Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. 21 Það leið góð stund, áður en bankastjórinn hafði lesið þessar fáu línur, sem stóðu ( bréfunum. En þegar hann hafði gert það, þá kom hræðslu- svipur á andlit hans, og gerði það alt í einu ellilegt. „Afboð frá landshöfðingjanum, doktor Ström og bæjarstjóra Ask — og án allra afsakana!" taut- agi hann við sjálfan sig og gekk aftur á bak og áfram um gólfið, fullkomlega vitandi hvað þessi afboð þýddu. „Herra bankastjórinn hefir þó lesið blaðið"? spurði kandidatinn æstur. Já, — það er að segja — nokkuð af því“. „Eg skil það“. Það kom háðssvipur f skýr- legu augun hans. Hér er líka nokkuð annað, konsúll Vírak .... „Hann er nú bæði dauður og greftraður". „Já — leiðið hans er naumast mokað til, kransarnir eru enn þá grænir, og áskriftirnar les- andi. Á einum borðendanum stendur: „Þökk fyrir vel haldinn vörð“. — Og nú stendur hér í blaðinu, að hann hafi eytt 200,000 krónum, ef til vill meira — einmitt fyrir sama félaginu, sem skrif- aði þessi orð, og gaf þenna krans!“ „Hvað segir herrann? Látið mig sjá!“ Bankastjórinn þreif blaðið og reyndi að lesa það, en gat það ekki, en hné svo niður á næsta stólinn skjálfandi og frá sér numinn. „Það var svo einstaklega elskuverður og skemtilegur maður", sagði kandidatinn miðlandi málum. „Falleg skemtun", sagði bankastjórinn stór- reiður. Hugsið þér um alla, sem hafa mist eig- ur sínar hans vegna — fantsins þess arna!" „Er það ekki heldur hart dæmt"? Kandidatinn ætlar þó lfklega ekki að fara að mæla honum bót". „Það var ekki tilgangurinn. En það geta verið einhverjar mildandi ástæður. Eg get hugs- að mér . . . Mér finst að með dálitlu ímyndunarafli og skynsemi, þá geti maður séð, hvernig sllk óað- gæzla getur slæðst inn. „Oaðgæzla? Segið þér heldur þjófnaður". „Vissulega — en það er ljótt orð herra banka- stjóri. Eg er viss um, að Vfrak konsúll ætlaði sér aldrei að stela, þótt . . . ." » „Kandídatinn ætti að verða málaflutningsmað- ur“. „Máske". „Og flytja betri mál, vona eg". „Fjárdrættinum hefir verið haldlð áfram í mörg ár, og það er alveg furða, að sllkt skuli hafa getað dulist". „Eg þekki hann mjög lítið. Hann hefir aldrei verið f neinu eftirlæti hjá mér“, svaraði banka- stjórinn, sem nú hafði gleymt hve mjög hann hafði sótzt eftir kunningskap við hinn framliðna. „En það var afbragðs höfuð á þeim manni. F.g ímynda mér, að hann hafi þurtt á því að halda". „Að hugsa sér í hvaða angist hann hlýtur að hafa lifað". Bankastjóranum fanst eins og kandfdatinn tortrygði sig, og hann þyrfti að verja sig. „Angist" ? Það getur mjög vel verið. En það var alveg mátulegt fyrir hann. Eg get ekki skilið svo veikar siðferðisskoðanir. Því betur sem mönnum er trúað, þess meiri eru skyldurnar og ábyrgðin. Allar slfkar sorglegar misfellur og upp- ljóstanir vekja totrygni og veikja traustið. Eg get ekki fyrirgefið honum". „Hvaða eftirlit er lfka hérna í landinu"? „Það er von að kandfdatinn spyrji að því. Sá sem er heiðarlegur, óttast ekki eftirlitið, — heldur þvert á móti. Því segi eg hreint út, að hér eru mikil vandkvæði á. Oft er það nægilegt, ef summan stendur heima, og endurskoðararnir láta kunningskap og lipurt viðmót hafa áhrif á sig. Stundum óttast menn óvild annara, ef eitt hvað er gert að til eftirlits. Ef eitthvað þarf að dyljast, þá breiða fínar miðdagsveizlur ofan yfir mikið, því tölustafirnir dansa fyrir augum manna eftir veizluhaldið. — Það vita allir. Eg skal svei mér benda á ýmislegt. — Hefi lengi ætlað mér það“. (Framh.). Hnífur og gaffall. (Niðurl.) Árið 1360 kemur gaffallinn aftur fram f Florens, þó óvíst sé að enn sé farið að nota hann daglega við máltíðir. Pier Domiano hefir ritað skýrslu um heimanmund tiginnar dömu frá 15. öld, og telur upp alla hugsanlega búshluti, nema gaffalinn. Seinna varð gaflfallinn alment notaður á Italfu, þótt bæði sjálfir konungar og þjóðir annara landa mötuðust með fingrunum. Italskur maður, sem var við hirð Mattiusar Carvinusar á Ungverjalandi, taldi gaflinum það til gildis, að menn óhreinki þá ekki á sér fingurna. í lok 16. aldar kváðu menn á Frakklandi háðvfsur um hann og hinn nýja sið, að eta með gafli. Gaflar þeir, sem þá voru brúkaðir, voru með tveimur álmum og skeiðarblaði á efri endanum. Á Englandi voru gaflar fyrst brúkaðir á dög- um Jakobs I. Á Spáni þekt'ust þeir ekki fyr

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.