Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 1
Kvennablaðið kost- ar i kr. 50 ati- inn- anlands, erleudis s kr. (60 centsvestan- hafs). IL verdsins borgist fyrirfram.en 2/, fyrir 15. jiílí. ínnmstHftbtb* UppiÖgn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé tíl út- gef. fyrir 1. okt. og kaupandi hali borgað að fulhi. 9. ár. Reykjavík, 7. október 1903. M 10. Reykjavík í krók og kring. VI. 'A höfum vér nú skoðað oss um í höfuðstaðnum, gengið upp á helztu sjónarhæðirnar, skoðað útsýnið hringinn í kring og litið eftir strætaskipun, götum, stígum og — rennum bæjarins. Nú skulum við skygnast lítið eitt eftir bygging- unum. Fyrst og fremst þeim opinberu, eða þeim byggingum, sem reistar eru og viðhald- ið er af almennu fé, og síðar eftir þeim, sem eru eign einstakra manna eða félaga Ein af elstu byggingum bæjarins er lands- höfðingjahúsið. Það stendur skamt fyrir austan lækinn, suð-vestan til á Arnarhóls- túninu. Hvorki er það stór né vegleg bygg- ing. °g Slzt mundu útlendingar og aðrir ó- kunnugir gestir, sem farið hefðu víða um lönd og kynnst bústöðum landstjóra og æðstu embættismanna þjoðanna ætla, að hér byggi landshöfðingi íslands. Það er hvítt steinhús, og að því leyti líkt forsetahöllinni i Washing- ton í Ameríku, en þá eru víst líka Hkindin upptalin. Landshöfðingjahúsið okkar er lágt einloftað hús, sem snýr í norður og suður, með kvisti ofan á með fimm gluggum. Það er mjög þakhátt, og ekki breitt. Stafnglugg- arnir uppi á 'lofti eru mjög smáir, svona á- kka og meðal kýraugu. Enda var húsið í fyrstu aðalhegningarhús landsins. Nú er landshófðingi að byggja sér íbúð- arhús, sem hann á sjálfur, syðst f Þingholts- stræti, sem hann flytur eflaust í, þegar nýja stjórnarbreytingin kemst á. Því húsi verður lýst síðar. Annað elsta húsið í borginni af opinber- um húsum er dómkirkjan. Hún stendur niðri í miðjum bænum, sunnan til, og hefir Tjörn- in víst fyrrum náð norður undir hana. Dóm- kirkjan hehr verið allveglegt hús, þegar hún var bygð, og mjög stór eftir fólksfjölda bæj- arins um þær mundir, þótt hún sé nú orðin langt oflítil. Hún var bygð árið 1847, e'ns og hún er nú Ýmsir finna það að henni, að hún sé ekki bygð í neinum „stíl", og turninn á henni sé bæði lágur og ljótur. I turninum er kirkjuklukkan, sem gamli Thomsen gaf- bænum Á henni eru fjórar skífur, eða fjög- ur andlit, og má því sjá á hana frá öilum átt um bæjarins, þaðan sem turninn sést. Að vestanverðu við kirkjuna, en hér um bil í sömu röð er alþingishúsið. Það átti í fyrstu að standa út á Arnarhólstúni, en þar komst það aldrei lengra en grunnurinn, og þótti nóg, þegar ekki varð af byggingunni. Alþingishúsið er steinhús og mjög veglegt fyrir margra hluta sakir, hvað bygginguna snertir, en stór lýti eru það á því, hvað grunnurinn undir því er lágur, og lýtir það mjög alla bygginguna. Utan a ]>vi uppi yfir dyrunum er flatti þorskurinn og falk- inn í bróðurlegri einingu, en þar út frá báð- umeginn á allri framhliðinni landvættir ís- lands, líklega til að tákna að þorskurinn sc einn af þeim. Um hann hefir þessi staka verið kveðin: „Á þinghúsinu er þorskurinn, það er að segja' hinn flatti. En kæmist þorskur þangað inn, það væri Ijótur skratti". í þinghúsinu er Landsbókasafnið, Lands- skjalasafnið og safn Jóns Sigurðssonar. Þar er líka sa eini vísir, sem vér eigum til mál- verkasafns, sem að vlsu er svo örlítill, að varla er teljandi. Stór og fallegur blómagarður er að baki þinghússinu með steinlímdum grjótveggj- um að utan, og inni fyrir ýmsum blómum

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.