar úr góðum stöðum, með fögrum loforðum, og sendar síðan til ýmsra staða 1' fjarlægum löndum, til þess að svívirðilegir bófar gætu svalað með þessu, sínum taumlausu ólifnaðartilhneyg- ingum. í norskum og dönskum blöðum er þess getið í sumar sem leið og vetur, hvernig þar hafi orðið vart þessara sömu agenta og kvennasölu, án þess hægt væri að sanna hana, eða koma í veg fyrir hana. í sumar var haldinn fundur í París, og sóttu hann karlar og konur úr flestum löndum Norðuraifunnar,

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.