Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 07.10.1903, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. 77 prestarnir látið búa til einskonar gröf ein- hversstaðar í dómkirkjunni, sem á að vera í líkingu við gröf frelsarans Hinum rétttrúuðu Rússum finnst með þessu, að þeir eigi sjálft líkið af frelsaranum þarna undir hihu helga þaki dómkirkjunnar, sem muni rísa upp frá dauðum á páskamorguninn, eftir pínu sína og dauða á krossinum á föstudaginn langa. Og svo við lok þessarar löngu guðs- þjónustu á páskanóttina, þegar klukkurnar slá tólf, þá koma prestarnir til þess að rann- saka. hvað í gröfinni er. — Erkibiskupinn, sem er æðstur að tign, kemur nú fram og skýrir frá því með hárri raustu, að Kristur sé horfinn, — gröfin sé áreiðanlega tóm. Og til þess að hin heilaga frásaga skuli verða leikin til enda fyrir mannfjöldanum, þá ganga prestarnir í hátíðlegri skrúðgöngu út úr kirkjunni og alt í kring um hana til að leita að hinum týnda Kristi, og að sið- ustu kunngjöra þeir mannfjöldanum, að hann sé sannarlega risinn upp. — Mér finnst þetta atriði alveg ógleyman- legt. — Það er alveg ómögulegt að lýsa með orðum þessari skrautlegu og ímyndaríku mynda- sýningu. Fyrst prestunum í þeirra hátíð- lega messuskrúða, svo hermönnunum, sem standa berhöfðaðir í þéttum hring alt í kring um kirkjuna og fylgjast með til þess að mann- fjöldinn troðist ekki inn fyrir hin heilögu vé- bönd kirkjunnar, hinum volduga óteljandi manngrúa, hinum risavöxnu logandi kyndl- um á þakbrúnum kirkjunnar og hvervetna annarsstaðar, og hinni kyrlátu fögru páska- nótt með sínum þúsundum af stjörnum og sínum hlýja vorblæ. — — — — — — Nú er þessari hátíðlegu athöfn lokið. Prestarnir hverfa inn í kirkjuna og mannfjöld- inn tvístrast í allar áttir um götur og stræti borgarinnar. —■ Nú hugsar hver um að ryðja sér áfram gegnum þrengslin. Líklega er það bezt að fylgjast með straumnum og þannig komumst við með heilu og höldnu heim, án þess að nokkur hafi troðist undir eða týnzt í mannþrönginni. En svo er haldið enn þá áfram. Einn- ig við fórum að horfa á máltíðir fátækling- anna, sem allstaðar haldast hjá rétttrúuðum Rússum við endalok guðsþjónustunnar. Á mörgum kirkjutröppum við göturnar situr enn þá fjöldi hljóðra og þolinmóðra fá- tæklinga. Enn þá mega þeir ef til vill bíða lengi eftir því, að prestarnir blessi mat þeirra og þeir megi bera hann heim aptur. — Svo mörg föl, titrandi andlit, svo mörg biðjandi augul — Það er hin áhrifamesta sjón nætur- innar. Og alt þetta í sameiningu, ásamt há- tíðlegum dultrúarlegum tónum, sem berast f loftinu frá einni kirkjunni til annarar, — það vekur þá tilfinningu, að sá heimur, sem vér höfum hingað til lifað í sé liðinn undir lok. Við fætur vorar liggur alt annað. — Það er Evrópa og Asfa í sameiningu, sem hafa heill- að tilfinningar vorar og látið oss sjá. eins og í skuggsjá sannarlegt Austurlanda-ímyndunar- afl og dultrú.-----------— Morguninn eftir heimsæki eg húsmóður- ina, sem leigir mér herbergið. Brosandi út undir eyru kemur Olga Petrowna vingjarn- lega á móti mér, og eftir rússneskri venju kyssir hún mig á báðar kinnar og munninn. Og þegar eg kveð hana með venjulegri rúss- neskri kveðju, þá hefi eg fengið að gjöf hið alkunna blóðrauða rússneska páskaegg, sem ætíð er gefið um þetta leyti í Rússlandi, og ætíð verður að vera rautt, því f Rússlandi þýðir rauði liturinn hamingju. Um leið tekur húsmóðirin eptir rauðum morgunsk;óm, sem eg hefi komið með handa henni. — „En að frökenin mín skuli hafa munað eftir þessul En sú indæla gjöfl Nei sko bara þessa tvo sætu, sætu skó“l Og rétt á eftir sé eg út um gluggann, hvar Olga Petrowna gengur yfir götuna til að heimsækja nágrannana, og eg tek sérstak- lega eftir því, að til þess að þeir „tveir sætu“ skuli ekki óhreinkast, þá hefur hún sett skó- hlífar utan yfir þá. ' ’ 4? Skrautbindi utan um „Kvennablaðið" fást hjá útgefanda og kosta að eins o,80—1 krónu. Skrautbindi fyrir „Barnablaðið" fást einnig, og kosta 8o aura.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.