Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. 69 það jafnvel ekki, þótt það sé létt klætt, eða ekki mikið ofan á því í kaldara lofti, af þvf það eru að eins ofmiklar dúður, sem gerir börn- um hætt við ofkælingu og kvefi. Hvað hirðingu hörundsins á barninu snert- ir sérstaklega, þá er hún fyrst og fremst í því innifalin, að barnið hafi hrein nærföt, lök og sængur, og að það sé daglega baðað. Sérhvert ungbarn á að baðast í volgu vatni í vel stórum bala eða baðkeri, undir eins frá fæðingu, að minnsta kosti einu sinni á dag. Volga vatnið er hollast fyrir líkamsbyggingu barnsins. Og þótt kalda vatninu sé haldið fram af mörgum, þá er þó reynslan gagnstæð því, og því má ekki brúka það við ungbörn, nema ef það er af sérstökum ástæðum fyrir- skipað af lækni. Barnið á jafnan að baðast á morgnana, áð- ur en það er klætt, og því er gefið brjóstið, (því miður eru þær mæður alltof fáar, sem leggja börn sín á brjóst). Ekki má brúka sterkar sápur við barnið, því það er skað- legt fyrir hið fíngerða og veika hörund þess, enda þarf sápu ekki með, ef það er daglega baðað. Ætíð verður að færa það í hrein föt, hafa hrein handklæði og lök handa því. Þeg- ar fyrst er farið að baða barnið, skal byrja með því, að vatnið sé jafnheitt og blóðhitinn er (29—-30° R.), en eftir því sem tímar líða fram, skal hafa vatnið kaldara, þangað til það er 240 R. Baðið verður auðvitað að vera í heitu herhergi, sem enginn súgur er í, og meðan barnið er í baðkerinu verður barn- fóstran að hafa alian hugann á því. Lengur en IO mín. má það ekki vera niðri í baðker- inu. Nóg er að baða það einu sinni á dag, ef loftið getur altaf komist vel að líkama þess, það er að segja, ef það er ekki vafið í loftþéttum reifum, og með böndum, klútum og koddum komið t veg fyrir, að loftið kom- ist að því. Fólk má ekki vera hrætt við of- kælingu. Ungbörnin harðna fljótt, og það sem mest er um vert, að hörundið getur með þessu móti starfað eðlilega.' Auk þess er það ómaksins vert, að hirða um barnið á þennan hátt, því hver einasta móðir hlýtur að hafa óseigjanlega ánægju af, að baða barnið, þrátt fyrir þessa auknu fyrirhöfn. Undireins og börnin fara lítið eitt að vitkast, þá fara þau að sprikla og sparka, þegar þau sjá, að verið er að undirbúa bað- ið, og vilja sem fyrst komast ofan í baðker- ið. Þar eru þau eins og fiskur í essinu sínu. Þau busla og teygja sig. og sprikla með höndum og fótum, og það er venjulega bara eitt, sem spillir snöggvast gleðinni, það er þegar komið er með sápusvampinn að and- litinu á þeim, því sápu þarf jafnan á höfuð- ið á börnum, en hún verður að vera mjúk og ekki skörp. Þeim finnst venjulega, að 'ekki þurfi að þvo þeim í framan, en það tekur oftast fljótt at. . Þótt móðirin eigi mjög annríkt, þá er þó líka að því leyti tilvinnandi fyrir hana, að baða barnið daglega, að það sofnar venju- lega vært á eftir. Þegar búið er að baða það og klæða, og gefa þvf að drekka, þá er það venjulega ekki óþekt eða grætur lengi, heldur sofnar það fljótt á eftir, þreytt af buslinu og spriklinu, og sefur vært og lengi, svö á þann hátt vinnst sá tími, sem eyðst hefir til að baða það. Eldhússbálkur. Snrsteik. 3—4 ® nautakjöt af lærinu inn- anverðu, brúnast vel í potti, ásamt nokkurum sneið- um at fleski. Svo er helt á það einni flösku af hvítöli og hálfum pela af ediki, ásamt fáeinum lárberjablöðum og heilum piparkornum. Svo er steikin soðin í potti með vel feldum hlemmi ( 3 klst., því hún verður að vera mjög vel soðin. Hvítöli er smábætt á hana. Sósan er mjög sterk og er jöfnuð með liflum hveitijafning. Með þess- ari steik eru soðnar kartöflur bornar á borð. Bytingur nr smnrðn brauði. Býtingsmótið er smurt innan með smjöri og steyttum tvíbökum eða kexi. 25 aura franskbrauð er svo skorið í, sneiðar og þær allar smurðar með smjöri, slðan er þeim dýft í í1/* pela af nýmjólk og svo raðað á botninn á mótinu. Næsta lagið verður að vera úr sveskju eða eplamauki, síðan eitt lag af brauði o. s. frv., þangað til mótið er fullt. F.fsta lagið verður að vera úr smurða brauðinu. 2 egg eru

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.