Kvennablaðið - 29.07.1903, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 29.07.1903, Blaðsíða 4
5a KVENNABLAÐIÐ. Hún vissi bezt, hvað hátt hann hafði komist upp — og gat því bezt metið hrapið. »Það er ljóta sagan, sem er hérna í blað- inu í kvöld«, sagði hann og rétti henni það. »Það er aldrei annað«, svaraði hún og lagði það frá sér. »Ef maður skifti sér af því, þá hefði maður aldrei glaðan dag«. »Það er — það er einn — einn af mínum nánustu vinum, — sem hefur farið illa fyrir. Konsúll Vírak«. »Veslingurinn!« »Hann hefur eytt eigum manna úr sjálfs síns hendi, — miklum upphæðum*. »Enn þá ein af slíkum sögum! Hvert er þá áreiðanlegleikinn og drengskapurinn kominn hér f heiminum?* »En sá þorpari?« »Þú ert alt of hörð í dómum þlnum, móðir mín«. »Þú ætlar þó vænti eg ekki að fara að verja hann ?« »Hamingjan varðveiti mig frá því«, sagði hann ákafur. En það geta verið bætandi kring- umstæður. Eg get hugsað mér að . . . «. »Það get eg ekki. Það er þjófnaður«. »Það er ljótt orð, móðir mín. Eg er líka umsýslumaður og get því hugsað mér, hvernig slík mistæki geta orðið til«. Honum fannst léttir að þvf, að verja mál sjálfs sín, undir annars manns nafni. Hann varð altaf ákafari og ákafari. »Góði Anton minn, gremdu þig nú ekki út af þessu«, sagði móðir hans miðlandi málum. »Það er leitt með manngarminn, en svo liggur hver, sem hann hefur um sig búið. Honum er það mátulegt«. »Hann er dáinn«. »Hann var þó líklega ekki svo huglaus að skjóta sig til þess að smeygja ser undan dómn- um ?« »Sem betur fór, komst það ekki upp fyr en hann var dauður«. »Sem betur fór? Jæja, til er dómari uppi yfir okkur. Var hann giftur?* »Hann átti konu og mörg börnt. Hún barði hendinni hart ofan í borðið svo alt smávegis á því hristist til, og sagði: »Og samt gat hann breytt svona ? Hugsaði ekkert um þau ?« Hann grúfði andlitið ofan í hendur sínar, gleymandi alveg, að hann var ekki einn inni. Hún horfði á hann — fyrst hissa — svo kými- leit«. »Þú hefir drukkið heldur mikið, Anton minn, þv/ ertu svo hnugginn og talar svo mikið*. »Það er líkast til af þvf. — Þá talar maður allt, sem inni fyrir býr. Það gerir víst ekkert til okkar á milli«. »Nei, fytir alla muni — feimaðu þér ekk- ert við mig«. »Eg vil að mamma skilji það, að konsúll Virak var ekki svo sekur, sem út leit fyrir. Eg skal segja þér mamma, — ekki dettur öðrum eins manni og honum f hug að stela — fyrst við eigum nú að nota svo stórt orð. Líklega hefur hann komist snöggvast 1 peningaþröng, og þá var svo auðgengið að peningunum. Það er mikil freisting. Hann hefur ef til vill haft þá fyrir augunum einmitt þá. Svo lítið lán, og öll vandræði voru horfin — óþægindi, áhyggjur og lítilsvirðing væri á brottl« Hann þagnaði og helti konjakki í glas og tæmdi það. »Þú hefðir aldrei gert það«, sagði hún spyijandi og hálf-sigri hrósandi. »Eg? Nei, auðvitað ekki. Allir freistast ekki — til allrar hamingju«. »Jæja, — hann .tók til láns«, spurði hún at- hugul. »Já, og það var ekki borgað aftur. Hann þurfti peninganna til annars. Það gerði heldur ekkert til, hann ætlaði auðvitað að gjalda alt — s e i n n a . Sú hugsun var auðvitað alt af fyrst fyrir. — En nú komu ný vandkvæði, og nýir vegir urðu að finnast. Ein útskafning úr höfuð- bókinni; hún skyldi líka vera sú siðasta. — Sú fyrsta verður lfka sú síðasta — fáein penna- stryk. Hendin skelfur — hjartað slær«. Honum var veruleg þörf á því, að halda áfram, sinni eigin svívirðingar- og píningarsögu. Svo áttaði hann sig alt f einu og bætti við í alt öðrum róm: »Getur mamma ekki hugsað sér þetta ?« »Þú lýsir allri svívirðingunni svo, að eg sé hana alveg lifandi fyrir mér. — Nú vil eg ekki heyra meira um það«. Hún stóð upp til að fara, en hann hélt henni eptir. »Lofaðn mér að enda söguna. — »Endur- skoðunardagurinn kemur og ekkert kemst upp. Svo lélegt eptirlit hefir siðspillandi afleiðingar. Óttinn hverfur og með honum ásakanir samvizk- unnar. Gripin f peningakassann verða alt af dýpri og dýpri; útsköfunum úr bókunum fjölg- ar alt af. — Menn fá stöðugt meira og meira á- lit, og það gerir þá óhulta. Eru álitnir heiðurs-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.