Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. »Konan mín sá þig, og þú veizt að hún grunar þig. Hvað viltu ?« »Fá svar upp á það, sem eg skrifaði þér«. »Eg hefi ekki fengið nokkurt bréf«. Svo rankaði hann við sér. »Nú, nú, þú meinarbréf- miðann. Honum hafði eg gleymt. Egveitekkert hvað af honum er orðið*. Hann leitaði í vösum sfnum, en fann ekkert. »Það gerir minna til mín vegna, en konunn- ar þinnar og þín«. »Eg hefi haft annað mikilvægara að hugsa um«. »Tímarnir breytast«. »Og vér með þeim«. »Já, þið karlmennirnir. Þið sparið engin ráð til að ginna unga stúlku til ykkar, þá stend- ur aldrei á fögrum orðum og eiðum. — En þeg- ar stúlkan erunnin? — Manstu þegar eg lét þig telja mig á að hafa fyrsta leynifundinn við þig? Hvernig þú ætlaðir að kæfa mig með kossum og þakklætis. »Og með gulli«, hugsaði hann með sér. »Þú grézt af gleði. Þá var eg heiðarleg stúlka. »Haltu þér við erindið. Eg er ekki í skapi til að hlusta á þvaður«. »Þú hefur ekki verið í sem beztu skapi síð- ustu tímana. Það hlýtur að hafa vissar orsakir. — Það er líka pískrað um . . .« »Hvað hefir þú heyrt? spurði hann óstyrkur. »Svo mikið, að eg hefi orði hrædd«. »0, garmurinnl Og þessvegna ertu kominn hingað«. >Ef þú ferð á kúpuna, þá fer eg það líka með þér«. »Jæja«. »Þú hefur þá enga tilfinningu til mín lengur*. Hann stóð og fitlaði við eitthvað á skrifborð- inu, en svaraði engu. »0g þó voru þeir tfmar, að þú sagðir mér, að f þínum augum væri eg fyrir öllum öðrum konum — væri skírlífari, hreinni — einmitt af því að eg hefði kjark til að vera þín að öllu leyti, án þess að hugsa um dóma heimsins eða siðferðislögmál. Manstu það ekki?« »Slík sambönd, eins og okkar var, byrja ætíð með æstum og heitum tilfinningum, og enn þá heitari og stærri orðum, og enda ... Já, hvað vildirðu ?« »Þú hefur lofað mér vissum, árlegum styrk, en þvf sýnist þú hafa gleymt. Eg verða að lifa, þú hefir kent mér hvernig menn lifa«. »Hvernig menn lifa?« 15 Hann stóð og horfði fram fyrir sig eins og ofan í botnlaust hyldýpi. — »Þegar eg horfi til baka«, sagði hann harðlega, »þá finnst mér miklu betra að vera daglaunamaður og'éta svartabrauð, eða götusópari ellegar sveitarlimur, en að standa í mínum spornm núna«. »Það finnst þér þegar til kastanna kemur«, sagði hún spottlega, »en ef þú fengir að lifa líf þitt upp aftur, þá mundir þú víst fara alveg eins að. Þeirsemvilja komast upp í þjóðfélagsstiganum, apa eftir stórmennunum, og jafnvel taka þeim fram í óhófi — þeir mega ekki vera svo sérlega vandir að meðulum*. Orð hennar snertu tilfinningar hans. Vfst gat hann varið sig með því að hann væri ekki einn í þeirri sök. Aldarhátturinn væri nú ein- mitt svona, en það hefði ekkt bætt málstað hans minnstu vitund. Héðan af gerði heldur ekkert til, hvað hún hugsaði eða gerði. Hann hafði elskað hana brennandi heitt og ákaít meðan hann var að ná tangarhaldi'á henni. Svo hafði hann þreyzt og viljað slíta sundur með þeim — en það hafði ekki verið hægðarleikur. Nú var hann lengi búinn að skotra augun- um að konjakksflöskunni — þar var styrkur handa þreyttum taugum, og óminni fyrir áhyggjur og sorgir. — Hann helti í glasið. »Gefðu mér lfka dropa«, sagði hún, »eg hefi verið svo lengi úti í þokunni og kvöldkuldanum, að eg er bæði orð- in dauðköld og vot«. Hann sótti glasið og helti 1 það. »Skál«, sagði hún og hélt því á loft. Hann drakk úr sínu glasi til botns, án þess að líta á hana, tók upp flöskuna og skoðaði hana krók og kring. »Þetta er alminnileg vara! Eg á enn þá sex flöskur eftir af þessari tegund. — Mér gremd- ist að aðrir fengju að drekka úr þeim«. Hún kom auga á skammbyssurnar og sagði óttasleginn: »Þú ætlar þér þó vænti eg ekki. . . . ?« »Ónei!« Hún var ekki viss um hvað hann hugsaði, og ætlaði að taka kassann, en þá sagði hann: »Snertu ekki á honum*. »Eg gæti líklega að mér«. »Það veit eg vel«, sagði hann og brosti lítið eitt við. »Eg banna það heldur ekki þess vegna«. »Því hefir þú kassann þáuppivið? Svoilla er þó lfklega ekki komið fyrir þér«. »Margur hefir fyrir minni sakir skotið kúlu í hausinn á sér. Eg var að hugsa, að ef alt færi

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.