Kvennablaðið - 30.05.1903, Side 1

Kvennablaðið - 30.05.1903, Side 1
Kveonablaðið koat- ar x kr. 50 au. inn» anlands, erlendis a kr. (60 centsvestan* hafs). i/j verðsins borgist fyrirfram,en a/3 fyrir 15. júlí. Uppsögn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gef. fyrir x. okt. og kaupandi hafi borgað að fullu. 9. ár. Reykjavík, 30. maí 1903. M 5. Mentun og framleiðsla. KKERT orð er nú á seinni tímum K*J algengara en orðið „mentun", og vN Mw þó eru fá orð meira misbrúkuð í daglegu tali en einmitt þetta orð. Enginn skortur er nú jafntilfinnanlegur og verkafólksskorturinn. Skorturinn á fólki sem vinni og framleiði arð. Og af hverju sprettur sá skortur? Af því að nú vilja all- ir fara að „menta" sig. Það lítur svo út sem fólk haldi, að ment- un og framleiðandi vinna sé ósamrækilegar hugmyndir, „mentunin" lyfti upp og göfgi manninn, en vinnan lítillækki og dragi hann niður á við. En hvað er eiginlega sönn og veruleg mentun og menning? Það er alt það, sem göfgar og bætir hugsunarháttinn og breytni manna, sem gerir þá betri, fullkomnari, duglegri, sjálfstæðari og í einu orði heiðarlegri og nýtari borgara þjóðfélagsins. Vissulega þurfa menn á þekkingu að halda í hverri stöðu sem menn eru. En fæst- ir hafa efni á, að eyða tíma sínum og fjár- munum til að læra það, sem þeir svo hafa aldrei nein not af, en vanrækja að kynna sér það, sem þeir þurfa mest á að halda. Öll framleiðsla er grundvöllur undir vel- megun og hagsæld þjóðanna. En til þess að geta framleitt arð af fyrirtækjum eða dagleg- um störfum verða þau að vera ger af kunn- áttu. Þau byggjast þvl á inentun eða þekk- ingu. Matseljan og fjósakonan þurfa báðar á þekkingu að halda, til þess að geta leyst störf sín vel af hendi. Sama er að segja með fjármenn, sjómenn, jarðyrkjumenn—allstað- ar þarf þekkingarinnar með. En aukin þekking er aukin siðmenning. Þekkingin er vald og grundvöllur allrar sannr- ar siðmenningar. En verklega þekkingin er ekki síður á- ríðandi en bóklegi fróðleikurinn. Og hún hefir það fram yfir, að hún er lifandi afl, sem framleiðir auðsuppsprettur, sem velgengni þjóðanna byggjast á, þar sem bóklega þekk- ingin ein leggur ráðin á, en hefir enga útsjón eða þrek til, að koma þeim í fram- kvæmd. Það þarf oftast Hka meiri kjark og dugn- að til framkvæmdanna, en til óvissra bolla- legginga um allar hugsanlegar framfarir. Framkvœmda(ó\\i\ð er í raun og veru mesta framfarafólkið. Þess vegna er það víst, að bóndinn, sem hleður garð um túnið sitt og sléttir það, ræs- ir fram engjarnar sínar og bætir húsakynni sín, svo hann og heimilisfólk hans fái heil- næmari bústað, hann eflir meira siðmenningu og mentun í landinu en bókagrúskarinn, sem altaf er að bollaleggja hvað gera megi úr þessu og þessu efninu, en leggur aldrei hönd á nokkurt verk til nokkurar verklegrar fram- kvæmdar. Hér er því miður, sú öld runnin yfir land og lýð, að flestir vilja vera fræðarar lýðsins, og segja honum fyrir verkum, en sjálfir vilja þeir ekki framkvæma neitt. Sumir eru ekki færir til, að framkvæma kenningar sínar, sum- ir nenna því ekki og marga vantar þrek, þol og elju til að leggja sjálfir hönd á það verk, sem ekki strax í byrjun gefur hundraðfaldan ávöxt. En mentunin er dýr, þegar hún er veru- leg, því þá verður hún að byggjast á reynslu, svo hún geti komið að tilætluðum notum. Það er satt sem skáldið kvað ;

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.