Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 6
7o KVENNABLAÐIÐ. svo hrærð saman við afganginn af mjólkinni og helt yfir í mótinu, sykri er stráð yfir og býting- urinn bakast í bakaraofni 3/4 klst. Er borinn á borð sem eftirmatur. Kartöflusnpa. Taka skal 1 hana i1/* pt. af mjólk, 12 stórar kartöfiur, 1 sellerí, 1 láuk, 2 mat- skeiðar af smjöri, tvær matskeiðar hveiti og lítið eitt af salti og hvítum pipar. Laukurinn flysjast fyrst og saxast, selleríið flysjast líka og er skorið í litla ferhyrninga og svo er þetta soðið í mjólkinni. Kartöflurnar eru flysjaðar og soðnar í vatni og salti eins og venjulegt er. Þegar þær eru soðnar, takast þær upp og stappast vel í sundur, svo er sjóðandi mjólkinni helt yfir og hrært saman við, og þetta sigtað á grófa sáld. Nú er smjörið og mjölið bakað saman í potti yfir eldi og hrært í súpuna, hún er svo látin sjóða V4 klst. og krydduð með saxaðri pétursselju, salti og pipar eftir vild. Nær er bezt að éta ávexti. Ef vér ætum meira af ávöxtum, þyrftum vér ekki eins mikil meðul. Það er gömul trú, að ávextir séu hollir á morgnana, en óhollir á kveldin. En það er ekki rétt. Þeir eru ætfð hollir. En helzt skal neyta þeirra þegar maginn er tómur, en síður til eftir- matar þegar sultinum er svalað, og meltingin er byrjuð. Að neyta ávaxta á fastandi maga á morgn- ana, er mjög hollt, því það skerpir meltinguna. Eitt epli eða appelsína rétt á undan mat, þola þeir sömu vel, sem ekki mundu þola það eftir mat. Ef ávextir eiga að vera hollir, þá verða þeir aö vera ferskir og vel þroskaðir, og helst ef þess er unt, neytast ósoðnir. Kvenfólk ætti helzt að éta ávexti, svo sem epli, perur o. fl. svo lengi sem það fæst, með morgunmat, í staðinn fyrir kjöt og egg. Ef kvennfólkið sæi um, að það hefði t ávexti í einhverri mynd til morgunverðar á hverj- um degi, þá mundi því líða miklu betur í öllu tilliti, án þess að tala um að það yrði miklu fegurra á yfirlit. ___________ Góð ráð. Silkibönd eða slifsi má þvo úr benzíni, sem matarsalt er leyst upp í. I einum pela af benzíni skal leysa upp tvær matskeiðar af matarsalti. Það sem á að hreinsa, er lagt á hreint sléttunarborð (strygebræt), og er fest gætilega á það. Síðan er það strokið eftir lengdinni með hreinum, mjúkum, hvítum ullarleppi, sem er smá-vættur í benzíninu. Ef það, sem á að hreinsa, er mjög óhreint, þá má láta það liggja í benzíninu '/4 stundar, sfðan er það nuddað með ullarleppnum, og strokið alveg hreint og þurt með hvítu, hreinu handklæði. Salmíak er svo nauðsynlegt til allskonar þvotta og hreinsunar, að furða er hvað mörgum húsmæðr- um er það ókunnugt. Hvað mjög, sem fallið er á hluti úr silfri eða pletti, þá verða þeir alveg spegilfagrir, ef þeir eru lagðir í blöndu úr '-/5 af salmíaki og Vs af vatni. Gólfdukar (og aðrir dúk- ar), jafnvel þeir, sem hafa ljósa og viðkvæma liti, verða alveg sem nýjir, ef þeir eru barðir og hrist- ir vel úti, og síðan nuddaðir vel með leppi, vættum úr blöndu úr tveimur matskeiðum af salmíaki, í einn pt. af vatni, og dúkurinn strokinn svo vel yfir á eftir með hreinu lérefti, undnu upp úr köldu vatni. Sófa og stólasetur, úr flosi („plyds") má líka hreinsa á sama hátt. Svört klæðispeysuföt og kjólar, sem farin eru að verða grá og óhrein, burstast fyrst vandlega, breiðast svo upp á slétt- unarborð og þvost svo vandlega með hreinum svampi, sem vættur er oft í blöndu úr salmíaki og vatni til helminga. Svo er hreint léreft breitt yfir pilsið eða kjólinn og sléttað yfir það léttilega með heitu sléttunarjárni. Síðan hengjast þau upp til þerris. _____________ Að hreinsa ljósleitar silkiblússur. Þær má mjög vel hreinsa með benzíni og kartöflumjöli. Fyrst er hreinn dúkur lagður undir, þar sem treyj- an er óhrein, og svo er nuddað á lengdina, eins og þræðirnir liggja, með hreinni bómull, sem vætt hefir verið í benzlni. Þetta er nuddað þangað til það er hreint og á eftir með miklu af vel volgu kartöflumjöli, þangað til hver blettur er vel þur. Þegar blússan er öll óhrein, þá er hún látin í skál og benzini helt ofan á, svo að það fljóti yfir, og lok eða hlemmur, sem vel fellur, látið yfir og alt byrgt vel til til næsta morguns. Þá er hún lögð á hreinan dúk og nudduð vel, þangað til hún er þur og hrein, með nógu af vel volgu kartöflumjöli, sem skiftist eftir því, sem það óhreinkast. Allar fjaðrir verða að takast úr henni áður. Ekki má slétta blússuna með heitu járni. Nota má aftur benzinið, ef það er látið setjast til, undir feldu loki og óhreinindunum helt burt.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.