Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 4
76 KVENNABLAÐIÐ. upp á það versta — ef eg sæi engin úrráð — eða ef eitthvað kæmi fyrir!—Eg hefi orðið myrk- fælinn núna síðustu dagana. Hann hló biturt og skerandi. En eg er engin vön skytta, hefi aldr- ei hugsað um að æfa mig síðan eg skaut sól- skríkjuna í skógunum heima. Kúlan gæti farið í allt annað en henni væri ætlað ? Eg gæti ef til vill limlest mig. Það eru líklega miklar kvalir? Og ef dauðinn væri svoekkiviss. Menn hafa ekki tmi mikið að kjósa þegar þeir hafa selt alla velferð sína fyrir einn grautardisk, eins og eg hefi gert«. »Við hana gat hann talað eins og honum bjó í brjósti. Henni þurfti hann ekki að vanda kveðjurnar — og það létti honum fyrir brjósti. sl.áttu mig geyma þær«, bað hún, og rétti út hendurnar til að taka kassann. »Það er óþarfi. Eg get ekki brugðist henn- ar trausti«. »Hverrar? Segðu heldur að þú þorir það ekki«. »Getur vel verið«. »Látum okkur bæði flýja saman«. »Saman ?« Hann hló illilega og kaldranalega. »Mér hefir líka dottið 1 hug að flýja. En þótt maður slyppi — sem einn af hundraði gerir ekki — þá er enginn hægðarleikur fyrir mann í mínum sporum að ganga slyppur og snauður frá öllu, þegar maður hefir átt alt af beztu tegund*. — Hann leit á skammbyssurnar. — Þær áttu að hjálpa mér úr krökkunum, en nú eru þær dyr líka byrgðar. Hún gerði þær hættulausar«. Rómurinu var þýðari og viðkvæmari en Júlía hafði nokkru sinni heyrt hann áður. »Hvaða hún? Konan þín, eða ....?« »Nefndu ekki nafn hennar«. Það varð stundarþögn. »Hefur þú lesið, hvað stendurummig hérna í blaðinu?« spurði hann hálfstuttur í spuna. »Jú«. »Þú færð et til vill bráðum að lesa eitthvað annað. Heyra alla sakfella mig og segja, að það sé verðskuldað. Landshöfðinginn, borgmeistarinn, ofurstinn — allir þeir, sem eg hefi þekkt og virt. — eg get ekki borið það«, hann huldi andliltið í höndum sínum. Hún móðir mín gamla talaði um eilífa hegningu. Það verður nógur tími til að hugsa um það. Þótt þetta væri dauðastund mín, þá hangir þó sál mín rígföst við jörðina, og þá, sem mér eru nánastir«. Hennar gamla ást til hans logaði upp aftur. »Nei, snertu mig ekki«, sagði hann, oghratt burtu hendinni á henni, sem hún hafði stutt á öxlina á honum. »Dóttir mín ! dóttir mín ! Það er það ljúfasta — en þó það bitrasta af því öllu. Eg vil ekki snerta eitt hár á hennar unga, sak- lausa höfði, og þó velti eg ef til vill birði af svf- virðingu, sorg, niðurlægingu og fátækt yfir það, sem ef til vill beygir hana til jarðar. Aumingja konan mín, sem hefir reynt til að trúa mér, þrátt fyrir alt. Sem hefir gert alt, sem eg hefi beðið hana um! Og hann sonur minn, sem erfir nafn mitt, og hefði átt að læra af mér...... Hann reis upp og krepti hnefana, eins og hann vildi hrista þessa þungu byrði af sér. »Ó, að eg gæti strykað út dálítið af lífi mlnu«, sagði hann ásakandi. »Ó, að það væri þó ein einasta flekklaus blaðsíða í lífsbók minni«. — Hann eins og hneig niður ofan yfir skrif- borðið. — Þetta eru skuldadagar syndanna, sem enginn, sleppur hjá«. Orð hans gengu f gegn um hana. En hvað hann var orðinn ólíkur sjálfum sér, — og hún líka. En svo mundi hún eftir erindinu. »Anton!« »Ertu ekki farin enn þá«, sagði hann og sneri sér að henni. Andlit hans var náfölt. »Eg verð að reyna að sofa, ef eg á að geta dugað á morgunm. »Manstu ekki til hvers eg kom ?« »1 sömu erindum og aðrir — fmynda eg mér. — Eg hefi enga peninga til«. »Þú verður að hafa þátil! Getur þú lát- ið mig svelta?«. »Svelta?« »Skuldheimtumennirnir elta mig á röndum. Húsaleigan er óborguð — það veizt þú sjálfur — og mér er hótað útburði. Eg bað þig í bréfinu um þúsund krónur. — Það verður ekki einn eyr- ir afgangs. — Ef þú lætur mig ekki hafa pen- ingana, þá veit eg ekki hvað liggur fyrir mér.— Þú vilt þó líklega ekki, að eg sökkvi enn þá dýpra? Eg get ekki lengur unnið fyrir mér á sama hátt og áður en þú varst á vegi mínum«. Frá landi Zaranna. Eftir Miss M. Rohrweger. (Handa Kvbl.). U, það er satt, það sem nú á að fara fram er svo ekta rússneskt, að það þarf skýringar við. í síðastliðinni páskaviku hafa

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.