Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 2
66 KVENNABLAÐIÐ. Mér finst eg aldrei hafa séð neitt svo undrunarvert og áhrifamikið, sem þessi skap- brigði (stemning) sýnast vera hjá öllum í nánd við kirkjuna þetta kvöld. Upp á tröppunum fyrir utan hinar læstu kirkjudyr stendur fjöldi af fátæku fólki. Það stendur framan fyrir löngum, mjóum borðum, sem snjóhvítir dúkar eru breiddir á. Á þeim eru fjöldi vaxljósa, og hinir sérstöku þjóðlegu réttir rússnesku þjóðarinnar, sem allir Rússar ríkir og fátækir éta um þetta leyti á páska- hátíðinni. Hér er ef til vill þörf á, að skýra fyrir mönnum þenna rússneska sið, sem hvergi viðgengst annarstaðar, sem er einkum hjá fátæka fólkinu, svo áhrifamikill ogaldrei gleym- ist þeim, sem hann sjá einusinni. Á Rússlandi er allstaðar fastað strang- lega vikuna fyrir páska. En á páskum éta menn allskonar sérstaka og dýra rétti, og einn af þeim líkist að mörgu leyti hinu ís- lenzka skyri, og er kallað „páskar", það er: páskabýtingur. Þenna sérstaka rétt með mörgum tegundum af heimabökuðum kökum vantar ekki á nokkru rússnesku matborði, og hann verður að blessast af prestunum. áður en neytt er nokkurs af honum.---------— Nú vitum vér, hvað stendur á borðunum utan fyrir kirkjudyrunum. Það er páskamat- urinn, sem bíður eftir blessun prestanna. Og til allrar hamingju stendur ekki lengi á henni. Þegar okkur finst við hafa beðið eilífð- artíma, þá opnast einar dyrnar við hliðina á dómkirkjunni og mjög hár og æruverður prest- ur birtist hinum óþreyjufulla lýð. Hann er með hið síða hár rússnesku prestanna, og klæddur dýrindis gullbaldýruðum prestaskrúða, sem borinn er við allar hátíðlegar athafnir. Hann gengur hægt með hálflokuð augu og hálfsönglandi kringum fólkið og borðin. Hann hefir í hendi litla hríslu eða vönd, og les nú upp blessunina og stökkur um leið vígðu vatni með vendinum yfir matinn. Hann sýn- ist nærri því vera höggvinn út úr marmara, svo fölur er hann í andliti og stífur í fram- göngu og sjón. Hin mörgu hundruð vax- ljósa á borðunum, hin undrunarverða kyrð, lotningin hjá fólkinu, sem margt hefir fallið á kné fyrir honum — alt þetta lætur okkur sýnast, að hann sé ekki jarðnesk vera, held- ur eitthvað, sem okkur hefir birst í nótt, og ef til vill hefir ennþá áhrif á geðshræring- arnár. Nú skyldu menn hugsa sér, að með þess- ari blessunarathöfn væru viðburðir kvöldsins á enda, en því er ekki að heilsa. Það mark- verðasta er eftir. Allra augu mæna nú á dómkirkjudyrnar, og við, sem erum saman, höldum dauðahaldi hvort í annað, til að týn- ast ekki í sundur af fólkstroðningnum, sem nú þyrpist upp tröppurnar og alveg upp á kirkjuþröskuldinn. Þegar kl. slær tólf á síðasti þátturinn í þessari helgu athöfn að fara fram. Hermenn- irnir eru þegar komnir þangað, lögreglan hef- ir þegar skipað mannfjöldanum niður, sem hefir troðist nær kirkjunni en leyft var. Við bíðum ennþá nokkur óþreyjufull augnablik. Nú mynda hermennirnir nokkurskonar hring í kringum kirkjuna, en fyrir utan aðaldyrnar er nú autt svæði, fólksfjöldinn er rekinn til beggja hliða. Nú opnast kirkjudyrnar og skrautbúinn skari af fólki streymir ofan tröpp- urnar og alveg út á götuna. Hvað skyldi alt þetta þýðaf (Niðurl. næst). EintalÞórdísar (úr ljóðleiknum „Teitur"). Þórdís (situr inni og spinnur á snacldu) : [Já, yfirborðsins fegtirð er iðulega tál og gagnshtil gylling, sem glepur þína sál. Svo oft í æsku þráði eg æfintýri’ að sjá, sern ólík væru öðru sem augun fyrir brá. Og sýn, sem var mér ókend, fyrir augum mér eg sá, og aftur endurvaktist mín æfintýraþrá. Eg elti fjallið fagra af aftaneldi skreytt, og náði því — en fann þar af fegurð ekki neitt. Eg elti skýið rauða, er sveif um loftið létt, en ei það reyndist annað en þoka, köld og þétt. Eg elti örninn djarfa uns eg komst honum nær, þá sá eghann var hræfugl, sem hafði nef og klær.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.