Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 1
Kvennablaðið lcott- ar i kr. 50 au. inn* anlands, erlendis 1 kr. (60 cents vcstan* hafs). 1/, verðsins borgist fyrirfram.en »/3 fyrir 15. júlí, / W^ \/" ^ ? W bundin vi Uppsögn skrifleg 9 ira- mot, ógild nema omin sé til út gef. fyrir 1. okt. og kaupandi hafi borgað að fullu. 9. ár. Reykjavík, 16. júní 1903. M 6. ReykjaYÍk í krók og kring. Götur og strœti í Miðbœnum og Vesturbœnum. Eins og áður hefur verið sagt, þá hef- ur bænum verið skipt í orði kveðnu í þrjá hluta: Austurbæinn fyrir austan lækinn, Mið- bæinn í kvosinni austan frá Læk og vestur að Geirsbúð og túnunum, og Vesturbæinn þar fyrir vestan. Eftir legu og ummáli bæjar- ins verður þetta mikið til rétt skifting, en eins og áður er sagt, er það, ef dænit er eft- ir fólksfjölda alveg rangt, því þá verður húsa- fjöldinn og einkum fólkfjöldinn meiri fyrir austan Lækinn. Þegar staðið er við brúna á Læknum þar sem mætist Bankastræti, sem er neðsti hlutinu af Laugaveginum, ofan frá Skóla- vörðustíg og niður að Læk, og Austurstræti, þá verða fyrir auganu tvær götur. Gatan, sem liggur frá suðri til norðurs með læknum heitir Lækjargata og nær sunnan frá Tjörn og norður að Ziemsens búð. Norður af henni að austanverðu við Lækinn liggur Kalkofns- vegurinn gamli, út undir Batteríið. Frá Læknum liggja þrjár götur strand- lengis frá austri til vesturs. Þær eru: Nyrst Hafnarstræti meðfram búðunum, þá Austur- stræti með fram gömlu húsaröðinni — eigin- lega byrjun eða framhald á Bankastræti og Laugavegi, og syðst Kirkjustræti, sem varla getur nú heitið að byrji við lækinn, af því þar kemur Pósthússtræti saman við það á parti. Vonarstræti, sem einu sinni komst svo langt að fá nafn, og átti að liggja ofan frá Laufásvegi og vestur með Tjörninni hjá Iðn- aðarmannahúsinu er enn ekki sýnilegt, og kemst að líkindum aldrei lengra enn að verða fyrirhuguð og eftirvænt von eins og kveðið hef- ur verið: „Oft er hérna vonin völt á veikum fæti, vonleysa hún verður hölt 1 Vonarstræti". Helztu þvergöturnar eða þær götur, sem liggja frá suðri til norðurs ( Miðbænum eru þessar: Lækjargata, Pósthússtræti, frá kirkjunni og ofan að „nýju bryggjunni", Aðalstræti, l(k- lega ein af elztu götum borgarinnar, sunnan frá „Herkastala" Sáluhjálparhersins og norð- ur að bryggjuhúsinu hjá Fischersbryggju. Auk þeirra eru stuttar þvergötur, svo sem : Thorvaldsensstræti, Kolasund, Veltusundo.fi. Suður af Aðalstræti liggur Suðurgata, nær því í hásuður, og skiftist fyrir sunnan kirkjugarðinn, liggur þá Melavegur í suður og Htið eitt til vesturs, en Sandvíkurstígur suðvestur hjá olíuskúrnum, og vestur hjá Breið- fjörðshúsum við Skerjafjörð. Suðurgata var áður fjölfarin mjög og köll- uð Kirkjugarðsstígur, en af sumum „Kærleiks- gatan". Var mælt, að ýmsir opinberuðu trú- lofun s(na á þann hátt, að ganga þar opin- berlega saman í fyrsta sinni. Um hana var þetta eitt sinn kveðið: „Kærleiksstíg þá sól er sezt sveinar og fijóðin ganga. Par hefir röðull reifað bezt rósum meyjar vanga. Grær þar oft ( aftanró ástar blómið rauða. En sá vegur endar þó út við gröf og dauða". Enn er ein gata ótalin ( miðbænum. Það er Vallarstræti, sem gengur (rá Pósthússtræti að norðanverðu við Austurvöll og vestur að Aðalstræti. Svo stutt sem hun er, þá er hún þó illa ræmd, bæði fyrir það, að vera einhver af blautustu og óþverralegustu göt-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.