Kvennablaðið - 08.08.1903, Side 1

Kvennablaðið - 08.08.1903, Side 1
Kvennablaðíd kost- ar i kr. 50 au. inn* anlands, erlendis s kr. (60 centsvestan- hafs). 1verðsins borgist fyrirfram.en «/3 fyrir 15. júlí. 'pitroaMabijb ♦ UppsÖgn skrifleg bundin vid ara mót, ógild nema kornin sé til út- gef. fyrir x. okt. og kaupandi hati borgað ad fullu. 9. ár. Reykjavík, 8. ágúst 1903. JH 8. Hússtjórnarskólar. 11. F T I R því, sem tímarnir liðu fram, fann frk. Lavridsen, að hún gæti stuðlað langtum meira að fræðslu og mentun kvenna, en hún gerði á skólanum, þar sem alt var í beztu fram- för og gekk með röð og reglu. Nú var því komið á fót fyrirlestrum og kennslutím- um á kvöldin, handa ungum stúlkum, bæði vinnustúlkum og öðrum, sem vildu nota kennsl- una, og sömuleiðis handa ungum, giftum kon- um og húsmæðrum, sem vildu læra eitthvað meira og frambærilegra í stöðu sinni en þær hefðu áður kunnað. Þessi kvöldkennsla varð mjög vinsæl og er altaf að verða meira og meira notuð. Eftir áeggjan frk. Lavridsen var svo byrj- að að halda farand-húsmæðraskóla. Það var búist við, að flestar húsmæður kynnu eitthvað til matreiðslu, þótt v(ða væri hún ófullkomin. Fæstar húsmæður í sveitunum kynnu að nota sér kál og jurtir í görðunum, og því síður jurtir, sem sprittu úti um hagana, svo að vel væri og haganlega. Þær kynnu betur að fara með flesk og kjöt, en þó væri alltaf sami maturinn búinn til úr því dag eftir dag og ár eftir ár, alveg tilbreytingarlaust. En mat- arhæfið þarf bæði að verða breytilegra og sömuleiðis hollara og ódýrara. Ungu stúlk- urnar læra það á hússtjórnarskólunum, en eldri konurnar mega ekki heldur dragast aftur úr í því efni. Hússtjórnarskóli Sóreyjar gerðist því frum- kvöðull að þessu fyrirtæki, og danska Land- búnaðarfélagið sá, hvaða gagn gæti orðið að því, ef fyrirætlanir frk. Lavridsen kæmust á, og því notaði það sér af þeim og tókst a hendur að framkvæma þær undir eins. Árið 1900 'var þessi nýi skóli byrjaður. Tvisvar sinnum í viku var verkleg matreiðsla kend, sem tekið var báðum höndum af kon- unum. Það var reyndar nokkurskonar sýn- ishorn, en viðtökur þess sýndu, að byrinn var hagstæður og óhætt væri að draga segl- in hærra upp á mastrið. Veturinn eftir' var nú um alt Sjáland um 600 konur, hingað og þangað í sveitaþorp- unum, sem tóku þátt í hússtjórnarkennslu eitt kvöld í viku. Eftir tilmælum Landbúnaðar félagsins skipaði frk. Lavridsen fyrir um alla tilhögun þessara skóla og kennslufyrirkomu- lag þeirra. Sömuleiðis eru farand-kennslukonur fengn- ar frá Sóreyjar-hússtjórnarskóla. Þegar þær eru orðnar þar fullnuma, þá ferðast þær um landið borg úr borg og þorp frá þorpi og kenna 2 —3 klst. á hverju kvöldi alla virka daga vikunnar praktiska hússtjórn og mat- reiðslu. Um leið halda þær fyrirlestra um heilbrigðisfræði og næringargildi fæðuefnanna. Kennslan fer fram í skólastofunum eða fundahúsum, og nemendurnir eru konur af öllum stéttum, fátækar og ríkar. Hvert skóla- tímabil er 3 mánuðir, verkleg tilsögn þrettán sinnum, og kostar 2 kr. Hver nemandi hef- ur með sér bók, sem í er skrifað, hvað haft er í þá rétti, sem það kveldið eru búnir til, hvað í þá kosti o. fl. Maturinn eytinn þeg- ar hann er tilbúinn. — í hvert sinn er að eins matreitt hæfilegur skamtur handa 4 persónum. Fröken Lavridsen hefir enn þá fleiri járn í eldinum. Hún hefir fengið styrk til að ferðast til Englands til að kynna sér garð- j yrkju o. fl., og nú hefur hún keypt sér jarð- arskika utan við bæinn Sorö, bygt sér þar „villu“ og ætlar að hafa jörðina’til garðræktar.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.