Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 4
44 KVENNABLAÐIÐ. var um hann sjálfan. Það var gleymt þýðingar- laust, sópað utan um hann ógæfu — eða gæfu- manninn — sem fengi að hverfa úr sögunni áður en fjárdrátturinn kæmist upp og nafn hans yrði á allra vörum. Hann var þreyttur og fór alt í einu að þrá þögn, einveru og næði til að hugsa. Værunokk- ur ráð til að bjarga honum, — og þau hlutu að vera til og finnast? — og kæmist hann nokkuru sinni aftur á græna grein, þá skyldi hann selja Aftanró, sem hefði orðið honum meiri bölfun og banasár, og stuðlað meira að fjárþroti hans en nokkurt annað fyrirtæki. Hann mintist þess hvað hann hefði í fyrstu hlakkað til að eignast þennablett. Hvernig hann hefði í fyrstu búið til teikningamar svo látlausar og blátt áfram. En þær hefðu altaf orðið stærri og margbreyttari og aldrei gefið honam frið fyr en alt hefði verið bygt og komið í þetta horf. Það kom alt í einu að honum löngun til að ráfa um úti í skóggarðinum, finna næturloftið leika um höfuð sér og hverfa svo út f skógar- myrkrið. Hann þreif eftir lyklinum að leynidyr- unum á veggnum, sem voru huldar að innan af niðurhangandi veggtjöldum, en að utan af þétt- vöxnum runnum, og enginn notaði nema hann sjálfur, Hann hafði oft notað þær, en nú? — nei! Nú hafði hann um annað að hugsa. Hann kallaði á Karlson um dyrnar fram í anddyrið, en enginn svaraði. Hann hringdi aftur, og þá kom Andrés stökkvandi inn. „Herra bankastjóri!". „Það er Karlson, sem eg vildi finna". „Hann er ekki rétt vel frískur". Andrés var eptirlætisgoð bankastjórans og vinur, fremur en hjú, og þegar hann sá góðlega andlitið hans, og brosleita svipinn á honum, þá blíðkaðist hann. „Það er svo! Núna aftur. Já, nú man eg eftir því. Eg hefl sjálfur drukkið full mikið". „Nei, það sér enginn". „Nei, það vona eg. Eg hefi séð of mikið af drykkjuskaparlöstunum til þess að falla sjálfur fyrir þeirri freistingu. Ef eg hefði varast jafnvel alt annað. Ljúktu upp glugganum. Hér kafna eg". Hann dró sjálfur gluggatjaldið frá, og stóð úti við gluggann og horfði út. „Já, nógu mikið var áður drukkið venjulega", sagði Andrés. „En þetta var nú líka vegleg veizla, sem lengi verður talað um". „Já, því gæti eg trúað, og et til vill líka sú slðasta, sem eg held". „Það vil eg ekki ímynda mér, heldur að hún verði sú síðasta, sem eg verð með í. Eg hefi ein- mitt verið að hugsa um að segja upp vistinni. Eg er ekki fær um hana lengur". „Komdu nú ekki aftur með þetta", sagði bankastjórinn og gekk inn í herbergið. „Þú ert einn af skylduliðinu, og meðan eg hefi nokkuð sjálfur.... Hjálpaðu mér úr þessum hérna". Hann fór nú úr frakkanum og í skrifstofujakk* ann. Andrés, sem hafði verið upp á sitt hið bezta þegar hann kom í þjónustu bankastjórans, var nú orðinn lotinn og afturfarinn gamall karl. Hann hafði slitið sér út á vinnu fyrir húsbændur sína og börn þeirra, hugsað fyrir þau og með þeim og elskað þau. Nú var honum orðið heimilið of ó- rólegt og hávaðasamt. Verulegt gagn gat hann ekki heldur gert lengur. Gaf ekki um að verða guðsþakkamaður. Hafði sparipeningana sína til, og var að hugsa um að breyta til áður en það yrði of seint. „Herra bankastjórinn fer þá í þenna jakka? Nú á þó vænti eg ekki að fara að vinna?« spurði hann. „Jú, eg verð að vaka svo sem tvo klukkutíma. Sjáðu um að enginn trufli mig og alt verði hljótt í húsinu sem fyrst. Slöktu svo öll ljósin". „Það skal verða gert, herra bankastjóri". „Láttu frakkann liggja hér eftir! Það var konjakk, sem eg vildi fá! Þú verður að ná þvf, fyrst Karlson er ekki verkfær. Skilur þú hvað það þýðir?" Þetta átti að vera gaman, það skildi Andrés fullvel; en hláturinn, sem fylgdi" orðunum var svo skerandi bitur, að hann varð óttasleginn. „Herra bankstjórinn ætti að fara hátta". „Seinna. Utvegaðu konjakkið — en af þvl allra bezta!" Þegar hann var orðinn einn, þá gekk hann um gólf, án þess að geta haldið huganum föstum við neitt. Svo mundi hann eftir peningaveskinu sínu í frakkavasanum, og lét það eins og ósjálf- rátt í jakkavasa sinn. Ætlaði að fara að leita í öllum vösum sínum, en truflaðist af gufuvagns- blástri, sem rauf þögnina. Þarna fer eimlestin með alla gestina, þeir færast altaf lengra og lengra burtu — þessir gestir, sem hann hafði í kvöld beygt sig og bugtað fyrir. — En sá léttir og hvíld! „Eg hefi ástæðu til að vera hreykinn af sjálfum mér 1 kvöld. Það hefði ekki verið á margra færi að leika þetta eftir mér«, hugsaði hann með sér. Andrés kom aftur með flösku og glas á silf- urskutli. „Settu það á skriiborðið og farðu svo að hátta",

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.