Kvennablaðið - 30.05.1903, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.05.1903, Blaðsíða 3
KVE NN ABLAÐIÐ. 35 að búa eitthvað af því til sjálfir, en að kaupa það gersamlega altsaman. Bara að þegar einhver hefir með umhugsun og fyrirhöfn fundið sér slíka nýja atvinnugrein, þá mega ekki allir hinir, sem iðjulausir standa á torg- inu öfundast yfir peningunum, sem hann eða hún fái fyrir það, heldur unna verkamannin- um vinnulaunanna, og fá sjálfum sér eitthvert nytsamt arðberandi verkefni til að íást við. Skuldadagar nir. (Þýtt). V O varð honnm ljóst, að það var gæzlustjórinn í stjórn .... staðar járn- brautar-hlutafélaganna, sem hann var sjálfur framkvæmdarstjóri í, sem tal- aði við hann í hljóðberann, og nú fóru orðin að verða skiljanleg. — „Endurskoðunin er nýafstaðin. Bezt að koma þegar í stað inn til bæjarins. Óróleiki 1 herbúðunum". Hann greip um stólbríkurnar til að styðja sig við þær, og um leið brá ónotalegu glotti á andlit hans, eins og hann héldi að hann stæði frammi fyrir mannf jölda. Svo blés hann við, þegar hann var að leitast við að hafa vald yfir málrómi sín- um, og sagði með uppgerðar glaðværð: „Dóttir mín trúlofast í kveld kammerjunker Borgheimer. - Þú þekkir hann víst? Góður ráða- hagur. Nýja tengdafólkið kemur hingað í fyrsta sinni í kveld. Hitt getur líklega beðið til morg- uns. Þakka þér fyrirl Já. Jæja, það skal ekki bregðast". Hann tók afarnærri sér og skellihló. „Það er svo, óþreyja í herbúðunum ? — En eg er alveg ró- legur. Segðu viðkomandi mönnurn það. Ef þú kemur á morgunn í miðdagsveizluna til majórs Wulfs þá skulum við gera okkur glaðan dag. Ekki boðinn? — Það er svol Leitt að lasleiki konu þinnar kom í veg fyrir að þú gazt komið hingað í kveld. Eg á ekki nema eina dóttur til að gefa í burtu, og er kunnur að því, að hafa nokkra hæfi- leika til að skemta gestum". Nú var stillingin og sjálfstjóm hans á förum. „Gestirnir eru að koma. — Vertu sæll til morg- uns", sleit hann út úr sér, hringdi af og hné svo niður á stólinn. „Klúðrið orðið uppvíst I Gjaldþrot I Svívirð- ing!“ Það dró hvað annað aftan í sér. „Bank- inn — en ef?" Þar stóð hann tæpast. Hann lauk upp skáp og tók úr honum kon- jakksflösku, sem hann tæmdi í botn. „Eg vil ekki fara á höfuðið — spila spilið til leiksloka — með öllum meðulum. — Það er mitt orðtak", sagði hann með endurlifnuðu þreki. Nú heyrðist vagnaskrölt. Gestirnir voru að koma. Ef hann færi fram í forstofuna til að kom- ast upp, þá mætti hann þeim þar, en ef hann færi gegnum bókaherbergið og upp vindustigann þá kæmist hann upp í salinn löngu á undan þeim. Þegar hann kom inn í stóra herbergið, þar sem bókunum var raðað inn í dýra skápa, þá hnykti honum við að sjá móður sína standa þar við einn gluggann. „Eg vona að þú reiðist ekki af því að eg gekk hingað inn", sagði hún biðjandi, eins og auðmjúkt, brotlegt barn. „Andrés sagði að eg mætti það. Mig langaði að sjá gestina koma". En nú tók hún eftir, hvað hann var náfölur og í æztu skapi. „Hvernig er það drengurminn! Er þér ilt?" „Nei", sagði hann óþolinmóðlega. Andlitsdrættir hans titruðu. „Mamma 1 elsku mammal" sagði hann og vafði sig upp að henni. „Það er alveg eins og þegar þú varst lítill", sagði hún og strauk yfir hárið á honum. „Guð gæfi eg væri það enn þál" „Það voru mínar sælustu stundir". „Mínar líkal Ó, mammal Þú ert eins og brúarstólpi í miðjum fossinum". „Hvað er þetta? Þú gerir mig óttaslegna. „Ekkert". „Þú ert alveg náhvítur í andlitinu, og ekki að sjá með sjálfum þér". „Er eg það?" Hann stökk upp og flýtti sér fram að spegl- inum, lagaði á sér hárið og reyndi að setja and- litið á sér í venjulegu steyptu stellingarnar. Hann sneri bakinu að henni. En spegillinn, sem var á framhlið stofunnar sýndi mynd hans aftur og hin glitrandi heiðursmerki á brjóstinu. „Það er skrautlegt þetta, en þó er enn þá meira varið í, að hjartað sé gott og áreiðanlegt", sagði hún og fór út. Hann stóð og starði á eftir henni. Svo flýtti hann sér upp vindustigann brosandi og fjöilega. * * Kveldið og myrkrið var komið, en dimmunni var nú ekki lengi vært f skóggarðinum, því þar

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.