Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 4
20 KVENNABLAÐIÐ. hans. — „Hundrað, sagðir þú, — bara að eg hafi svo mikið á mér“. „Hér er heilmikið af peningum", sagði Magn- ús“, sem var að Iíta ofan 1 peningaveskið. „I umslaginu því arna? Já, það eru þúsund krónur, — en eg á þær ekki. Mér voru fengnar þær til að leggja þær í bankann. Hérna, Irma!" „En eg þá ?“ „I annað sinn. Eg hefi þær ekki til núna“. „Pabbi getur líklega tekið af því þarna, núna í bráðina, og borgað það svo á morgunn". „En að þú skulir biðja um sllkt", sagði móð- ir hans ásakandi. „Hvað ætli það geri til?“ „Það geri eg ekki. I þeim efnum er eg mjög aðgætinn", svaraði bankastjórinn, með sjálfsáliti. „Komdu til mln á morgunn á skrifstofuna, þá skal eg vita hvað eg get gert fyrir þig". „Þakka þér fyrir, ágæti pabbi minn", sagði sonur hans sigri hrósandi, og þaut eins og örskot út í andyrið. Þar mætti hann Karlson, sem var nýbúinn að rannsaka bragðið af portvjninu, og farinn að fá lit í kinnarnar. „Komdu með tvær kampavínsflöskur upp í herbergið mitt.— Pommerey sec og eina flösku af bezta konjakkinu hans pabba". „Pað þori eg ekki". „Gjörðu eins og eg legg þér fyrir!" Hann laumaði tvíkrónupeningi í lófann á Karlson. „Rétt strax", sagði hann og hneigði sig. „Það er mín eina huggun á áhyggjustundun- um, að þú ert svo varkár með annara peninga", sagði Irma. „Allir trúa mér nema þú“, svaraði hann harð- lega. „Jú, Jú! Víst trúi eg þér! Hvernig ætti eg annars að geta lifað"? svaraði hún með sárum, opinberum efa. — „En þú verður að gætaaðþví, hvað eg hefi orðið að þola í æsku minni. Eg get aldrei gleymt því hvernig fór fyrir pabba, og þú ert orðinn jafn taugaveiklaður og . . . „Má eg biðja þig að láta vera að líkja okkur saman". Honum varð litið á óvandaða búninginn henn- ar, sem gerði hana ellilegri en hún var venju- lega. „Farðu nú og klæddu þig", sagði hann í þýð- legum rómi. „Farðu í silkikjólinn og brúkaðu gimsteinahálsbandið, sem eg gaf þér f festargjöf". „Já, það var nú á þeim tímum", sagði hún lágt. „Og svo ætla eg að biðja þig að vera sérstaklega vingjarnleg og athugul við hann doktor Ström og Ask bæjarstjóra. Enginn getur verið elskuverð- ari en þú — þegar þú vilt". „Það er víst einhver, sem þér finst elskuverð- ari. Hún er úti í skóggarðinum, innan um fólkið". Rómurinn titraði, augun brunnu hótandi, og hann sneri sér undan til þess að þurfa ekki að líta í þau. „Hún? Hvaða hún? Við hvað áttu? Eg er orðinn þreyttur á slettunum í þér". „Eg held eg gæti borið og fyrirgefið alt . . . ef . . .“ „Því ætli þú ættir að þurfa að fyrirgefa nokk- uð"? tök hann reiðulega fram í. Hræðslan í þér um mig lætur þig sjá vofur um albjartan daginn. . . . Veiztu að hún móðir mín er kominn hingað?" spurði hann svo, til að slá út í aðra sálma. „Já — eg hefi ekki haft tíma til að heilsa henni. Það var samt gaman að hún kom". — Það var eitthvað efandi í rómnum, og eins og hún væri að reyna hann. „Jæa. — Auðvitað. Bara að hún hefði ekki komið einmitt í dag. Flýttu þér nú og mundu eftir þessu með doktorinn og bæjarstjórann". „Er nokkuð það til í heiminum, sem þú bið- ur mig um, að eg geri það ekki?" * * * Bankastjórinn var kominn í frakkann, og ætlaði ofan í skóggarðinn, til að svipast eftir útbún- ingnum, þegar Andrés kom inn og sagði, að kandidat Laurén beiddi um að megakveðja hann. Bankastjórinn mundi nú eftir, hvað kandidat- inn hefði verið utan við sig um morguninn, og varð hálf illa við. „Ætlar herrann virkilega að fara", spurði hann. „Já?“ „Frá öllu hátíðahaldinu?" „Það sýnist máske óskiljanlegt", svaraði hinn hálf spottlega. Eg hélt að herrann hefði mætt svo mikilli vin- áttu hér á heimilinu, að . . .“ „Fyrir það er er eg mjög þakklátur. En eg hefi líka skyldur við sjálfan mig, og verð fyrst og fremst að stunda nám mitt. Hér verður mér ekk- ert ágengt. Eg hefði viljað segja fáein orð um Magnús, áður en eg fer. Sendið hann brott og látið hann eiga hart!" „Meðan eg lifi í allsnægtum! Það dugar ekki". „Karlson kom inn með tvö bréf á silfurbakka, og fór svo þegar fram aftur. „Afsakið", sagði bankastjórinn og braut þau upp, en kandidatinn tók dagblað á borðinu og las á meðan í því.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.