Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. Svo vaknaði’ eg, af undrum og órum mínum vilt, og fann þá loks að leið min og líf mitt alt var spilt. Já, yfirborðsins fegurð er iðulega tál og gagnslítil gylling, sem glepur þína sál. Það athvarf, sem eg átti, í rofnum rústum er, minn æsku unaðsheimur er eyðisandur ber. Mín lífsskeið, litla, fagra, nú liðið hefir strand, og sjálf eg stend á skeri, og sé nú hvergi land. En eins og aftanroði mín yndis draumsjón þver og kalda hæðniskveðju liún sýnist senda mér. Eg lít hana út við hafsrönd sem logum ofinn dúk, en hug minn á hún hálfan, því sál mín ennersjúk. (Hún hacttir að spinna og situr um stund hljóð og hugsandi). G. M. Skuldadagar nir. (Þý«t). Framh. VAÐ þá?« — spurði hann hálfhrædd- ur við það, sem hún gæti átt við. »Að það ert þú, sem altaf hefur gefið — einungis gefið — og að við höfum ekki hugsað mikið um að gefa þér neitt aftur. »En sá kærleikur og það traust, sem þið hafið gefið mér«, svaraði hann með viðkvæmni. »Veizt þú hvort eg hefi átt það skilið?« Ó, pabbi! Þegar eg hugsa um hvað eg hefi átt hamingjusama barnæsku og ungdómsár — og það alt fyrir þína vinnu? Eg veit ekki til, að eg hafi einu sinni þakkað þér fyrir það nokkurn tíma áður. Nú — þegar eg á bráðum að yfir- gefa heimili okkar — þá kemUr mér svo margt í huga, og margar spurningar vekjast upp. Eg held að bömin yfir höfuð, taki við öllu af for- eldrum sínum eins og sjálfsskyldu, ánþesshvorki að þakka það, eða hugsa um, hvað mikla fyrir- höfn og sjált'safneitun það liafi kostað. Þannig hefi eg verið, og það vil eg biðja þig að fyrir- gefa mér«. Orð hennar brendu hann eins og glóandi járn. »Að fyrirgefa þér! Barn! Talaðu ékkísvona! — Fyrirgefning ?« »Því tekur þú þessu svona ákaft, pabbi?« »En ef það væri eg, sem þyrfti að biðja fyrirgefniegar, væri . . . ? Ef þú skyldir fá að heyra eifthvað ilt um mig — ef allir skyldu dæma ,67 mig — snpa við mér bakinu — fyrirlíta . . . ?« »Þú ert veikur, pabbi, — eða ? Henni varð litið á konjakksfiöskuna, og það sá hann. »Þú líka«, sagði hann biturlega. »Eg vildi að eg væri drukkinn*. Hann þagnaði, en gat ekki staðist það, að hreyfa því, sem honum lá svo þungt á hjarta. Ætli þú heíðir kjark til að taka málstað minn. Ætli þú gætir hugsað um hvað eg hefði verið — ekki bara hvað eg er?« »Þú gerir mig hrædda. — Eg skil ekki... ?« »Láttu mig fá að vita með vissu, að til sé ein einasta manneskja, — eitt einasta hjarta ...» »Hvernig ætti eg að geta hugsað annað en gO}t um þig, faðir minn«, sagði hún og vafði sig upp að honum. »En ef eg væri alt öðrn vísi en þó heldur*. Ósamræmnin og æsingin 1 honum gerðihana óttaslegna. »Einnig þá«, svaraði hún lágt, og rétti hon- um hönd sína, sem hann þrýsti svo fast, að hún kendi til. »Vértu nkki svona óttaslegin á svipinn«, sagði hann ( gamanróm. »Við höfum verið að leika hérna æsandi þátt úr sjónleik. Þú hefir ekki al- gerlega rangt fyrir þér í því, að eg hafi drukkið dálítið of mikið, — sem veitari gestanna, skal eg segja þér«. »Það sá eg undir eins«, sagði bún rólegri. »Þú hefir ekki heldur verið glöð í bragði ( kvöld, barnið mitt«. »Það Ktur út fyrir, að við höfum bæði ver- ið að njósna hvort um annað«, sagði hún með hálfgerðu uppgerðarbrosi. »Mér var ómögulegt að gleyma þv(, að þú varst að óska eftir að breyta þessu öllu, og eg ásakaði mig . . . « Sorgar- og gremjusvippurinn á andliti hans sópaði öllum tilfinningum burt úr huga hennar, nema ástinni og meðaumkuninni til hans. »Hugsaðu nú ekki meira um það, Og láttu það ekki gera þér óróa. Hversu margir ætli það séu, sem fá að skipa lífi sínu eftir óskum sín- um. Það getur orðið fullgott fyrir því«. Þessi undirgefnis-þolgæði hennar ( orðum og málrómi særði hann. Ef eitthvað það skyldi koma fyrir, sem rask- aði trúlofun hennar, þá er það eina bótin, að það verður henniekkert sorgarefni, hugsaði hann með sér með ánægjutilfinningu. Henni varð litið á skammbyósurnar. »Því hefir þú þær uppi, pabbi*. »Það eru dýrir hlutir. —Önnur þeírrnhnfði ryðgað — og . . . «

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.