Kvennablaðið - 29.07.1903, Side 1

Kvennablaðið - 29.07.1903, Side 1
Kvennablaðld kost- ar i kr. 50 au. inn* anlands, erlendis 9 kr. (60 centsvestan* hafs). x/j verðsins borgist fyrirfram.en a/3 fyrir 15. júlí. ♦ Uppsðgn tkrifleg bundin við ira* mót, ógild nema komin sé til út gef. fyrir 1. okt. og kaupandi hafi borgað að fullu. 9. ár. Reykjavík, 29. júlí 1903. M 7. Hússtjórnarskólar. 1. r öllum þeim löndum Norðurálfunn- ar, þar sem alþýðumentunin er í beztu horfi tjölgar hússtjórnarskól- um og skólaeldhúsum ár frá ári. Menn eru farnir að sjá, að það sé ekki nóg að veita karlmönnum allskonar þekking, held- ur verði kvenfólkið að verða þeim samferða, ef þjóðirnar eigi að ná þroska og velmegun. Þess hefir oft áður hér í blaðinu verið getið, að Svíþjóð og Norvegur stæði Dönum framar í þessu tilliti. Þeir hafa orðið fyrri til, að koma skólum sínum í það horf, að þeir veittu bæði tilvonandi húsmæðrum og öðrum uppvaxandi stúlkum þekkingu á því, sem hingað til hefir verið álitið konunnar helzta ætlunarverk: Að stjórna heimilum og sjá um að alt fari vel fram á þeim, og gera öll heimilisverk þannig, að sem mest gagn mætti að þeim verða. Nú eru Danir farnir að taka upp þessa skóla, og með þeirra góða efnahag iná full- komlega búast við, að þeir verði þegar fram í sækir engir eftirbátar annara þjóða í þessu efni. Ymsir hússtjórnarskólar eru þar þegar komnir á fót með líku fyrirkomulagi og í Svíþjóð og Norvegi. Einn hinn helzti af þeim stendur undir vernd og umsjón prin- sessu Maríu. Sá elsti af þessum skólum er hússtjórn- arskólinn í Sórö. Hann var stofnaður 1895 af tveimur dömum, frú Elínu Eriksen og frk Magdalenu Lauridsen, eftir áeggjan forstöðu- konu alþýðuháskólans í Sórö, frú Juttu Möll- er. Þessi skóli var fyrst byrjaður f mjög smáum stíl, átti ekki einusinni húsnæðið sjálf- \ir. En brátt fóru menn að sjá, að hér vaj um praktiska og afarnauðsynlega framför að ræða, og að slíkur skóli með svo ágætri for- stöðu og stjórn, yrði mikilsvert framfaraspor. íbúatala bæjarins var um þær mundir að eins 2000, en þar voru mörg góð skilyrði fyrir skólann, einkum af því að þar voru 3 aðrir skólar, sem hann gat á ýmsan hátt haft gagn af. Borgarar bæjarins slógu sér nú saman við forstöðukonurnar og mynduðu hlutafélag svo skólinn gæti sjálfur átt húsnæði. Skólahúsið var bygt. Skólinn hafði frá fyrstu verið mjög vel sóttur, þó fátæklegur væri, en nú þegar skól- inn var vígður þá var ákveðið, að hann skyldi taka 40 nemendur um skólatímabilið, en það átti að skiftast í tvö tímabil um ár- ið. Frá 1. nóvember til 1. apríl og frá 1. maí til 1. október. A þessum tíma áttu ungu stúlkurnar að læra venjuleg heimilisverk, búreikninga o. s. frv. Námsgreinarnar voru : Venjuleg og fín matreiðsla, innistúlknaverk, ásamt að þvo, slétta, stoppa og bæta léreft, léreftasaumur, kjólasaumur og veTnaður. Að brugga öl, baka kökur og brauð, salta, súrsa og sjóða niður matvæli. Auk þess fengu þær tilsögn í ýmsu bóklegu, svo sem réttritun móðurmáls- ins,þærhlýdduá fyrirlestra um heilbrigðisfræði, líkamsfræði og jurtafræði, að svo miklu leyti, sem þær stæðu í sambandi við matreiðslu og kvennaverk. B æ k u r. Gnðm. Flnnhogason: Lýðmentun. Hug- leiðingar og tillögur. Akureyri 1903 VIII. + 230. Kostnaðarm.: Kolbeinn Árnason og Ás- geir Einarsson. Bók þessi er fremur vel úr garði ger að öllum ytra frágangi. Pappfrinn er góður

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.