Kvennablaðið - 30.11.1903, Page 1

Kvennablaðið - 30.11.1903, Page 1
tCvennabladið kost- ar x kr. 50 au. inn- anlands. erlendis s kr. (60 cents vestan- hafs). verdsins borgist fyrirfram,en 2/2 fyrir 15. júlí. ♦ Uppsógn skrifleg bundin við ara- mót, ógild nema komin se til út- gef. fyrir x. okt. og kaupandi hah borgað að fullu. 9. Reykjavík, 30. nóverr.ber 1903. M 11. Reykjavík í krók og kring. VII. ÍÐAST en ekki sfzt teljum vér barna- skólann.. Það er stórt og fallegt tvíloftað timburhús að austanverðu við Tjörnina norðan til, með stórum glugga röðum móti vestri. Austur úr sjálfri skóla byggingunni að norðanverðu gengur lang- ur armur, með gangi inn í skólann og sérstökum útidyrum. Það er leikfimishús skólans og er bæði bjart og fallegt, einhver með stærstu samkomusölum hér .Enda þarf rúmgóðan sal, þar sem börnin mæta Öll til bæna, þar er og skólinn settur og honum sagt upp. Ut úr skólabyggingunni að sunnanverðu andspíenis leikfimishúsinu er ætlast til með tímanum, að önnur áltna verði bygð fyrir skólaeldhús, sem stúlkubörnin í barnaskólan- um geti fengið tilsögn í matreiðslu og eld- hússtörfunv. En lfklega megum við bíða nokk- ur ár eftir því, að bærinn treystist til að koma slíkri nauðsynja-kenslu í framkvæmd. Eftir skólahúsinu gengur breiður gangur uppi og niðri, og liggja allar kenslustofurnar að vestanverðu við hann. Þær eru allar bjart- ar og rúmgóðar. Yfir höfuð ma segja, að skólinn hafi verið svo vel úr garði gerður sem föng voru á, að undanskyldu einu aðal- atriði: Þar er ekki miðstöðvarhitun, eins og ætlast hafði þó verið til í fyrstu. Öll sú ó- hamingja stafaði af grein um miðstöðvarhit- unina, sem stóð í útlendu blaði, sem bygg- ingarnefndinni barst í hendur, og hún um- hverfði öllum fyrri ráðstöfunum, og sannfærði byggingarnefndina um, að bezt væri að halda sér við ofnana, sem voru þó mjög dýrir. Svo nú verða instu börnin oft að bakast þar í steykjandi hita, þrátt fyrir alla „ ventilation" í skólastofunum. Af öllum húsum bæjarins, sem ekki eru bygð a kostnað hins opinbera er St. Jósefs- spítali veglegasta byggingin. Hann er 70 al. á lengd og 15 á breidd og tvílyftur. Fram- hliðin snýr beint á móti suðri, og eru á henni 2 útskot með þéttum glergluggum alt um kring fyrir brjóstveiklinga, svo þeir geti not- ið sólarhitans, þegar þeir eru á fótum. All- ur er aðbúnaður og hjúkrun á spítalanum á- gætur og útbúnaður í kringum hann. Þann- ig hefir kaþólski presturinn látið grafa eftir vatni rétt hjá spítalanum, og varð þó djúpt að grafa, sem næst þvi móts við sjávarmál. Vatninu er dælt upp. Lokræsi hefir og ver- ið 'lagt neðanjarðar þaðan og ofan í sjó, en það hefir bærinn kostað, og er það hinn fyrsti „klóak“ hér í bæ. Landakot og Landakots- kirkjan tilheyra Jesúítum eða kaþóiska trú- boðinu. Nú er gamla íveruhúsið tekið fyrir skóla, og munu þar helzt eiga að vera þau börn, sem ætla að taka kaþólska trú, þó eru lútersk börn líka tekin, og ma furða sig á, hvernig kaþólskur prestur og kaþólskar nunn- ur fara að kenna þeim trúbrögð, fyrst þau eru ein af namsgreinunum, og fyrst kennslu- bækurnar eru danskar bækur, samdar af ka- þólskum mönnum handa kaþólskum skólum. Annars mega embættismenn f Reykjavík eiga það, að þeir virðast vera frjálslyndir í trúar- efnum, því ella mundu þeir ekki hafa ver- ið með þeim fyrstu, að senda börn sfn í þenna kaþólska skóla, greiða honum þann- ig braut og auka veg hans með eftirdæmi sínu. Sumir telja skólanum það til gildis, að þar læri börnin dönskuna svo vel, af því alt sé kent á því máli. En naumast munu Finnar telja það kost á nýju reglugerðinni í

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.