Kvennablaðið - 30.11.1903, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.11.1903, Blaðsíða 2
82 KVENNABLAÐIÐ. skó'.um sínum, að rússneska skuli vera skóla- málið handa börnum þeirra. Líklega hugsa margir hér eins og ein kona, sem eg átti tal við, sem átti barn í Landakotsskólanum. Þeg- ar eg taldi ókost á skólanum, að móðurmáls- kennslan væri lítil eða engin, og alt væri lært á útlendri tungu, þá sagði hún, að það væri einmitt ágætt, með þessu lærðu börnin dönsk- una til fullnustu, íslenzku kynnu þau og gætu altaf lært. Þau yrðu fullnuma í henni, efþau fengju tilsögn einn vetur síðar.---------- Hvergi er jafnfagurt að litast um í Reykja- vík og ofan frá Landakotsspítala eða af tún- inu þaðan. Það má teljast raunalegt óhapp fyrir bæinn, að sú jörð varð nokkurntíma útlendinga eign. Kaþólska kirkjan er bygð í gotneskum stíl. Hún er ekki stór eða skrautleg innan. Það eina skraut, sem hún hefir fram yfiraðr- ar kirkjur hér, er mjög fagurt altari og gluggi uppi á gaflinum yfir altarinu með glermál- verki í rúðustað (glasmaleri). Slíkir gluggar eru algengir í gotneskum kirkjum erlendis frá miðöldunum og geta verið heil listaverk og þá ákaflega dýrir. Fríkirkjan stendur suður með Tjörninni fyrir sunnan barnaskólann. Það er allveglegt hús, að nokkru leyti í gotneskum stíl með háum, fallegum turni. Hún er mjög snotur innan, en illa kunna sumir við, að prédikun- arstóllinn er rétt upp yfir altarinu, svo prest- urinn lítur út eins og stór, lifandi altaristafla, þar upp af. — Að öðru leyti er ekkert út á þá tilhögun að setja. Framburður prestsins heyrist enn skýrar en ella, þótt þess þurfi ekki til, með hinn núverandi fríkirkjuprest, og hann snýr beint á móti söfnuðinum með- an á ræðunni stendur. Iðnaðarmannahúsið stendur suður við Tjörnina vestanvert við lækinn. Það er stór og myndarleg bygging, enda er það aðal- fundarstaður og samkomustaður borgarbúa. Þar er og leikhúsið ennþá. Vitaskuld er stóri salurinn orðinn altoflítill og leiksviðið þaðan af minst. Ganga með bekkjum (Foyer) fyrir áhorfendurna á milli þáttanna vantar að heita má. í „Iðnó" er og hússtjórnarskólinn og eru flestar fínar veizlur bæjarins keyptar af hon- um. Ymislegt hefir verið bæði sagt og kveð- ið um þann skóla, en flest er það meinlítið og græzkulaust. Rétt fyrir vestán „Iðnó“ er Good-Templ- arahúsið, sem í fyrndinni var kallað „Mun- aðarnes". Áður en „Iðnó" kom til sögunn- ar var þar samkomuþús bæjarins og leikhús, en nú er það alveg gengið úr „móð“. Það er tvílyft, en ekkert fallegt. „Báruhúsið", samkomuhús sjómannafél. er þar fyrir vestan. Þar á að sögn að verða söngsalur handa bænum, sem nú vantar al- gerlega. Norðurundan vestra Tjarnarhorninu milli Suðurgötu og Tjarnargötu stendur Herkastal- inn, aðalstöð „Sáluhjálparhersins" hér á landi. Það er gamall ferhyrndur kassi, sem hefir átt breytilegri tilveru að fagna. Hvað hans fyrsta ákvörðun var, er mér ekki kunnugt, en svo mikið er víst, að þar hefir verið spítali, verzl- un, veitingahús og nú síðast fordyri sáiuhjálp- arinnar. Um hann hefir þetta verið kveðið: Þar sem forðum Bakkus bjó og bjórsins freyddi aldan stíf, fæst nú huggun, hjálp og fró og hver veit — máske eilíft líf. —* Hjúkrun siúklinga á heimilunum. Eftir frk. Kjœr, fyrir Kvbl. I. Sjúkraherbergið. Velja skal fyrir sjúkraherbergi stærsta, sólskins- mesta og rakaminnsta herbergið á heimilinu. Bezt er, að það snúi á móti suðri eða austri. Alt, sem óþarft er inni, er flutt í burtu, stoppuð húsgögn, smámyndir, gólfdúkar, ullar-gluggatjöld o. s. frv. Hurðir og gluggar verða að vera liðugir, og mega hvorki skellast eða skrækja. Gólfið er daglega þvegið vel, inn í hvert horn og undir rúminu, rykið er þerrað af öllum húsgögnum, gluggakist- unum, veggjalistunum og hvar sem það er, með votu vaskaskinni eða votum mjúkum leppi, því ef þerrað er með þurrum klút, þá er rykinu bara þyrlað upp í loftið, en það ekki tekið burtu. Vel skal sjá um, að hreint loft fáist oft á dag inn í her-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.