Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 6
22 KVENNABLAÐIÐ. en löngu seinna, og þá jafnan með skeiðarblaði á hinum endanum. Ókunnugt er, hvenær gaff- allinn fyrst var brúkaður í Þýzkalandi og Dan- mörku, en getið er bæði hans og borðhnífs þar fyrst, í veizlu hjá abbadísinni von Hohenstein, sem dó í Elsass ngr. Eítirtektarvert er að lesa um ákafar róstur 1581 í St. Mans klaustrinu á Frakklandi á milli gömlu og ungu munkanna, sem kom af því, að gömlu munkarnir álitu synd að éta kjötið öðru- vísi en með berum fingrunum, en ungu munk- arnir vildu éta með gafli. Alt frá fornöld og það lengst fram á nýju öldina átu menn því smáttskorið kjöt með fingr- unum einum. Svo var farið að brúka tvíálmað- an gafifal, og svo einni öld seinna var þriðju álmunni bætt við. En sletti fjórálmaði silfur- gaffallinn kom enn þá seinna. Gaffalskaftið var venjulega úr tré, fílabeini eða málmi. Skrítið er það, að Rómverjar brúkuðu orustugafifal, til að krækja með í stiga, sem brúkaðir voru við um- sátir, en engan borðgaffal þekktu þeir. Þó brúk- uðu þeir pentudúka (servíettur), sem Grikkir gerðu ekki, þegar menning þeirra stóð í blóma. Þeir þurkuðu matinn af fingrunum á brauðmolum, og stundum bar við, að þeir fleygðu bæði beinum og matarleifum undir borðið. Svo lítur út, sem Rómverjar hafi frá elztu tfmum brúkað skeiðar til að ausa upp með, en fremur sýnist það hafa verið drykkir, enn matur. Súpur þektust þar ekki, og sósurnar voru þurk- aðar upp með kjötbitum eða brauðmolum, sem menn sleiktu eða sugu hana af. Eins og dúkun borðsins var í fornöld öðru- vísi en nú, svo voru lfka borðsiðirnir ólíkir. Grikkir böðuðu sig, klæddu sig skrautklæðum og smurðu sig áður en þeir settust að snæðingi. I raun og veru sátu þeir ekki í fyrstu, heldur lágu við borðið. Svo létu þeir þrælana taka af sér ilskóna (sandalana) og geyma þá eins og hjá oss hatt og yfirfrakka, og síðan kom annar þræll með þvottaskál með vatni, til að þvo hendurnar. Til þess að fingurnir kæmu ekki við matinn, þá voru fingurhettur brúkaðar. Eftir máltíð þvoðu menn sér og smurðu sig, og svo byrjaði drykkjan í eftirmatarstað, og þá var krönsum útbýtt. Róm- verjar hermdu eftir Grikkjum ; en þegar rómverska ríkinu var farið að hnigna, þá spiltust siðirnir og urðu að gengdarlausu óhófi, og drykkjuskap og slarki, svo að takmarkalaus eyðslusemi þótti vera sjálfsagður fínn síður. A vorum tímum þykja hnífapör, borðdúkar, pentudúkar og þesskonar smáhlutir mælikvarði um almenna menntun og siðfiigun. Og þótt þjóð- félögin hafi sína bresti, þá leggja þau þó sér- staka áherzlu á fallega dúkað og skreytt borð, en þó um fram alt á góðan og vel tilbúinn mat, enda er matur mannsins megin. ----------- Elztu málverk heimsins. (7 Dordogne á Frakklandi fundust í fyrra sumar allmerkilegar fornmenj- ar. Það voru gömul málverk, máluð á veggina í stórum helli í kalk- kletti, skamt frá litlum bæ, sem heitir Cyz- ies. Þessir klettar Qg daldrög hefir áður verið árfarvegur. Hellirinn er að framan breiður, en þrengist á 200 feta svæði, og verður þá mjór. Síðan verður fyrir stórt herbergi, um 120 feta langt, 9 feta hátt og 18 feta breitt. Hér eru flest af hinum nýfundnu málverkum, en sum allra innst, 350 fet frá dyrunum. í litlum afhelli eru veggirnir al- þaktir með myndum af 13 „bison"uxum. Upphaflega hefir hellirinn verið sprunga í kalkklettinn, en svo hefir vatnið komist þang- að og þvegið alt laust úr henni, og síðan hafa mennirnir komið hingað, og hér svo langt frá dagsbirtunni, hafa þeir iðkað íþrótt sína, sem náttúran hefir sjálf geymt svo lengi óskemda. Málverkin eru máluð á kalkið á hellis- veggjunum sjálfuui, 3—12 fet fra gólfi. Það eru einungis dýramyudir, 80 að tölu. Þær eru misstórar, frá 1/2—8 fet. Sumar mynd- irnar eru að nokkru leyti rispaðar eða skorn- ar inn í klettinn, og sumstaðar eru ýmsar ójöfnur á veggnum notaðar þar, sem þær fara bezt í mynd. En flestar þeirra eru málaðar, með rauðum brúnum og svörtum litum, sem með efnafræðilegri rannsókn hefir sannast, að eru úr steinategundum, sem þar eru í grend- inni. Myndir þær, sem glöggast má þekkja eru : 49 af „úruxum", 2 af mammútdýrum (hvor- tveggja löngu útdautt) 4 hreindýrum, 1 hirti, 4 hestum, og 3 antilópum. Þessi dýr eru frá síðasta hluta ísaldarinnar. Mönnum er svo kunnugt um listaverk og stílinn á þeim frá elztu fornöld, að menn

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.