Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 3
KVE NNABLAÐIÐ. 43 Góð meðmæli. TVINNUSTOFNUN nokkur auglýsti eitt sinn, að hún vildi íá sér vika- dieng. Það" komu 50 tilboð. Yfir- maðurinn valdi eptir stutta umhugsun 1 drenginn og lét alla hina fara svo búna aftur. „Eg hefði gaman af að fá að vita, því þú valdir einmitt þenna dreng?" sagði vinur hans. „Hann hafði þó ekki ein einustu meðmæli að bera fram". „Þar skjátlast þér", sagði yfirmaðurinn. „Hann hafði talsvert af meðmælum: Hann þurkaði af fótunum á sér á dyraþerr- unni þegar hann kom, og lét aftur hurðina á eftir sér sem sýndi að hann var reglusamur og þrifinn. Hann stóð undir eins upp og bauð gamla, halta manninum sitt sæti, sem sýndi að hann var greiðvikinn og vingjarnlegur. Hann tók undir eins ofan, þegar hann kom inn, og svaraði öllum spurningum mínum fljótt og látlaust, sem sýndi að hann var kurteis. Hann tók upp bókina, sem eg hafði með vilja lagt á gólfið og lagði hana á borðið, þótt allir hinir annaðhvort stigu yfir hana, eða spörk- uðu henni frá sér, sem sýndi að hann var hirðu- samur með eigur sína. Og loks beið hann rólegur þangað til röðin kom að honum, án þess að hiinda hinum frá sér, sem sýndi að hann var stiltur og vel upp- alinn. Auk þessa tólc eg eftir því, á meðan eg tal- aði við hann, að hár hans var fallega greitt, og hann var tárhreinn um hendur og andlit. Og það er meira en sagt verður um flesta aðra drengi. Kallar þú þetta ekki meðmæli? Það sem eg get séð af háttsemi drengsins með því að nota augu mín vel 1 10 mínútur, það er víst meira að marka en alla þá fallegu vitnisburði, sem hann getur fært mér um sig". Skuldadagar nir. (Þýtt). Framh. EK5ÍÆTURKYRÐIN breiddi sig yfir Aft- áSM anró, en í þeim hluta hinnar stóru lji|l byggingar þar, sem eldhúsið, geymslu- ^EI herbergin og vinnufólksbústaðurinn var, þar voru enn þá allir á ferli. Þar varð fólki vfst ekki svefnsamt þá nóttina. Þau ósköp, sem þar voru til að þvo og fægja af postulíni, glerílátum og silfurborðbúnaði, stólum og borð- um, sem urðu að flytjast inn úr skóggarðinum, vínflöskum og matleifum að hirða, eða bera fram handa vinnufólkinu, sem enn þá hafði ekki haft tíma til að éta. Háreisti, högg, hlátrar og mas, þutu um alt húsið, og var þó þaggað niður, en gaus upp aft- ur við og við, við það að sjá eitthvað fallegt, njóta sumarhitans, — kætin yfir skrautinu, vfn- skvettunum í flöskum og glösum eða ýmsum dýr- indiskrása leifum. Nú kærði sig enginn lengur um að sitja á strák sínum eða bæla tilfinningamar niður. Jafnvel jómfrú Soffía varð eins og sólskin í fram- an, af meðvitundinni um hvað borðhaldið hafði hepnast vel, og maturinn verið ágætur. Hún varð skiafhreyfin og lofaði matinn, og vildi að alt eld- húsfólkið smakkaði á honum og samþykti list- fengi hennar. Irma hafði boðið manni sínum fljótlega góða nótt úti á tröppunum, farið svo inn og haft fata- skifti, og gengið svo fram í borðbúnaðarherbergið. Maður hennar hafði kyst á hönd hennar, og þakkað henni fyrir hvað hún hefði verið fín og ágæt húsmóðir, bæði í dag og æfinlega áður á fæðingardag hans. Rómur og tillit hans var bæöi alvarlegur og viðkvæmur, og henni var enn þá lilýtt um hjartað af því. En hvað sem henni bjó í huga — hvort það var gleði eða sorg — þá hefði henni aldrei komið til hugar, að koma sér hjá þeim skyldum sínum, sem hún hafði gert sér að venju: að hátta ekki fyr en allur silfurborðbúnað- urinn, bezti postlínsborðbúnaðurinn og kristals- skálarnar voru komnar á sinn stað, og læstar niður. Hún stóð jafnan yfir meðan alt var þvegið upp, Lfsu til mikillar gremju, sem heyrði fyrir ut- an dyrnar, masið og hávaðann 1 hinum þjónun- um, en fekk nú ekki að kveða þar við fyrsta tón eins og vant var, þegar húsbændurnir voru ekki við. Bankastjórinn gekk inn í sfn herbergi undir eins og vagnamir voru farnir. Tunglskinið streymdi inn um gluggann, og lagði yfir skrifborðið með hin skrautlegu og dýr- mætu skriffæri og bréfpressu — hamingjugyðj- una, standandi á veltanda hjóli, — yfir hina mörgu skrautgripi og gersimar, vopnasöfnin á veggnum, upphleyptarósaskinns húsbúnaðinn, mynda umgerð irnar, sem andlit ástvina hans horfðu fram úr, — kona hans, Anna, Magnús. Mitt í tunglskinsbirtunni lá kveldblaðið á borginu: Hann tók það, og gekk með það fram að glugganum og las það. Ekki það, sem skrifað

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.